Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Page 46

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Page 46
tekur Jules Perry, og utanríkisstjórnarherra verður Bartélemy Sainte-Hilaire. Oktbr 5. Andast Offenbach sbnglagameistari, 58 ára, í París; þýzkur að ætt. — 13. til 30. Rofln munkfjelög um land allt, þau er eigi vildu leit.a staðfestingar stjórnarinnar á reglum sínum (sbr.29. marz). Desbr 11. Andast ekkja Thiers, f. Dosne. jrj'zkaland. Pebr. 12. Ríkisþingið sett, í Berlin. Apríl lö. Itíkisþingið samþykkir frumvarj) um að auka friðarher ríkisins um 27,000 manna (úr 401,000 upp í 428,000). — 20. Hefst allsheijarfiskisýníng í Berlín; lokið 1. júlí. Maí 10. Ríkisþinginu slitið. Agúst 14. Lokið við dómkirkjuna í Köln; byijað 1248. Október 15. Vígð dómkirkjan í Iíöln, með miklum hátíðabrigðum, í viðurvist keisara og margra stórhöfðingja. Rússland. Pebr. 17. Gjörð tilraun til að sprengja í lopt unp Vetrarhöllina í Pjetursborg, aðseturshöli keisara, til að fyrirkoma honum og fólki hans. Pjórtán varðmenn fengn bana. — 26. Keisari setur 10 manna nefnd til að varðveita ríkið fyrir morðráðum og byltingatilraunum gjöreyðenda og oddvita fyrir hana Loris Melikoff hershöfðingja, með alræðisvöldum. Marz 2. Hátíðarhald til minningar þess, að 25 ár voru liðin síðan Alexander keisari tók ríki. — 3. Loris Melikoff veitt banatilræði í Pjetursborg, með skotum, af manni sem Mladetzky hjet. — 5. Mladetzky hengdm. Júní 3. Andast María keisarafrú, hálfsextug. Ágúst 19. Keisari lætur ríkisgæzlunefndina hætta störfum sínum (sbr. 26. febr.), og gjörir Loris Melikoft' að innanríkisstjórnar- lierra; afnemur einnig »3. stjórnardeilds þ. e. hina leynilegu njósnarlögreglustjórn. Austurríki og Ungverjaland. Nóvbr. 9. til 16. Landskjálptar í Agram í Króatíu; hrundimikið af borginni. Ejártjón margar miljónir kr. Italía. Maí 3. þingrof. — 26. Hið nýja þing sett, að afstöðnum kosningum, er gengu stjóminni í vil. Oktbr 24. Andast Rieasoli, fyrrurn stjómaherra, 71 árs. Tyrkjaveldi. Janúar 8. Bardagi með Svartfellingum og Albaníubúum, út úr landskika, er Svartfellingum var ánafnaðnr á Berlinarfundinum 1878.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.