Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Side 44

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Side 44
Apríl 1. Byrja nýjar þingkosningai*. — 15. Lokið kosningum að mestu, frelsismöunum (Viggum) mjög í vil og langt um vonir i'ram: urðu 352 saman, en íhaldsmenn (Torymenn) að eins 236, og írskir heimastjórnar- menn 64. — 18. Beaconsfield lávarður (Disraeli) beiðist lausnar fra stjórn- arformennskunni, sakir kosninga-ósigursins. — 23. Gladstone tekur að sjer stjómarformennsku og forstöðu fjárhagsmála; Granville verður utanríkisstjómarherra, Harting- ton nýlendustjómarherra. — 29. Hið nýja þing kemur saman. Júli 27. Ayub prinz í Afganistan vinnur orustu af Bretum nærri , Kandahar; þeir Ijetu helming sinna manna, um 1200. Agúst 3. Ef'ri málstofan (lávarðadeildin) hafnar með 282 atkv. gegn 51 stjórnarfrumvarpi um eptirgjaldsuppgjöf við írska leiguliða. Sept. 1. Kóberts, yfirhershöfðingi Breta í Afganistan, vinnur góðan sigur .á Ayub prinz við Baba-Vali, nærri Kandahar. — 7. þfingi slitið. — 8. Týndu 160 manna lííi í kolanámulijá Durham, nál. Snnder- iand, fyrir loptkveikju. — 26. Irskir leiguliðar myrða á fömum vegi einn landsdrottinn sinn, Mountmorres lávarð. Okt. 28. Manndrápsveður mikið: brotnuðu 167 hafskip við Eng- lands strendur. Nóv. 20. Andast Alexander Cockburn hæstarjettarforseti, 78 ára. Desember 14. Transvaal, nýlenduríki í Afríku sunnan til — lands- lýður hollenzkur, Búar —, er Englendingar höfðu sölsað undir sig 1878, segir sig úr lögum við þá og setur sjer þjóðvalds- stjórn, sem áður var, og fyrir hana Paul Kriiger. — 20. Vopnaviðskipti með Bretnm og Búum í Transvaal, og höfðu Bretar miður. — 22. Andast George Elliot skáldkona, rjettu nafni Mary Evans, rúml. sertug. - 28. Settur kviðdómur í Dýflinni í landráðasök gegn Parnell og ,15 öðrurn þingmönnmn írskum fyrir undirróður við landseta á írlandi til refja og illvirkja við landsdrottna og annarar óhlýðni við lög og landstjórn. Jrskir landsetar unnu þetta ár (1880) átta launvíg á landsdrottnum sínum eða umboðs- mönnum þeirra, og um 2600 aðra glæpi í gegn þeim. F.rakkland. Jan. 4. Andast Montalivet greifi, nafnkenndur stjórnvitringur, ráðheira á dögum Louis Philipps, 79 ára. — 13. Frakkar ganga á þing, í Paris. Gambetta endurkjörinn forseti í fulltrúadeildinni, Martel í öldungadeildinni. — 18. Andast hertoginn af Gramont, utanríkisstjórnarherra 1870, f. 1819. — 19. Andast Lavergne, nafnkenndur hagfræðis-rithöfundur og þingmaður, 71 árs.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.