Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst FIMMTUDAGUR 1.JÚLÍ2004 31 Árni Bergmann segir hnattvæðinguna vera ríkjandi afl og vill helst líta á þjóðríki sem úrelt fyrirbæri. En þegar fótboltinn fer í landsliðsbúninga þá eru menn hvattir til að gefa lausan taum öllum geðsveifl- um þjóðernishyggjunnar og sameinast á risastórum leikvöngum eða fyrir framan sjónvarpið. Þessa daga eru allir að hugsa fót- boltalega og hafa hátt um fótbolta og þótt löngu sé komið meira en nóg af því þrasi er erfitt að stilla sig um að hóa í lætin eins og aðrir. Og spyrja þá til dæmis: hvers vegna er fótbolti svo geypilega fyrirferðarmikiU í samtíð- inni? Hvað er á seyði á Evrópumeist- aramóti annað en sú freisting að sjá mikið drama gerast í rauntíma - m.ö.o. sjá og finna hinar miklu vonir um glæsilegan sigur hm'ga og rísa og vita ekld fyrr en að því kemur hver getur við leikslok hleypt út öllum sín- um tilfinningakrafti í fagnaðarlátum. Hnattvæðingin og landsliðin Allt er á okkar dögum sett undir hnattvæðingu og knattspyman að sjálfsögðu líka: hún blasir við í hverju öflugu knattspymuliði. Hin gamla tenging slíks liðs við borg eða heima- haga er löngu horfin, í hverju liði em rándýrir atvinnumenn héðan og það- an úr heiminum sem hlaupa á milli félaga eftir lögmálum ffamboðs og eftirspumar. Þessi þróun er kannski ein af ástæðum þess að fótboltavin- um hleypur sérstaklega heitt kapp í kinn þegar landslið mætast. Það er að sönnu góðan bisness hægt að gera út á landsleiki og stórmót landsliða - en það er m.a. vegna þess að í slíkum fótbolta er eins og menn geú fengið vissa hvíld frá hamslausri mark- aðsvæðingu. Landsliðshetjur í fót- bolta em nefnilega í hópi þeirra örfáu sem á hnattvæðingartímum fá að vera þjóðhetjur. Landsliðið verður sjáif holdtekning þjóðarsálarinnar, sigrar þess tilefhi þess að heil þjóð getur komist í mikla vímu án þess að þurfa að kaupa sér bjór eða dóp að ráði. KOg hvergi er fánum og þjóðartáknum veifað af öðrum eins tilþrifum og á hvergi er sungið á Árni Bergmann i skrifar um þjóöerni og fótbolta. eimsmálapistill þjóðtungunni af jafn innilegum til- þrifum. Við sjáum þetta á hverjum degi nú í sjónvarpsútsendingum frá Portúgal. Allir veifa fánum, ganga í fánalitum. Nú þégar þessar línur em settar á blað sé ég fyrir mér stórfaileg- ar portúgalskar stúlkur með rauða vinstrikinn og græna hægri kinn í virðingarskyni við þjóðfánann. Og svo æsta og síðar afar vonsvikna Eng- lendinga sem höfðu málað rauðan kross heilags Georgs á mitt andlitið og skellt á sig hvítum klessum út frá honum. Og þá fer af stað þessi hugs- un hér: Bíðum nú við - við sjáum aldrei hinn sögufræga fána Breta- veldis á fótboltavelli. En hvenær sem landslið Englands leikur erum við minnt á það, að sá fáni er settur sam- an úr hvítum Andrésakrossi Skot- lands á bláum feldi og svo rauðum miðjukrossi á hvítum feldi, merki heilags Georgs, sagnapersónu úr Austurlöndum sem tókst einhvem- veginn að komast til sérstaks vegs og virðingar á eyju Eh'sabetar og Shakespeares. Huggun samstöðunnar Fótboltinn er alþjóðavæddur og markaðsvæddur en um leið fær harm að vera síðasta virki og athvarf þjóð- emishyggju, hvort sem hún heldur leitar í átt að þjóðrembu (við erum bestir!) eða þokkalegrar ættrækni (stöndum samati!). Fótboltinn geym- ir í hnotskum höfuðmótsagnir nú- tímans. Annarsvegar er hnattvæðing- in ríkjandi afl og vill helst hta á þjóð- ríki sem úrelt fyrirbæri og þá sem leggja áherslu á sérkenni þjóðar sinn- ar sem þröngsýna afturhaldssinna, gott ef ekki laumufasista. En þegar fótboltinn fer í landsliðsbúninga, þá fá menn óátahð, já, em beinhnis til þess hvattir, að gefa lausan taum öh- um geðsveiflum þjóðemishyggjunn- ar og sameinast á risastórum leik- vöngum eða fyrir framan sjónvarpið þegar Okkar Strákar em að standa sig vel - eða verða fyrir fantaskap