Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Síða 15
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ2004 15
En einhvern tíma mun hann hafa
látið svo um mælt að allt sitt starf
miðaði að því að afþeim rúmu 250
þúsundum sem troðið var í gettóið
i Lodz skyldu tíu þúsund fá að lifa
af. Svo þannig séð vissi hann vel
hvað hann var að gera. En þetta
ætlunarverk tókst honum reyndar
ekki. Aföllum íbúum gettósins í
Lodz lifðu aðeins 877 af.
smalað inn í tiltekið hverfi en aðrir
íbúar fluttir burt. Þeir fengu aðeins
að taka með sér brýnustu nauðsynj-
ar sem þeir gátu smalað saman á
skömmum tíma og í nýja hverfinu
urðu brátt gífurleg þrengsli enda
bjuggu að minnsta kosti þrjár til
fjórar manneskjur í hverju einasta
herbergi. Þann 1. maí var hverfinu
formlega lokað en þá höfðu verið
reistir múrar umhverfis það allt. Alis
bjuggu þá í gettóinu 230 þúsund
manns eða aðeins svolitlu minna en
öll íslenska þjóðin.
Chaim Rumkowski kemurtil
sögunnar
Þá þegar hafði Chaim Rumk-
owski verið yfirmaður Gyðingaráðs-
ins sem Þjóðverjar höfðu ákveðið að
skyldi fara með stjórn innan gettós-
ins. Ekki er vitað hvers vegna hann
varð fyrir valinu en hann hafði ekki
verið neinn sérstakur áhrifamaður í
samfélagi Gyðinganna iyrir stríðið.
Hann var kaupsýslumaður og smá-
iðnrekandi sem aldrei hafði náð að
koma almennilega undir sig fótun-
um og stundum rambað á barmi
gjaldþrots. En eftir að hann varð
„öldungur" gettósins í Lodz (eða
Litzmannstadt eins og Þjóðverjar
skírðu borgina upp á nýtt) þá virðist
hann hafa fyllst gífúrlegum þrótti og
tók þegar til við að skipuleggja lífið í
gettóinu eins og hann taldi best
verða á kosið. í raun bjó Rumkowski
til á skömmum tíma furöu skilvirka
eftirmynd af alvörustjórnkerfi sem
hefði kannski vel getað gengið ef
saga gettósins hefði orðið eins og
Rumkowski vonaðist eflaust til í
byrjun - það er að segja að það yrði
einfaldlega eins og dáh'tið fríríki inn-
an nasistaríkisins þar sem Gyðingar
yrðu íátnir í friði.
Til að byrja með var reyndar útiit
fyrir það. Frá því að Þjóðverjar lögðu
Lodz undir sig höfðu Gyðingar átt
þar slæma ævi og sætt stöðugum of-
sóknum og barsmíðum þýskra her-
manna og pólskra skoðanabræðra
þeirra. Fyrsta kastið var því mörgum
beinlínis létt þegar þær ofsóknir
voru fyrir bí og Gyðingamir gátu
verið „í friði“ innan múranna. Og
þeir létu þess vegna einu gilda þótt
Rumkowski færi furðu fljótt að sýna
einkenniiega einræðistiiburði, svo
sem með því að láta slá peninga
með sinni eigin mynd, koma sér upp
lögregluliði sem var ábyrgt gagnvart
honum einum og svo framvegis.
