Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ2004 Fréttir JDV Ólafur hefur mikla þekkingu á þeim málum sem hann fæst við og útskýrir stjórnmálin á mjög greinargóðan hátt. Hann er ávallt hress og er nokkuð fær sögumaður. Það er auðvelt að hlusta áhannog heldur hann athygli manna nokkuð vel. Ólafur hefur gaman afþví að tala og sumir segja hann stundum tala út í eitt. Hann hefur umdeildar skoöanir á ýmsum hlutum. Sumir segja hann vera ofmikið á sjón- varpsskjánum í kringum kosningar. „Hann Ólafur er sterkgreindur maður og með báðar fætur á jörðinni. Hann er einnig mjög góöur félagi og samstarfsmaður. Hann er hins vegar óskaplega málgefinn og hefur gaman afþví að tala og tekst það oft. Ég myndi telja það helsta galla hans og veikleika." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræöi. „Hann er rólegheitamaður og frekar glaövær. Ég hefekki um- gengisthann að ráöi undanfarin ár en það er alltafgam- an að rekast áhannog ræða pólitík. Ég er að vlsu ekkisérlega uppnumin afþeirri söguskoðun hans sem birtist I sjón- varpsþáttunum um 20. öldina. Hann er enginn femlnisti þótt hann sé vel kvæntur. Hann er maðursem með þægilegri fram- komu kemur sér vel og ég held hann sé nokkuð skarpskyggn á menn og málefni." Dr. jur. Herdis Þorgeirsdóttir, lögfrxöi- deild Viðskiptaháskólans á Bifröst. „Ólafur er mikill stuöningsmaöur FH-inga hvortsem það erhand- bolti, fótbolti eða frjálsar íþróttir. Hann hefursetið I aðal- stjórn félagsins og staðið sig með prýði þar. Hann er alltaftil í að rétta fé- laginu hjálparhönd og er mikill félagsmaður. Ég hefði nú samt viljað fá hann ör- lltið grennri og léttari i handbolt- ann þannig að hann gæti stokk- ið upp. Svo hefði hann llka mátt vera örlitið fljótari að hlaupa." Geir Hallsteinsson, framkvæmdarstjóri handknattleiksdeildar FH. ólafur Þ. Haröarson er uppalinn I Hafnar- firöi. Hann útskrifaöist meö BA-prófl stjórn- málafræöi frá Háskóla íslands áriö 1977. Hann kláraöi masters- og doktorspróf frá London School of Economics áriö 1994. Útiveitingará Laugavegi Ef allt gengur eftir mun Kolbrún S. Guðmundsdótt- ir setja á laggirnar nýjan veitingastað á Laugavegi 55. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur gefið til kynna að það verði leyft. Auk aðstöðunnar inni er gert ráð fyrir útiveitingum í garði norðan hússins. Á Laugavegi 55 eru nú meðal annars tískuvöruverslan- irnar Straumar og Babýlon auk úrsmiðsins Carls A. Bergmann og gullsmiðsins Óskars Gíslasonar. E-töflumaðurinn Guðni Már Baldursson mætti ekki fyrir rétt á mánudaginn. Hann var eftirlýstur af lögreglunni en segir málið byggt á misskilningi. Hann hafi verið nýsloppinn úr fangelsi og mætt of seint. Guðni faldi tæplega 500 E-töflur heima hjá ömmu sinni. Lögreglan fann dópið við húsleit. Amma Guðna segir atburði síðustu daga „hræðilega.“ í fyrradag átti Guðni Már Baldursson að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. í fórum hans höfðu fundist 480 e-töflur. Við upphaf málsins í héraðsdómi tóku menn eftir því að Guðni var víðs- fjarri. Ákveðið var að fresta málinu og handtökuskipun gefin út á hendur Guðna. Verðmæti dópsins sem Guðni hafði undir höndum var á bilinu tólf til fimmtán hundruð þúsund krónur. í götunni þar sem Guðni er til húsa eru verkamenn að störfum. Vinnuvélar að grafa skurði. Vöru- bílar keyra fram og til baka. Fyrir utan heimili Guðna er samt allt með kyrrum kjörum. Amma hans kemur til dyra. Hún er klædd í rósóttan náttkjól. Með hvítt hár og áhyggjusvip á andliti. „Hann er sofandi inni í her- bergi,“ segir hún og bendir með hendinni inn í íbúðina. Eftir smá þóf kemur Guðni fram. Hann er klæddur í brúnar íþróttabuxur. í hvítum bol með rauðum röndum. Hann er með tattú á hægri hendinni. Japanskt tákn. Þegar hann talar gjóar hann augunum