Hinna og svo spihm ranglæti dómara af enn annarri þjóð! Þetta tengist hinni lífseigu þörf manna fyrir að tilheyra einhverju samfélagi, samtökum, hreyfingu. Menn em nú orðnir nokkuð svo ein- mana á kaldranalegu markaðstorgi heimsþorpsins, þar sem hver um sig er að reyna að prútta niður verð og koma sjálfum sér í verð. Þeir eiga kannski ekki lengur heima í stórfjöl- skyldu, þeir hafa sagt sldlið við kirkju afa og ömmu, þeir eiga ekki athvarf í Metmfáað sterkari og hfseigari en heimsvæðing- arsinnar gerðu ráð fyrir. Og það er hentugt að geyma hana á afmörkuð- um reit fótboltans. Þessi aðferð hefur þann kost að vera tiltölulega mein- laus, í mesta lagi skalla nokkrar buhur hver aðra í rot, en oftast er hægt að ekki til, heldur eitt fýrir England, annað fyrir Skotíand, hið þriðja fyrir Wales og hið fjórða fyrir Norður-ír- land. (Og það er haft fyrir satt að Skotar haldi aldrei með enska lands- liðinu, sama við hverja það keppir). Þetta snjalla ráð hefur, með öðm, neinum pólitískum flokki, ýmsar al- þýðuhreyfingar sem áður skiptu miklu máli, eins og verklýðsfélög, em að mestu gleymdar. Allt á þetta sinn þátt í því að það tekst þegjandi samkomulag um að taka þjóðemiskenndina og senda hana á fótboltavöllinn. Með þessari aðferð fá einstaklingamir nokkra hughreystingu í aumri tilvem sinni, þeir fá að upplifa fagnaðarbylgjur samstöðunnar, þeir geta um stund haldið að þeir eigi einhverstaðar heima. Öryggisventill - eða hvað? Um leið er hér búinn til öryggis- ventill. Þjóðernishyggjan er mun hafa sæmilegan hemil á geðshræring- um. Og við okkur blasir, að fótboltinn verður umffam sjálft þjóðrfldð að hinu síðasta viðurkennda athvarfi þjóðernisvitundar. Þetta er reyndar ekki að byrja nú á sfðustu misserum. Hér áðan var minnst á enska fánann sem sést helst á knattspymuvöllum, en hefur að sögn verið að þoka sér út fyrir hann upp á síðkastið, ekki síst sem tákn og tilfinningavaki fyrir þá sem em ósáttir við samrunaferilinn í Evrópusambandinu. Stóra-Bretland með sinn fræga fána, Union Jack, hefur lengi verið eitt rfld - en það er á vettvangi fót- boltans sem frumpartar þess hafa verið sýnilegastir. Breskt landslið er dugað nokkuð vel til að halda að- skilnaðarhugmyndum í skefjum í hinu Sameinaða konungsdæmi. En enginn veit hvað verður. Fánar Skota, Walesbúa og Englendinga hafa til skamms tíma verið helst til marklitlir nema á fótboltavöllum - en sú þróun hefur orðið á síðustu árum að bæði Skotar og Walesbúar hafa verið að taka ýmisleg mál heim í hérað og þar með auka vægi þeirrar sérstöðu sem fánar þeirra bhikta yfir. Með þeim af- leiðingum meðal annars, að Georgs- krossinn enski blaktir nú víðar en áður á húsum og mannamótum sem tákn þeirrar þrjósku, sem vill ekki gleyma því að „við" eigum okkur líka sérstöðu í heiminum. Stokkaðu upp fjármálin - meó hagstæðu fasteignaíóni Pú ge1:ur auðveldiese samið um hagstsett ia» hjá Frjálsa fjórfestingar- iiankaourn, setn er kjörið til aé skuidbreyta öhagstæðum iánum a borð við skammtimabankalán. Þanníg iaakkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrum. Lánið er veitt tii a»t að 40 ára gegn veði í fas-teign. Fasteigna- og franúcvaemdaián Frjáls® fjárfestingarw»Bk?i--: íru -- - níg . J hentug ieið íytir þá sem stnní.e húsbyg'.!Ínc*e- iðð ,;i.nr Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 8,00% 5 ár 19.050 19.300 19.570 20.040 20.280 15 ár 8.120 8.410 8.710 9.270 9.560 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 7.340 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 6.950 Afborgunar- laust * 4.500 4.960 5.420 6.250 6.670 *Lán með jafngreiðsluaöferð án verðbóta Kaðgjafar okkar veita allar nánari u}.ptvsingar. itt geT..r r.ð nn Ármúla 13A, hringt I síma 540 5000 eðí vtr.t tóivucuv.r a frtals®fr!aisi..c :8n 1 O/ 'O “tfan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.