Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Síða 14
74 LAUGARDAGUR 10.JÚLÍ2004 Helgarblaö DV fjoldamorð, þá héldu sumir Gyðing- ar furðu lengi áfram að hafa sam- vinnu við yfirvöld nasista. Að sumu leyti var þeim vorkunn. Þeir reyndu í lengstu lög að halda í þá trú að nasistarnir segðu satt og það væri ekki eintómur dauðinn sem biði á endastöð járnbrautanna og þeir töldu sér líka trú um að með því að þeir sjálfir hefðu umsjón með brottflutningnum færi hann að minnsta kosti skipulega fram og nasistar fengju ekki átyllu til fjöldamorða á leiðinni. Og sumir tóku náttúrlega þátt í þessum hild- arleik af þeirri einföldu ástæðu að með því vonuðust þeir til að gera sjálfa sig svo ómissandi í augum nasistanna að þeir og þeirra nánasta fjölskylda gæti lifað af, þótt öðrum bæri dauðinn búinn. Smákóngur yfir ömurlegasta ríki jarðar Ein ailra einkennilegasta frá- sögnin í kaflanum um samvinnu Gyðinga við nasista snýst um gettó- ið í Lodz í Póllandi og sérstaklega þátt yfirmannsins eða „öldungsins“ Ein furöulegasta sagan úr seinni heimsstyrjöldinni er um Chaim Rumkowski sem skipaöur var „öldungur“ Gyöingagettósins í Lodz af þýskum nasistum og haföi nána og vinsamlega samvinnu viö Þjóðverja, jafnvel þó þaö kostaöi aö hann yröi að neyða Gyðinga til að afhenda börn sín í gasklefana. Og meðan hungursneyð ríkti í gettóinu hélt hann sjálfur hirð eins og kóngur. Helför nasista gegn Gyðingum - og Sígaunum og fleiri hópum - í síð- ari heimsstyrjöldinni er eitt skelfi- legasta bindi samanlagðrar mann- kynssögunnar. Um það þarf ekki að íjölyrða. f því bindi eru margir kaflar svo erfiðir aflestrar að varla er fyrir nema hraustasta fólk að brjótast í gegnum þá en einn sá allra snúnasti er þó sá kafli sem fjallar um sam- vinnu Gyðinga sjálfra við nasistana. Því nasistar léku til dæmis þann leik, sérstaklega framan af, að fá leiðtoga Gyðinga til samvinnu við sig um „brottflutning" landa þeirra af til- teknum svæðum. Gyðingar sjálfir sáu iðulega um að útbúa lista með nöfnum kynbræðra sinna og -systra og önnuðust síðan margvíslega skipulagningu við að smala þeim saman og koma þeim í járnbrautar- lestir sem alltaf fóru troðfullar aust- ur á bóginn en sneru alltaf tómar til baka. Jafnvel löngu eftir að öllum mátti vera ljóst orðið að þessi „brott- flutningur" og allt tal um „nýtt land- nám" Gyðinga á nýjum svæðum í Úkraínu og Rússlandi væri ekki ann- að en skálkaskjól fyrir útrýmingu og sem þar „réði ríkjum" í um- boði nasista. Hann hét Mordechai Chaim Rumk- owski og taldi sig vera að vinna nauðsynlegt en að sönnu ógeðfellt starf í þágu | þjóðar sinnar með sam- vinnu sinni við nasistana. | . En um leið stóðst hann ekki þá freistingu að gera sjálfan í sig að eins konar smákóngi / yfir því ömurlegasta „ríki" * jarðarinnar sem gettóið í f « Lodz var. Og þegar sagan [ *tM um samvinnu hans við nasista er skoðuð rísa ótal siðferðilegar og jafnvel skelfilegar spurningar um ábyrgð manneskjunnar á með- bræðrum sínum, því ekki verður betur séð en samvinna hans og und- irgefni við nasista hafi gengið alltof langt. Það er sérlega bert af frægri ræðu sem Rumkowski hélt yfir Gyðingun- um í gettóinu í Lodz þar sem hann krafðist þess af „þegnum sfnum" að þeir afhentu nasistum börn sín en allir vissu að nasistar hugðust ein- faldlega drepa börnin. Chaim Rumkowski „Öldungurinn" í Lodz sem fór aö líta á sig sem kóng undir handarjaðri þýskra nasista. Hann héit„hjartnæmar‘‘ ræður þar sem hann hvatti Gyðingana i gettóinu til að fara að öllum vilja nasistanna. Gettóið í Lodz Gettó var gamalt orð sem gjarnan var notað yfir þau hverfi í borg- um Mið- og Austur- Evrópu þar sem Gyð- ingar voru sérlega fjöl- mennir. Þegar þýskir nasistar lögðu undir sig Pólland haustið 1939 ákváðu þeir að útvíkka hugtakið þannig að það þýddi ffamvegis í reynd fangelsi fyr- ir Gyðingana. Ákvörðun um að reisa slfkt gettó í borginni Lodz þar sem Gyðingar voru fjölmennir var tekin strax í desember 1939 en fram- kvæmdir hófust