Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 15
DV Menning FIMMTUDAGUR 1.JÚLÍ2004 75 Bák Kdstfoar S&efnsdóttur pq hföflu SonreigarTprgefrsaotftir hefur verið tilnefnd til Vestnorrænu barnabókaverðlaun- anna 2004. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár, í fyrsta sinn 2002 Andra Snæ Magnasyni og Áslaugu Jónsdóttur fyrir Söguna af bláa hnettinum. Einnig er grænlenska bókin Inuk og eitraða gosið eftir Komum Nielsen til- nefnd og Loppugras eftir Færeyinginn Sólrun Michelsen, Hanni Bjartalíð myndskreytti. Engill í vesturbænum hefur hlotið fern verðlaun síðan hún kom út 2002; Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur 2002, Dimmalimm - íslensku mynd-, skreytingarverðlaunin 2002, Nor- rænu barnabókaverðlaunin 2003 og Vorvinda, viðurkenningu IBBY á íslandi 2003. Ragnheiour Gyða Jónsdóttir vaktar mannlífog menningu. barnabók Madonnu er vænt- ani& [| frá Eddu útgáfu í næstu viku. Silja Aðal- steinsdóttir þýðir bókina um Yakov og þjófana sjö. Hún gerist í litum bæ í Austur-Evrópu á 18. öld en að sögn Madonnu eru tvær barnabækur í viðbót vænt- anlegar. „Þær fjalla allar um málefni sem krakkar standa frammi fyrir,“ segir stjarnan. „Vonandi felst í sögum mínum einhvers konar leiðsögn fyrir krakka, hvernig þeir eiga að ráða fram úr vanda- sömum aðstæðum og læra af þeim. Sagan af Yakov er um , hæfileika okkar allra til að opna dyr himnaríkis - hversu ómerkiieg sem við sjálf eða aðrir teljum okkur vera. Því þegar við vinnum gegn sjálfselskunni í f okkar getum við gert kraftaverk, bæði í okkar eigin lífi og fyrir aðra.“ Frapski organístinn og spyna- snillirigynnr 1 Thierry Mechler spilar á tvenn- um tónleikum í Hallgrímskirkju á laugardag og á sunnudagskvöld. Auk verka eftir Torunemire, Bach, Lizt og Reubke ætl- ar Mechier að leika af fingrum fram tónlist yfir stef frá áheyrendum í Hall- grímskirkju. Hann var organisti við Dómkirkju Jón- hannesar skírara f Lyon frá 1991 til 1998 en síðan hef- ur hann verið prófessor við tónlistarháskólann í Köin í Þýskalandi. ___n'»__■-«- ðteinfl vep undran Noröur við landamæri Englands og Skotlands, á Norðymbralandi, eru skráöir urn9S0 úthoggnir steinarog eru flestir taldir vera frá Ný- steinöld eöa fyrri hluta bronsald- ar. Yfirleitt er bikar hogginn í steinana, línur og hringir. En á dögunum fundust á tveimur stööum á þessu svæði steinar meö nokkuö óllku höggi. Þar gefur aö Ifta hjartalaga andlit, nokkuö teygjanlegt f formi. Sér- fræöingar frá háskólanum í Newcastle telja steinandlitin ekki nema l00til250áragömul.Stein- arnir fundust ekki langt frá grjót- námi og er nú talið Ifklegast að einmana grjóthöggvari hafi dund- aö sér viö steinhöggið I frfstund- um. Sérfræöingarnir segja andlitin helst minna áþau verk Picassos sem hann vann undiráhrifum frá afrískum tótem-útskuröi og aug- lýsa eftir sögum og sögnum aflist- rænum steinhöggvurum fyrir einni til tveimur og hálfri öld. Ódysseiíup í m Sagan afheimför hins víðförla Ódysseifs frá Tróju, hrakningar hans um Miðjarðarhafiö og sam- skipti við guð- legargaldra- kerlingar, íðil- fagrar prinsessur, trygglynda hunda, skrfmsli og vofurernú kominútf kilju hjá bókaútfáf- unni Bjarti. Þýöing Svein- bjarnar Egis- sonarákvið- unni birtist fyrst á árun- um 1829-1840 og kemur hérútí nýrrí útgáfu Svavars Hrafns Svavarssonar en hann skrífar jafnframt eftirmála. Kiljunni fylgir einnig nafnaskrá og skýring- ar, auk korts sem sýnir tíu ára hrakningar hetjunnar um Miö- jaröarhafiö. Manneskjan er stórkostleg „Ég sá núna síðast sýningu bandarísku listamannanna í Lista- safni íslands og mér finnst hún æð- isleg. Ég verð alltaf jafn yfir mig hrifinn af því hvað manneskjan er stór- kostleg, hvaðan sem hún kemur og hvað sem hún heitir." Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri. Gott í myndlist Sýning á hátt í 400 myndum af Vesturförum verður opnuð í Vesturfarasetrinu á Hofsósi á laugardag. Meirihluti þeirra var tekinn af Vestur-íslendingum á timabil- inu 1870-1910. Kanadískur sagn- og ættfræðingur safnaði þeim víðsvegar um Norður-Ameríku á síðustu 25 árum, hann heitir Nelson Gerrard. f „Islendinjjar greinilega jafnhrifnir af tækninyjunum þá og nn" „Þessi áhugi mirrn á Vesturförum nær langt aftur," segir Nelson Gerr- ard, sagnfræðikennari og ættfræðing- ur frá Manitoba. „Móðir mín var af ís- lenskum ættum en faðir minn skosk- um og ég ólst upp langt frá íslend- ingabyggðum í Kanada. Snemma vaknaði áhugi minn á sögu og ættum móðurfólksins. Þegar ég svo hóf nám við