Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 10. JÚLf2004
Fréttir UV
Fangaðirá
Króknum
Lögreglan á Sauð-
árkróki segir Lands- /
mót UMFI ganga
nokkuð vel. „Fólk er
að streyma hérna til
okkar svona jafnt og þétt en
þó hefur umferðin ekki náð
neinu hámarki ennþá,"
sagði lögregluþjónn á Sauð-
árkróki í samtaíi við DV. Það
var rjómabh'ða á Króknum í
gær og fór hitinn upp í 24
gráður. Tveir gistu fanga-
geymslumar í gæmótt, báðir
fyrir ölvun og ólæti á tjald-
stæðinu. Lögreglan er með
einhvem aukaviðbtinað
vegna fjöldans en það er bú-
ist við allt að 18.000 manns
um helgina. Hasshundur er í
stuttu kallfæri íf á Króknum
en ekki hefur verið ákveðið
hvort hann fái að þefa eitt-
hvað um helgina.
Innbrotí
þrjá bústaði
Lögreglan á Selfossi
ramisakar nú innbrot í
þrjá sumarbústaðiíMið-
húsaskógi í Biskupstung-
um. Tilkynnt var seint £
fyrrakvöld um innbrotin
en þau em talin hafa ver-
ið framin á milli sunnu-
dags og fimmtudags. Að
sögn lögreglunnar lá ekki
ljóst fyrir hve miklu var
stolið síðdegis í gær en
eigendur bústaðanna
vom þá að kanna skað-
ann. Mikið hafði verið
rótað til í öllum bústöð-
unum.
Sænska mell-
an úrlandi
Móna, 46 ára sænsk
gleðikona, hefuryfirgefið
landið. Hún ákvað að koma
í sumarfn hingað til
íslands og taka
vinnuna með sér;
auglýsti þjónustu
sína á einkamál.is.
Móna ætlaði að fara
hringinn en sú
áætlun hefur farið
út um þúfur. Eftir
að nafn hennar og síma-
númer birtist í DV í gær hef-
ur síminn hjá henni ekki
stoppað. Vinkona hennar
segir um 300 manns hafa
hringt og forvitnast um
„þjónustu" Mónu sem er þó
væntanleg aftur til landsins
eftir um tvær vikur.
Slysvid
Esjurætur
Umferðarslys varð við
Mógilsá á Vesturlands-
vegi klukkan 18 í gær, rétt
við bflastæðið við
Esjurætur. Stórum sendi-
bfl var ekið framan á
fólksbfl, sem var að koma
úr gagnstæðri átt. Ein-
hver slys urðu á fólki, en
ekki er ljóst þegar blaðið
fór í prentun hversu al-
varleg.
Lögreglan var kölluð til og tók skýrslur af nemendum í Garðaskóla í Garðabæ
vegna níðvísu sm þeir ortu um einn kennara sinn. Skólahljómsveitin bætti um
betur, bjó til myndband með níðvísunni og setti á netið. Óhug sló á kennara sem
stóðu ráðalausir gagnvart þessari nýju tækni sem á þennan hátt var beitt gegn
kennurum skólans.
Nemendur ortu
níðvísu um kennare
Kennurum í Garðaskóla í Garðabæ stóð ekki á sama og var í raun
brugðið þegar þeir sáu að níðvísa um deildarstjóra í samfélags-
fræðum var komin á netið í flutningi hljómsveitar sem í eru
nemendur skólans. Var lögregla kölluð til og tók hún skýrslur af
nemendum og stöðvaði frekari flutning lagsins á netinu.
Kennarinn sem hér um ræðir
heitir Rebekka Cordova og er af öll-
um talin fær kennari. Hún mun hins
vegar vilja halda uppi aga eins og
góðra kennara er siður og hefur hún
því af ýmsum nemendum verið talin
helst til ströng. Mun það vera ástæð-
an fyrir því að hagmæltir nemendur
hennar tóku sig til og ortu mðvísuna
sem er í nokkrum dálkum og þykir
klámfengin á köflum.
f sjálfu sér vita kennarar eins og
aðrir að það er ekki nýlunda í sjálfu
sér að ortar séu níðvísur um kennara
af nemendum sem gaman hafa af
því að henda stökur á lofti. Hitt þyk-
ir alvarlegra þegar slfkt efni er kom-
ið á veraldarvefinn, öllum sýnilegt
og aðgengilegt á öllum tfmum sólar-
hrings. Því þótti ekki annað fært en
að kalla til lögreglu og sýna nem-
endum í eitt skipti fyrir öll að iðja
sem þessi yrði ekki liðin af yfirvöld-
um skólans.
