Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Síða 45

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Síða 45
Jan. 20. Andast Jules Favre málfærslumaður, frægur þingmaður og stjórnvitringur, f. 1809. Febrúar 3. Týndu 40 menn lífi við járnbrautarslys, skammt frá Paris. — 10. Andast Cremieux málfærslumaður, þingm. í öldungadeild- inni, dómsmálastjórnarherra 1848 og 1870, f. 1796. — 13. Fulltrúadeildin hafnar að vilja stjórnarinnar frumvarpi um almenna uppgjöf saka við glæpamennina frá Parísarupp- hlaupinu 1871, með 313 atkv. gegn 115. Marz 5. Heimkoma 300 útlaga frá Ný-Kaledóníu, þ. e. sökudólga frá Parísarupphlaupinu 1871, er höfðu fengið uppgjöf saka. — 6. Stjórnin lætur lausan mann, er grunaður var um morð- ræðið við Rússakeisara 7» 79, Hartmann að nafni; hann fór til Englands og lýsti þar verkinu á hendur sjer. — 9. ÖMungadeildin hrindir lagagrein, sainþykktri af fulltrúa- deildinni, um að banna Kristmunkum að fást við fræðslu ungmenna. — 29. Stjórnin býður að loka skólum og öðrum stofnunum Kristmunka í landinu á 3 mánaða fresti, og að aðrar munk- reglur megi því að eins vera við lýði, að þær beiðist stað- festingar stjórnarinnar á lögum sínum og öðlist hana. Mai 8. Andast Gustave Flaubert, frægur skáldsagnahöfundur, um sextugt. — 25. Léon Say, sendiherra í Lundúnum, kjörinn forseti í öld- ungadeildinni; Martel hafði sagt af sjer. Júní 21. Fulltrúadeildin samþykkir með 333 atkv. gegn 140 al- menna uppgjöf saka við glæpamenn frá Parísarupphlaupinu 1871, fynr snilldarlegur fartölur Gambettu. — 29. Pomare V, konungur yfir Ijelagseyjum í Miklahafi, selur ríki sitt, 40 □ mílur, með 40,000 manna, í hendur Frakka- stjórn, með fúsum vilja þegna sinna. — 30. Framkvæmd boðorð stjórnarinnar frá 29. marz gegn Kristmunkum. Júlí 9. Andast Paul Broca, frægur læknir, þingm. í öldunga- deildinni, 56 ára. — 10. Lagafrumvarpið um uppgjöf saka við Parísarupphlaups- mennina 1871 samþykkt af öldungadeildinni og staðfest af ríkisforseta. — 14. þjóðhátíð lialdin um land allt að fyrirlagi þings og stjórnar, til minningar urn hrun Parísardýflissunnar miklu (Bastillunnar) 14. júli 1789, og þar með um hrun hinnar fornu einveldis- og ófrelsisaldar. — 15. þiingi slitið. Ágúst 1. Amtsráðskosningar um land allt, þjóðvaldsmönnum mjög í vil: 902 amtsráðsmenn úr þeirra liði, 373 úr liði ein- valdsmanna. — 10. Herflotasýning mikil í Cherbourg, í viðurvist ríkisforseta og þingforsetanna. Gambetta drepur á liefndir fyrir ófarirnar fyrir þjóðverjum 1870—71. Sept. 19. Freycinet selur af hendi stjórnarformennsku, en við

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.