í febrúar 1940. Gyð- ingum um aUa Lodz-borg var Gefið mér börnin ykkar! Ræða Rumkowskis þegar hann heimtaði að börnin í gettóinu yrðu flutt burt „Þetta gettó hefur orðið fyrir þungu áfalli. Þeir fara fram á að við gefum það besta sem við eigum - börnin og gamal- mennin. Ég var ekki þess verður að eignast mín eigin börn og þvi eyddi ég bestu árum ævi minnar í börn. Ég hef lifað og andað með börnum. Ég hefði aldrei getað fmynd- að mér að ég myndi á endanum neyðast til að færa þessa fórn á altarið með mfnum eigin höndum. I ellinni verð ég að rétta út hendurnar og grátbiðja ykkur: Bræður og systurl Látið mig fá þaul Feður og mæður: Gefið mér börnin ykkarl" Hér tóku að kveða við neyðaróp skelf- ingu lostinna foreldra f hópi þeirra sem á hlýddu. En Rumkowski hélt áfram af fullum krafti. „Mig grunaði að eitthvað væri yfirvof- andi. Ég sá fyrir „eitthvað" og var sffellt á verði; stöðugt eins og varömaður að reyna að koma i veg fyrir það. En mér tókst það ekki þvi ég vissi ekki hvað ógnaði okkur. Þegar sjúklingarnir voru teknir af spítölun- um kom það mér gersamlega á óvart. Og ég get sýnt ykkur fram á það svo ekki fari milli mála. Meðal sjúklinganna voru mínir nánustu ástvinir og ég gat ekkert gert fyrir þá! Ég hélt að þá værl þessu lokið, þeir myndu láta okkur f friði - þeim friði sem ég þrái svo mjög og sem ég hef alltaf sóst eft- ir, þeim friði sem hefur verið mitt markmið. En örlögin höfðu, eins og sfðan kom í Ijós, búið okkur annað. Slík eru örlög Gyðinga; stöðugt meiri þjáningar og stöðugt verri þjáningar, sérstaklega þegar strfð geisar. Seinni partinn í gær þá gáfu þeir mér skipun um að senda meira en 20 þúsund Gyðinga út úr gettóinu, og ef ekki - „þá gerum við það!" Og þá reis spurningin: Börnin í Lodz Stóri bróðir gefur litlu systur að borða. „Eigum við að taka þetta að okkur sjálfir, gera þetta sjálf- ir, eða láta aðra um það?" Ja, við - það er að segja ég og mínir nánustu aðstoöar- menn - hugsuðum ekki fyrst: „Hversu margir munu farast?" heldur: „Hversu mörgum getum við bjarg- að?" Og vlð komumst að þeirri niðurstöðu, að hversu erfitt sem það verður okkur, þá ættum við að taka fram- kvæmdina i okkar eigin hendur. Ég verð að framkvæma þessa erfiðu og blóðugu aðgerð - ég verð að slita af liml til að bjarga líkamanum sjálfum. Ég verð að taka börnin þvf ef ég geri það ekki, þá verða kannskí ennþá fleiri teknir - megi Guð forða því. Ég hef enga huggun handa ykkur f dag. Ég vil heldur ekki reyna að róa ykkur. Ég verð að horfast í augu við alla ykkar angist og sársauka. Ég kem tii ykkar eins og bófi, til þess að taka frá ykkur það sem ykkur er allra næst hjarta! Ég hef reynt, með öllum mögulegum ráðum, að fá skipunina aftu>- kallaða. Ég reyndi - þegar það var ekki hægt - að fá þessa skipun mildaöa. Bara i gær, þá pantaði ég lista af nfu ára bömum - ég vildi að minnsta kosti geta bjargað þessum eina aldurshópi - niu til tíu ára börnum. En mér var ekki veitt sú tilslökun. Bara i einu atriði náði ég árangri, í því að bjarga tíu ára krökkunum og eldri. Látum það vera okkur huggun f okkar djúpu sorg. Það eru, í þessu gettói, margir sjúkling- ar sem geta ekki búist við að lifa nema nokkra daga í viðbót, kannski nokkrar vik- ur. Ég veit ekki hvort hug- myndin er djöfulleg eða ekki, en ég verð að nefna hana upphátt: „Látið mig hafa þá sjúku. (þeirra stað getum við bjargað þeim heilbrigðu." Ég veit hversu ástkærir hinir sjúku eru hverri fjöl- skyidu og sérstaklega hjá okkur Gyðingum. En hins veg- ar, þegar grimmilegar kröfur eru gerðar á hendur manni, þá verður maður að vega og meta; hverjum á og hverjum má og hverjum er hægt að bjarga? Og heilbrigð skynsemi segir okkur að bjarga verði þeim sem hægt er að bjarga og þeim sem eiga möguleika á að lifa af, ekki þeim sem hvort sem er eiga enga björgunarvon. Við lifum f gettóinu, gleymið þvf ekki. Við lifum við svo miktar takmarkanir að við eigum ekki einu sinni nóg fyrir þá heil- brigðu, hvað þá hina sjúku. Sérhvert