háskólann í Winnipeg, kynntíst ég Haraldi Bessasyni og lærði nokkuð í íslensku. Ég var 18 ára þegar ég kom til íslands í fyrsta skiptí, þá var hægt að komast hingað án mikilla fjárút- láta í hópferðum Þjóðræknifélagsins. Ég lærði íslensku í HÍ í þrjá vetur og grúskaði í ættfræði með." Myndasöfnunin Nelson Gerrard segist þó ekki hafa byrjað að safna myndum af Vestur- förum fyrr en hann kom aftur til Kanada. „Þá hófst ég handa við að setja saman byggðasögu, það tók mig átta ár. Skrifin og áhugi minn á ís- lenskum Vesturförum spurðust út og smám saman tóku myndir að streyma til mín. Fólk hugsaði til mín þegar það tók til á háaloftum, í geymslum eða fluttí. Sumir senda ffummyndir, aðrir eftirprentanir. Og ég hef safnað síðan, er t.d. nýkominn frá Kyrrahafsströndinni og Norður- Dakóta með fangið fulit. Vestra er töluverður áhugi á Vesturförunum og í gegnum hann er fólk farið að skima til íslands," segir Nelson Gerrard. Pétur og Stefanía, börn Guðbrands Erlendssonar og Sigríðar Hávarðar- dóttur Fluttu frá Gauksstöðum IMúla- sýslu 1875 og námu fyrst land í Marklandi, Nova Scotia sfðan á Svold f Noröur-Dakóta. hvergi séu til myndir af þessu fólki, það hafi hvorki haft fé, tíma né tæki- færi til að fara til Ijósmyndara, en það er bara ekki rétt. A sýningunni í Vest- urfarasetrinu, sem ber yfirskriftína Þögul leiftur, verður talsverð umfjöll- un um ljósmyndun og vestur-ís- lenska ljósmyndara. Þar höfum við sett upp sviðsmynd af ljósmynda- stofu Jóns Blöndal, en hann myndaði ótalmarga Vestur-íslendinga, bæði í heimabyggðum þeirra og á stofu Nelson Gerrad sagn-, ætt fræðingur og myndasafn- ari „Fólk hugsaöi til mln þeg- arþaö tók til á háaloftum, I geymslum eða fíutti" Tækninýjungar Að sögn Nelsons var ljósmyndun vel á veg komin í Norður-Ameríku þegar íslendingar tóku að hópast þangað. „Menn haida gjaman að sinni í Winnipeg. Kannski vildi fólk senda myndir til vina og ættingja heima, kannski vom íslendingamir jafnhrifnir af tækninýjungum þá og nú. En þetta var líka mikil tíska vestra, að safna og skiptast á myndum og eiga fjölda myndaalbúma full af vin- um og vandamönnum. Og tólf mynd- ir kostuðu ekld nema 2$.“ íslenskir ijósmyndarar ,Js þessum aldarfjórðungi hef ég fundið myndir eftír 16 íslenska ljós- myndara," heldur Nelson Gerrard áfram. „Flestir vom þeir fæddir hér á íslandi, nokkrir í Vesturheimi. í Vest- urfarasetrinu sýnum við myndir teknar á tímabiiinu 1870-1910, eftir það var tekið enn meira af myndum sem mættí sýna síðar. Á þessum hátt í 400 myndum em yfirleitt tveir menn á hverri og við þekkjum flesta með nafni en ekki alia. En upplýsingar halda áfram að streyma tíl okkar," segir Nelson Gerrard sagn- og ætt- ffæðingur frá Manitoba. Ljósmynda- sýning Vesmrfarasetursins á Hofsósi og Nelsons Gerrard er í stóra salnum, þar sem áður gaf að h'ta Fyrirheitna landið, sýningu um fyrsta hóp ís- lensku Vesturfaranna, mormónana sem fóru til Utah rnn miðja 19. öld. Eirðarlaus indjáni... kominn heim Vestur í Bandaríkjum Norður-Ameríku kveð- ur þessi misserin æ meir að David Bradley og myndlist hans. Bradley er indjáni, af þjóð Tsjippewa og ætt Hvítrar jarðar. Félagsþjónusta sviptí foreldra hans bömum sínum þegar hann var fimm ára og síðan hefur hann átt níu for- eldra, fóstur-, uppeldis- og stjúpforeldra. Að loknu háskólanámi gekk Bradley tif liðs við bandarísku friðarsveitimar og starfaði meðal Maya-indjána í Guatemala og víðar í Mið-Amer- íku en einnig í Dómíska lýðveldinu. Alls staðar hafði list og menning heimamanna mikil áhrif á hann og hann hugleiddi æ meira sfna eigin. Bradley vinnur með olíu, akrýl og vatnsliti en hefur einnig fengist við collage-verk og skúlpt- úra. Hann hefur hlotíð fjölda viðurkenninga og sýnt víðs vegar um Bandaríkin, þessa dagana stendur einmitt yfir sýningin „Eirðarlaus indjáni ... kominn heim" í Ancient Traders Gallery í Menneapolis. Söfii og sýningarsalir keppast við að eignast myndir eftir hann. „Við indjánar verð- um að vera pólitískt þenkjandi, fæddir inn í þetta umhverfi," segir David Bradfey. „Ég er vissulega undir áhrifum frá Diego Rivera, Henri Roussau og Fernando Boltero en í listheiminum er ég fýrst og fremst fulltrúi allra amerískra indjána, ekki síður en Tsjippeva-þjóðarinnar. Þá ábyrgð ber ég glaður," segir David Bradley. Og hann virðist vera sömu trúar og margir forfeðra hans, ljósmyndir stela sálum mannanna. Hvergi er að finna ljósmynd af listamanninum David Bradley.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.