Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Síða 13
DV Helgarblað LAUGARDAGUR W.JÚLÍ2004 13 Ofbeldisfulli iðnaðarmaðurinn Hákon Eydal var dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengsl- um við hvarf hans Sri Rahmawati, fyrrverandi konu hans. Hákon er 45 ára gamall múrari sem hefur rekið gluggaþvotta- og hrein- gerningaþjónustu frá heimili sínu að Stórholti 19 í Reykjavík. Hann kynntist Sri í Indónesíu fyrir um sex árum og tók hana með sér heim. Þar með hófst sambúð sem endaði með skelfingu. Á þriðjudaginn í síðustu viku bar lögreglan skotvopn út úr húsi Há- konar. Tæknideildin var að störfúm í garðinum og inni í íbúðinni. Blóð- blettir sem fúndust urðu til þess að Hákon var hnepptur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Hákon kynntist Sri Rahmawati í Indónesíu og tók hana með sér til íslands. Hann er múrarameistari og hefúr rekið eigið fyrirtækið, Múrara- meistarann, um nokkurra ára skeið. Einn af samstarfsmönnum hans er Helgi Gunnlaugsson málarameist- ari, sem rekur fyrirtækið Acryl. Hvarf í Þýskalandi „Við hittumst í meistaraskólan- um í Þýskalandi. Þangað fara verka- menn að afla tengsla," sagði Helgi fyrr í vikunni en tók fram að sam- band hans við Hákon hefði ein- göngu verið viðskiptalegs eðlis. „Hann var lítið með okkur. Eitt, tvö, kvöld og svo hvarf hann." Lítið hefur verið skrifað um Há- kon Eydal í gegnum ú'ðina en þó birtist viðtal við hann á vormánuð- um í fyrra þegar hann var í ferðalagi ásamt félögum sínum í Brasilíu. Það viðtal gefur ákveðna innsýn í per- sónu Hákonar. Hann segist meðal annars hafa gert tilraun til að kaupa kókalauf í Brasih'u en úr þannig lauf- um er kókaín unnið. Kókaín og melludólgar „Það var búið að segja mér hvem- ig ætti að hantera þau og mig langaði að prófa. Ég reyndi alla staði sem mér datt í hug, spurði leigubflstjóra og melludólga en þeir hlógu bar að mér, þannig að ég fékk engin lauf." f viðtalinu kemur einnig fram það sem kannski mætti kalla mottó Hákonar. Hann hrósar fólkinu í Brasilíu og segir: „Ef þú ert kurteis þá er fólk kurteist á móti." Ættingjar Sri segja Hákon hafa verið allt annað en kurteisan. Þegar hann komst að þvi að konan hans Hákon Eydal Dæmduri tveggja vikna gæsluvarð- hald vegna hvarfs fyrr- verandi konu hans. „Efþú ert kurteis þá er fólk kurteist á móti." var ólétt árið 2002 hafi hann byrjað að beita hana ofbeldi. Barði hana ítrekað og hótaði lífláti. Ofbeldið ieiddi til þes að Sri flúði. Hótaði lífláti Ári síðar fékk Hákon á sig kæm fyrir ofbeldisbrot gegn Sri. Málið fór fýrir dómstóla en aðalvitnið hætti skyndilega við að bera vimi í mál- inu. Hákon var sýknaður og í einni af ferðum sínum á lögreglustöðina fékk hann sér byssuleyfi. Vinkonur Sri segja að Hákon hafi oft ógnað henni með byssunum sem lögregl- verið auglýst eftir henni. Margir spyrja sig hvort það séu eðlileg vinnubrögð þegar leitað er að týndri manneskju. Ingibjörg sagðist ekki vita hvað hefði gerst. Þær hafi farið í vikunni áður en hún hvarf í sumarbú- staðarferð til Hvítárbakka. Þar hafi stúlkurnar í Kvennasmiðjunni spjallað um lífið og tilveruna. „Við kenndum Sri meira að segja Kana,“ sagði Ingibjörg þegar hún rifjaði upp þessa síðustu ferð sem hún fékk notið vinskapar Sri. „Það var svo margt að gerast hjá henni. Hún var nýbúin að kynnast hollenskum strák sem er í Háskól- anum og þau virtust ánægð sam- an,“ sagði Ingibjörg og rifjar upp síðasta Eurovision-kvöld