Atburðir þessir urðu skömmu
fyrir skólalok í vor og settu blett á
annars gott skólaár. Ekki náðist í
Rebekku Cordova í gær né heldur
Ragnar Gíslason skólastjóra sem
lætur sér annt um orðstír skólans
eins og sjá má á pistli sem hann
sendi nemendum sínum fyrir
skemmstu. Þar segir meðal annars:
„Hvernig væri að nemendur
tækju sig saman um að gera skólann
enn notalegri með því að fá þá sem
ganga illa um til að breyta siðum
sínum? Hvað þarf til? Aðeins eitt: Að
hver um sig gangi frá umbúðum sín-
um og matarleifum í ruslafötu -
strjúki af borði og skilji snyrtilega við
það. Þetta er skólinn
ykkar - hvernig
frelsi fylgir ábyrgð. Ég hvet ykkur til
að hugsa um þessi orð mín. Við í
Garðaskóla erum ekki sóðar! Besta
kveðja. Ragnar Gíslason, skóla-
stjóri".
viljið þið að
hann líti út? -
Að lok-
um:
Öllu
Ragnar Gíslason skólastjóri
Vill halda uppi aga og þolir ekki
níðvísur um starfsfólk sitt.
Hárið síðara og hipparnir
Margra ára bið Svarthöfða er á
enda. Reynt hefur á þolinmæði
hans, en eftir að hann horfði á sýn-
inguna Hárið í Austurbæjarbíói
vaknaði von. Nú skal siglt inn í ann-
að hippatímabil.
Aðstæður nú eru ekki ólíkar þeim
jarðvegi sem hippatímabilið spratt
upp úr. Bandaríkin eru í umdeildu
stríði, neyslusamfélagið tröllríður
einstaklingunum og vaxandi óró-
leika gætir hjá ungmennum. Nú
þegar er stór hluti ungra manna á ís-
landi með jafnsítt hár og konur. Það
getur aðeins lengst með tímanum.
Svarthöfði þráir ffelsi. Hann þrá-
ir líka ást og frið. Hann þráir að eiga
Svarthöfði
samskipti við samborgara sína sem
einkennast af ást, ffiðsemd, samhug
og nálægð. Núna er raunveruleikinn
öðruvísi. Hver kannast ekki við
taugaveiklunina og dónaskapinn í
umferðinni, ofbeldis- og yfir-
gangstilburði ölvaðra íslendinga og
almennt tillitsleysi þeirra? Erum við
komin að þanmörkunum, brestur á
hippaþjóð innan skamms?
Þessu vill Svarthöfði halda fram.
Aldrei fyrr hafa jafnmörg börn fæðst
utan hjónabands, aldrei fyrr hefur
hin sódómíska hlið landsins verið
Hvernig hefur þú það
hefþaö yndislegt enda er ég I sumarfríi" segir Dóra Þórhallsdóttir, móttökustjóri.
er búin aö fara nokkrum nokkrum sinnum á Þingvelli þar sem ég bjó ll5árogá mín-
ar rætur. Svo er ég líka búin að fara um mitt héraö til 30 ára, Árnessýsluna.“
greinilegri. Upplausn hins aldna sið-
ferðis er yfirvofandi. Það þarf að
plægja akurinn til að rækta kom.
Fátt stendur í vegi fyrir kommúnu-
samfélagi sem byggt er upp sam-
kvæmt forskrift hugsjónar hins
besta mannlífs.
Ef Svarthöfði hefði ekki svona
mikinn yfirdrátt hjá bankanum
myndi hann sjálfur kasta af sér kufl-
inum og hjálminum og hætta að
vinna. Hann myndi gefa sig á vald
frelsisins og slæpast með vinum sín-
um Skakkhöfðu, Jónu og Haus. En
hann getur það ekki, þvi' eins og
flestir íslendingar þarf hann að
borga af raðgreiðslunum til að lenda
ekki í gjaldþroti og skuldafangelsi.
Ráðsettir félagar Svarthöfða segja
að hin bestu rök hm'gi til þess að
hippati'minn sé endanlega fyrir bí.
Þeir segja að einu hipparnir sem séu
mögulegir núna séu þeir sem áður
voru nefridir tölvunördar. Ungt fólk
sem nennir ekki í klippingu, situr
fyrir ffarnan sjónvarp eða tölvu og
upplifir ffelsi, gegnsýrt og út úr
heiminum.
Svarthöfði