Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Síða 9
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ2004 9
!-
Breiður
afbílum
Innflutningur bifreiða í
júnímánuði jókst um 20%
ffá sama mánuði fyrra árs.
Jafnframt hefur bifreiðainn-
flutningur aukist um 21%
fyrstu sex mánuði ársins
miðað við sama tíma fyrra
árs. Samkvæmt „Hálf fimm
fréttum" greiningardeildar
KB banka er bifreiðainn-
flutningur nú því um þessar
mundir sá mesti sést hefur í
nær tvö ár.
Skorturá
hlutabréfum
Að mati Greiningar fs-
landsbanka era nú
kjöraðstæður til að sækja
fé á lilutafjármarkað.
Mikið fé er í umferð og
fjármögnun hlutabréfa
gengur greiðlega fyrir sig.
Spum er eftir nýjum kost-
um á markaðinum en
nýtt félag hefur ekki bæst
í hópinn í Kauphöllhmi
síðan Medcare Flaga var
skráð síðasta haust. Þau
félög sem hafa sagst vera
að íhuga skráningu, svo
sem Atlanta, Tölvumynd-
ir og Norðurljós, virðast
hins vegar vera stutt
komin af stað í því ferli.
Reyna mun á eftirspum
markaðarins í lilutafjárút-
boði KB banka í byijun
ágúst sem verður stærsta
hlutafjárútboð hérlendis.
Fjárhæð útboðsins er 40
milljarðar kr.
Þórdís Hauksdóttir, talsmaður Falun Gong á íslandi telur að útsendarar kín-
verskra stjórnvalda hafi njósnað um sig hérlendis. Falun Gong mótmælti í gær
heimsókn varaforseta kínverska þingsins, Wangs Zhaogu.
Þórdís Hauksdóttir fór fyrir mótmælum fyrir utan Kínverska
sendiráðið í tilefni heimsóknar varaforseta kínverska þingsins,
Wangs Zhaoguo, í gær:
„Það mætti kalla þetta friðsam-
lega áskorun til yfirvalda í Kína í til-
efni gestkomunnar. Okkur þykir
sorglegt að í Kína fari fram ofsóknir
og pyntingar á saklausu fólki og vilj-
um nota þau tækifæri sem gefast til
að koma því á framfæri. Fram til árs-
ins 1999 beinlínis studdi kínverska
stjómin iðkun Falun gong. En árið
1999 komust stjórnvöld að því að
iðkendur voru orðnir 100 milljónir,
tvöfalt fleiri en meðlimir kommún-
istaflokksins. Þá gjörsamlega um-
póluðust þau og hófu að ofsækja
iðkendur."
Þórdís segir að hún hafi sterkan
grun um að njósnað hafi verið um
sig: „Á tímabili heyrði ég klikkhljóð í
símanum eins og verið væri að hlera
hann. Þetta var á þeim tíma þegar
Falun-fólkið kom til íslands til að
fara fram á afsökunarbeiðni fyrir að
hafa verið bannað að koma til lands-
ins og gisti í íbúðinni minni. Eins
hafa tölvupóstsendingar milli mín
og iðkenda víða um heim aldrei
komist á leiðar-
enda. Mér er
sagt að þetta sé
mjög algengt."
Dómur í
Þýskalandi
Þórdís segir
Falun Gong-
liða hafa kært
það að hafa
verið vísað af
hóteli í Þýska-
landi, rétt áður
en Jiang Zemin
heimsótti ísland, og fengið bætur og
opinbera afsökunnarbeiðni þar sem
dómarinn sagði að engar sannanir
hefðu nokkurn tímann verið fyrir
því að Falun Gong-iðkendur hafi
nokkurn tímann beitt ofbeldi eða
verið til trafala og því hafi ekki verið
rök fýrir brottvikningu þeirra.
„I yfirheyrslum í Þýskalandi kom
það fram að yfirvöld á Islandi, rétt
eins og þau þýsku, hefðu verið beitt
Þórdís Hauksdóttir
Segir útsendara kín-
verskra stjórnvalda hafa
njósnað um sig.
„Á tímabili heyrði ég klikkhljóð í símanum eins
og veríð værí að hlera hann."
Mjög friðsamlegt Falun
Gong iðkendur hengja
upp mótmælaborða.
þrýstingi af hálfu kínverskra stjórn-
valda sem er skrítið þar sem þau
sögðust hafa fengið listana sem not-
aðir voru ffá Interpol en ekki stjórn-
völdum í Kína. Þegar við höfðum
samband við Interpol sögðust þeir
ekki hafa komið nálægt neinum list-
um yfir Falun Gong-Uða.“
Aðspurð hvort Falun Gong ætlaði
að nota dóminn í Þýskalandi sem
fordæmi gagnvart íslenskum stjórn-
völdum sagði hún: „Nei, það er of
seint."
rapdpdv.is
\/ * „Ý' ö'