fram og aftur. Dökkt hárið ölítið úfið enda er hann ný- vaknaður. „Ég var bara að geyma þessar töflur," segir e-töflumaðurinn Guðni og fær sér sæti í gömlum hvítum sófa. Stofan full af postul- fnsstyttum og ýmsum smáhlutum. Eftir smá þögn bætir Guðni við: „Fyrir vin minn - skilurðu?" Amma hans er frammi í eldhúsi að laga kaffi. Það sýður upp úr og „Ömmu brá þegar húsleitín vargerð hérna heima/' Guðni hleypur fram. „Er ekki allt í lagi," spyr hann ömmu sína sem stendur við eldhúsborðið. Hún kinkar kolli. Það fékk á hana þegar barnabarnið var tekinn með e-töfl- urnar. Guðni sest aftur niður. „ömmu brá þegar húsleitin var gerð héma heima," útskýrir hann, tekur upp GSM-síma og hringir í lögregluna. Fréttirnar af því að hann væri eftirlýstur komu honum á óvart. Hann er nýsloppinn úr fangelsi fyrir annað brot sem þó var ekki eins alvarlegt. „Ég losnaði úr fangelsinu klukk- an fimm mínútur yfir tvö,“ segir Guðni. „Héraðsdómurinn átti að byrja kortér yfir. Það var of stuttur tími.“ Þess vegna mætti Guðni of seint. Að hans sögn var þetta allt saman misskilningur. Eftir samtal- ið við lögregluna færist bros á ann- ars tekið andlit Guðni. „Þeir sögðu að þetta væri ókei. Ég á að mæta fyrir dóm í Septem- ber þegar málið verður tekið aftur fyrir." Við tökumst í hendur og Guðni vísar mér út. Amma hans fylgist með því í gegnum eldhúsgluggann þegar ég geng burt. Hún vildi sem minnst tjá sig um barnabarnið. Sagði að þetta væri „hræðilegt" og brast í grát. Guðni segir að skilnaði að hann muni hefja nýtt og betra líf. „Ég er að taka mig á,“ segir hann. „Hættur í þessu dóprugli." simon@dv.is Grænt Ijós á Atlantsolíu Vildi finna eiganda góms, en fann í staðinn annan Fann annan falskan góm „Það hefur enginn haft samband vegna gómsins, en það sem er merkilegast er að ég fann annan góm í húsi á Óðinsgötu um daginn," segir örn Kristján Gústafsson, sem fann falskan góm á bryggjukanti við Reykjavíkurhöfn í maí og annan góm við Óðinsgötu fyrir skemmstu. Örn geymir nú fyrri góminn á heim- ili sínu við Miklubraut 20, en hann er að verða úrkula vonar um að nokkur vitji gómsins. „Liklega hefur þetta verið ferðamaður. Mér hefur dottið í hug að fara til tannlæknis og láta hann greina hvort gómurinn sé íslensk smíði. En nú er ég kominn á fremsta hlunn með að fara með góminn til lögreglunnar, því hvað á ég að gera við þetta?" spyr öm, sem segir þó vandkvæði á því að fela lög- reglunni umsjón með gómnum: „Lögreglan er með uppboð á týnd- um og fundnum reiðhjólum á hverju ári. Hvernig ættu þeir að bjóða upp góminn?" Nýi gómurinn sem Örn rakst á er hjá félaga hans við Óðinsgötuna. Sá fyrri sem fannst er hjá Erni enn um sinn, en verður síðan hjá lögregl- unni sem gæti reynt uppboð á hon- um í framtíðinni. örn vill ítreka að ef einhver týndi gómi við Reykjavíkur- höfn um miðjan maí eða við Óðins- götuna á dögunum er hægt að hafa samband við hann til að endur- heimta þá. jontrausti&dv.is Örn með góminn Greint var frá þvíÍDV 9.júní að Örn Kristján Gústafsson hefði fundið falskan góm við Reykjavikurhöfn og leitaði eigandans. Hann hefur ekki fundið eiganda gómsins, en fann þess ístað annan falskan góm við Óðinsgötuna. Umhverfis- og heilbrigðis- nefhd Reykjavíkur samþykkir áform Atlantsolíu um sjálfsaf- greiðslustöð fyrir olíur og bensín við Bústaðaðaveg. Skipulagsyfir- völd vilja leigja Atlantsohu lóðina aðeins til þriggja ára vegna óvissu um útfærslu gatnamóta á staðn- um. Vesturkvísl EUiðaánna er í aðeins 70 metra fjarlægð. „Verður yfirborðsvatni af lóð stöðvarinnar veitt í hohæsakerfi borgarinnar og dælt til hafs. Á þessum stað er fráveituvatn og yfirborðsvatn ekki aðskilið. Afrennsli fer því ekki til Elliðaánna," segir í umsögn heil- brigðisnefndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.