Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Page 37

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Page 37
ÁRBÓK ÍSLANDS 1880. Janúar 5. Andast síra Hallgrímur Jónsson prófastur, R., á Hólmum í Revðarfirði, fæddur lli/» 1811. — 9. Konungur staðfestir þessi lög frá síðasta alþingi: 18. Lög um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á Islandi 4. Mai 1872, og 19. Lög um uppfræðing barna í skript og reikningi. — 10. Byrjar nýtt blað á Akureyri, »Fróði«, ntstjóri Einar al- þingismaður Ásmundarson í Nesi, í prentsmiðju Bjarnar Jónssonar prentara, þeirri er áður var eign norður- og austur- umdæmisins, en hann hafði keypta 21/s 79 fyrir 1200 kr., og skyldi því fje, ásamt sjóði prentsmiðjunnar, öðrum 1200 kr., varið til menntunar aíþýðu í norður- og austurumdæminu. »Fróði« er 30 blöð á ári, kostar 3 kr. — 12. Stjórnarherranum semst við »hið sameinaða .gufuskipa- fjelag" í Khöfn um að annast gufuskipsferðir til Islands og umhverfis landið, með 2 skipum, fyrir 58,000 kr. styrk um árið, úr landsjóði og ríkissjóði. — 14. Bókmenntafjelagsfundur í Khöfn, ársfundur fyrir árið 1879. Forseti kjörinn Sigurður L. Jónasson, fjehirðir Tryggvi Gunnarsson, skrifari Jón Jensson, bókavörður Guðmundur Lorláksson. — 16. Póstgufuskipið Phönix leggur af stað frá Khöfn til Is- lands .aukaferð; kemur við í Hull og þórshöfn. — 27. Ábyrgðarfjelagsfundur á Akureyri. Samþykktar reglur um þorskfiskiveiðar á þiljuskipum. — 29. Sýslunefnd Eyfirðinga ræður af að kaupa kvennaskóla- stofnunina á Laugalandi að stofnandanum, Eggert umboðs- manni Gunnarssj'ni, fyrir 6000 kr. Febrúar 2. Gaulverjabær veittur síra Páli Sigurðssyni á Hjalta- bakka. — 2. Landshöfðingi veitir Bjarnanesprestakalli 2000 kr. lán úr viðlagasjóði til að reisa steinhús á prestssetrinu í stað bæjar- húsa, gegn endurborgun á 20 ára fresti og 4 °/o í leigu. — 4. Phömx, aðalpóstskipið frá Khöfn, koin til Reykjavíkur í miðsvetrarferð sinni. — 5. Ársfundur í bindindisfjelagi Akureyrarbúa. hjelagsmenn 43. Forseti Friðbj. Steinsson 'bókbindari. — 10. Andast húsfrú Helga Guðmundsdóttir á Haganesi í Fljótum, 59 ára. — 15. Phönix leggur af stað frá Rvík til Khafnar. — 15. Andast húsfrú Jóna Sigurðardóttir í Nesi í Höfðahverfi, kvennaskólakennari, f. 1851, kona Gunnars Einarssonar verzl- unarmanns. — 18. Sett verðlagsskrá fyrir Rangárvallasýslu 1880-81. Með- alalin 45 a. — 18. Sett verðlagsskrá fyrir Vestmannaeyjasýslu 1880-81. Með- alalin 46 a.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.