þar sem hún og Sri voru að skemmta sér á Café Viktor með Hollendingnum. „Mér skilst að Hákon hafi séð þau inn á staðnum en ég sá hann ekki sjálf." Blóðblettir á heimili Hákons Þær vinkonur komu úr sumar- bústaðnum síðasdiðinn fimmtu- dag og á laugardaginn fór Sri út á lífið. Eitt af því sem hún hafði talað um í sumarbústaðarferðinni var Hákon Eydal. Hún sagði fas hans hafa breyst. Síðustu mánuði hefði hann ofsótt hana. Hringt á nótt- unni og elt í sund. Nú væri hann skyndilega orðinn ljúfur sem lamb; eins og hann vildi fá hana aftur. „Hún sagði að börnin sín þyrftu föður," sagði Ingibjörg sem fékk símtal frá Sri seint á laugardags- nóttinni. „Við spjölluðum saman og ég held að þá hafi hún verið búin að ákveða að fara heim til Há- kons. Núna finnst mér að ef ég hefði kannski farið þá... Æi, maður getur ekki hugsað svona." Vitað er að Sri heimsótti fyrrum sambýlismann sinn á heimili hans á sunnudaginn. Eftir það eru afdrif hennar óljós. Lögreglan fann blóð- bletti heima hjá Hákoni F.ydal og í jeppabifreið hans. Hákon var færður í gæsluvarðhald út frá því. DV hafði samband við ættingja Sri í gær. Þeir höfðu ekkert heyrt frá Sri og biðu í ofvæni eftir upplýs- ingum frá lögreglunni. „Við söknum mömmu og viljum fá hana aftur," sögðu börn Sri sem bíða enn eftir fregnum af móður sinni. Aðstoð hjá Alþjóðahúsi Alþjóðahúsið er samastaður fólks af erlend- um uppruna á Islandi. Eitt af því sem þar er boðið upp á er lögfræðileg ráðgjöf. Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur hjá Alþjóðahús- inu, segir alla útlendinga sem eru í erfiðri stöðu geta leitað til þeirra. „Hér eru túlkar sern gera fólki kleyft að nálgast upplýsingar og tjá sig á eigin móðurmáli. Það skiptir miklu máli,“ segir Margrét. Mest er leitað til Alþjóðahússins vegna atvinnu- og dvalarleyfa. Hakon Eydal hnepptur i gæsluvarðhald Blóðblettir fundust á heimili hans. Blóðrannsókn í útlöndum Ilákon Eydal ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhalds-úrskurö- inum. Réttargæslumaður ITákonar segir að í þessu felist engin viðurkenning á sekt. Senda þurl'ti blóð sem fannst á heimili Hákonar Eydal í DNA- rannsókn erlendis. Niðurstöðu er að vænla í næstu viku. Lögreglan er enn í sömu sporum og þegar Hákon var handtekinn í síðustu viku. Iieimildir DV herma að þess sé beðið að I lá- kon opni sig um það sem gerðist örlaganóttina þegar Sri hvarf. an bar út úr íbúð hans í Stórholtinu. Hákon á einn son með fyrrver- andi eiginkonu sinni Ástu Hjördísi Georgsdóttur sem býr í Svíþjóð. Ásta vildi ekkert tjá sig um fyrrum eiginmann sinn. Sagði hræðilegt hvernig hann hefði verið gerður að sakamanni í þessu máli. Lögreglan vinnur út frá þeirri til- gátu að Sri hafi heimsótt Hákon á sunnudagsmorgun. Mágkona Sri, Nana Mardiana, staðfesti að hún hefði skilið við Sri klukkan hálf sex og þá hefði hún sagst ætla að hitta Hákon. Hvað gerðist eftir það er enn á huldu. Síðustu mánuði hefur Iiákon unnið við að steypa grunna við Smárarima, á gömlu Landssímalóð- inni til móts við Bónus. Bzzzzzz bzzzzz bzzzz bzzz bzz bz LÁTTU EKKISUDA IÞÉR! VAPONA FLUGNA- & GEITUNGAVÖRURNA Söluaðilar: OLÍS • ELUNGSEN • BYKO • HAGKAUP • FJARÐARKAUP • SAMKAUP • NETTO • 10-11 BÚÐIRNAR • HÚSASMIÐJAN • SHELL• ESSO • KB BORGARNESI • VALBERG ÓLFSFIRÐI • SÖLUSKÁLINN SKAGASTRÖND • VERSLUNIN KASSINN, ÓLAFSVÍK. Dreifing: OLÍS Sími: 515-110C simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.