okkar fæðir hina sjúku á kostnað okkar eigin heilsu: við gefum hinum sjúku brauð okk- ar. Við gefum þeim okkar litla skammt af sykri, okkar litla bita af brauði. Og hverjar eru afleiðingarnar? Það er ekki nóg til að koma hinum sjúku til heilsu og við sjálf verðum veik. Auðvitað eru slíkar fórnir hin- ar fegurstu og mjög göfugar. En það koma þeir tímar að maður verður að velja: fórna hinum sjúku.sem hafa ekki minnsta mögu- leika á að ná sér að nýju, og geta lika átt sinn þátt í að gera okkur hin veik, eða bjarga hinum heilbrigðu. Ég hafði ekki langan tíma til að velta þessu vandamáli fyrir mér; ég varð að leysa það þannig að hinir heilbrigðu yrðu ofan á. í þeim anda gaf ég læknunum tilheyrandi fyrirskipanir og þeir eiga að afhenda alla ólæknandi sjúklinga, svo hinum heil- brigðu, sem vilja og geta lifað, verði bjarg- að i þeirra stað. Ég skil ykkur, mæður: ég sé tár ykkar sannarlega. Ég finn líka þann sársauka sem þið finnið fyrir i hjartanu, þið feður sem verðið að fara til vinnu ykkar að morgni eftir að börnin ykkar hafa verið tekin frá ykkur, og það er ekki lengra síðan en í gær að þið voruð að leika við elsku iitlu angana ykkar. Allt þetta veit ég og skynja. Síðan klukkan fjögur í gær þegar ég frétti fyrst um þessa skipun, þá hef ég verið niður- brotinn maður. Ég þjáist vegna angistar ykkar og ég veit ekki hvernig ég á að lifa þetta af - hvar ég á að finna þann styrk sem gerir mér kleift að þola þetta. Ég verð að Ijóstra upp við ykkur leynd- armáti: þeir fóru fram á 24 þúsund fórnar- lömb, þrjú þúsund á dag í átta daga. Mér tókst að iækka þessa tölu niður í 20 þús- und en bara með því skilyrði að þetta verði börn undir tíu ára aldri. Börn tiu ára og eldri verða örugg! Fyrst börnin og gamal- mennin telja samanlagt aðeins 13 þúsund sálir, þá verður að fylla upp með sjúkling- um. Ég get varla talað. Ég er örmagna. Ég vil bara segja ykkur hvað ég er að fara fram á af ykkur: hjálpið mér við þessa fram- kvæmd! Ég skelf. Ég er hræddur um að aðr- ir geri þetta annars bara sjálfir, megi Guð forða því. Niðurbrotinn Gyðingur stendur frammi fyrir ykkur. Öfundið mig ekki. Þetta er sú erfiðasta skipun sem ég hef nokkurn tíma þurft að framfylgja. Ég rétti út til ykk- ar brotnar skjálfandi hendur mínar og grátbið ykkur: Leggið í þessar hendur mín- ar fórnarlömbin! Svo við getum komist hjá þvi að það verði fleiri fórnarlömb og að hundrað þúsund Gyðingar megi bjargast! Þvi þeir lofuðu mér þessu: ef við afhendum fórnarlömbin sjálfir, þá fáum við friðH!" Þegar hér var komið í ræðunni hafði háreysti færst í aukana meðal fólksins. For- eldrar veinuðu og fólk reyndi í ofboði að finna aðrar lausnir. Áberandi voru hróp á þessa leið: „Við látum ekki börnin fara ein ... við förum öll!" Rumkowski brást reiður við. „Þetta eru innantóm orð! Ég hef ekki þrek til að deila við ykkur! Ef stjórnvöldin kæmu núna, þá myndi ekkert ykkar hrópa! En ég skil hvað það er aö slíta lim af lík- amanum. I gær grátbað ég á hnjánum en það hafði engin áhrif. Or litlum þorpum þar sem búa sjö til átta þúsund Gyðingar komu ekki nema svona þúsund hringað. Svo hvort er betra? Hvað viljið þið? Að áttatíu til níutiu þúsund Gyðingar verði eftir,eða - sem Guði forði - að öllum fbúunum verði útrýmt? Þið megið dæma eins og ykkur sýnist: skylda mín er að varðveita þá Gyðinga sem eftir verða. Ég tala ekki til æsingamann- anna! Ég ákalla skynsemi ykkar og sam- visku. Ég hef gert og mun halda áfram að gera allt sem ég get til að koma í veg fyrir að armar þeirra birtist á götunum og blóði verði úthellt. Það var ekki hægt að fá skip- unina afturkallaða; það var bara hægt að milda hana. Maður verður að hafa hjarta glæpa- manns til að biðja ykkur um það sem ég er að biðja ykkur um. En setjið ykkur í mín spor, hugsið rökrétt og þið munuð komast að þeirri niðurstöðu að ég get ekki gert neitt annað. Hlutinn sem bjargast er miklu stærri en sá hluti sem verður að afhenda."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.