Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Side 64

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Side 64
böggla er jafnt hvort heldur borgað er undir þá fyrir fram eða eigi fyr en eptir á. Um alla póstböggla á að vera traust og vandlega búið, og þeim lokað svo vel, að ekki sje hætt við, að þeir verði opnaðir á leiðinni af öðrum úti frá. Sjeu í þeim peningar eða peninga- ígildi eða önnur fjemæt skjöl, á að vera innsigli fyrir, ög sjeu það mótaðir peningar, þá umbúðirnar úr leðri, skinni, tvöföldu Ijerepti eða vaxdúk, og reyrðar snæri, eða bundið fyrir, ef það er poki, en peningunum áður hlaðið í ströngla, vafið um hvem ströngul á alla vegu sterkum pappír og reyrt svo um. Enginn póstböggull má vera meiri fyrirferðar en svo, að hann sje 18 puml. á lengd og 9 á hina veguna hvorn um sig, nje þyngri en 5 pd., nema það sjeu mótaðir peningar; þá má hann vega 16 pd. Lokuðum póstbögglum á jafnan að fylgja tilvísunarbrjef, sem ekki má vera peningabrjef eða ábyrgðarbijef. Sje það ekk'i þyngra en 3 kv., að frátöldum lykli að sendingunni, ef henni fylgir lykill, er eigi tekinn neinn burðareyrir undir það. það má vera hvort að vill lokað eða ólokað. það á að vera með greini- legri utanáskript til þess, er við sendingunni á að taka; auk þess á að standa utan á því, að því fylgi sending og hvers konar sending það er (böggull, kassi, peningapoki o. s. frv.), merki á sendingunni og hvers virði hún er, ef það er látið uppi. Jiað er og góð regla, að sá, sem böggulinn sendir, riti aptan átilvisunar- brjefið nafn sitt og heimili ásamt dagsetning, meðal annars til þess að hann eigi hægt með að helga sjer hann, ef á þarf að halda. J>að er tíðkanlegast að merkja póstböggla með upphafsstöfum í nafiii viðtakanda. Yarlegast er að hafa á þeim fulla utanáskript. Auk þess á jafnan að standa á bögglinum sjálfum fullum stöfum póststöðvar þær, er næstar eru heimili viðtakanda þangað í leið; og sje í bögglinum peningar, peningaígildi eða önnur fjemæt skjöl, og sagt er til þeirra, á þar ennfremur að standa hin til- greinda fjárupphæð. Merki og annað letur á bögglinum á að vera vel trútt. Lokuðum bögglum, sem vega meira en 2 pd., er eigi veitt viðtaka á brjefhirðingarstöðum til flutnings með pósti, nema peningar sjeu, þá 5 pdum mest, og nemi fje það ekki meiru en 300 kr., utan sá beiðist skriflega, erfjeð sendir, og ábyrgist sjálfur til næsta póstafgreiðslustaðar. Beri nauðsyn til að láta eitthvað verða eptir af pósti, eiga lokaðir bögglar að verða fyrir því, og þeir helzt er síðast er skilað til nutnings. Lokuðum bögglum er eigi skilað viðtakanda nema gegn kvittun hans í bók póstráðanda. 7. Fyrir innansveitarbqef og sendingar, þ. e. sendibrjef og aðrar póstsendingar, sem ekki eiga að fara lengra en í bijefhirð- ingarumdæmi þeirra póststöðva, er bijefið eða sendingin er látin á, er póstgjaldið helmingi minna en ella, hvort heldur eru lausabijef, þar á meðal ábyrgðarbrjef og krossbandssend-

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.