Matarskortur og hungurs-
neyð
Mjög aðkallandi vandamál í
gettóinu var að sjálfsögðu hvað íbú-
arnir áttu að borða. Nasistar bönn-
uðu alla matarflutninga til gettósins
nema undir sinni stjórn og kröfðust
hárra fjárhæða fyrir jafnvel hinar
brýnustu nauðsynjar. Gyðingarnir
sem hraktir höfðu verið í gettóið
urðu fljótt uppiskroppa með pen-
inga og hungursneyð blasti við. Þá
tók Rumkowski til sinna ráða. Hann
skipulagði rnikfa atvinnustarfsemi
innan gettósins og kom þar á fót
fjölmörgum verksmiðjum, sem
framieiddu ailt frá vefnaðarvörum
til vopna fyrir þýska herinn. Gegn
því að afhenda Þjóðverjum fram-
leiðsluvörur gettósins fengu
Rumkowski og menn hans mat sem
þeir sáu síðan um að útbýta til íbú-
anna. Fjölmargar sögur spunnust
þegar í stað um að Rumkowski mis-
beitti mjög valdi sínu við að útdeila
fæðunni meðal íbúanna í gettóinu
en þeir sem halda vilja uppi vörnum
fyrir hann bera í bætifláka fyrir hann
með því að segja að honum hafi þó
tekist að koma í veg fyrir alvarlega
hungursneyð. Og Rumkowski naut
lífsins, að því marki sem það var
hægt, í allnokkurn tíma. Meðan al-
mennir íbúar horuðust smátt og
smátt og tóku að gerast veikir fyrir
sjúkdómum á borð við taugaveiki,
þá vakti athygfi að Rumkowski sjáff-
ur fitnaði - sem og nánustu aðstoð-
armenn hans. En ef menn dirfðust
að mótmæla svaraði Rumkowski
með þrumuræðum um „svikara" og
var ekki yfir það hafinn að benda
Þjóðverjum á hina óæskilegu „and-
ófsmenn" sem samstundis voru
fluttir burt og sáust aldrei framar.
Sígaunarnir koma
f október 1940 reið áfall yfir
Lodz-gettóið. Þá tilkynntu Þjóðverj-
ar að þangað yrðu fluttir 20 þúsund
Gyðingar til viðbótar og auk þess
fimm þúsund Sígaunar en Sígaunar
sættu, ef eitthvað var, enn verri
meðferð á landsvæðum nasista en
Gyðingar. í ræðu sem Rumkowski
hélt af þessu tilfelli yfir íbúum
gettósins sagði hann að íbúarnir
hefðu verið neyddir til að taka við
Sígaununum.
„Þó hef ég útskýrt [fyrir Þjóðverj-
um] að við getum ekki búið innan
um þá. Sígaunar eru þannig fólk að
þeir geta tekið upp á hverju sem er.
Fyrst ræna þeir og rupla og síðan
kveikja þeir í og brátt skíðlogar allt,
þar á rneðal verksmiðjurnar ykkar
og hráefriið."
Sorglegt má það heita að slíkir
fordómar í garð ofsóttrar þjóðar geri
vart við sig af fulltrúa annarrar of-
sóttrar þjóðar. En Rumkowski fékk
altént ekki rönd við reist og Sígaun-
arnir komu til Lodz og var komið
fyrir í sérstökum húsum í gettóinu
þar sem Gyðingar vildu sem minnst
hafa saman við þá að sælda.
Flutningar í gasklefana hefjast
í desember, þegar aðstæður í
Lodz höfðu versnað enn meira eftir
að þangað var troðið þessum 25
þúsund íbúum til viðbótar, þá kom
önnur tilkynning. Nú átti brottflutn-
ingur að hefjast og þótt talað væri
um „landnám" í austri, þá duldist
engum að þeir sem fluttir yrðu brott
ættu dauðann vísan. Þetta var áfall
fyrir Rumkowski sem hafði senni-
lega ímyndað sér að Gyðingarnir í
Lodz yrðu látnir í friði, sér í lagi ef
þeim tækist að gera framleiðslu sína
nógu ómissandi fyrir hin þýsku yfir-
völd. En í reynd höfðu Þjóðverjar að-
eins hugsað sér að láta gettóið starfa
meðan þeir voru að ákveða hvernig
„lokalausn“ þeirra í „Gyðingavanda-
málinu" yrði útfærð. Og nú hafði
verið tekfri ákvörðun um að drepa
þá einfaldlega alla. Fyrstu útrýming-
arbúðimar tóku til starfa í Chelmno
skammt frá Lodz þann 8. desember
og þegar var farið að flytja Gyðinga
frá Lodz þangað þar sem þeim var
þjappað inn í gasklefana - sem í til-
felli Chelmno voru reyndar í þremur
risastórum flutningabilum.
„Ég vildi helst myrða þá!"
Til að byrja með var því haldið
fram að Gyðingarnir sem fluttir voru
brott væru á leið til vinnu eða land-
náms annars staðar. Og Rumkowski
ýtti undir þær staðhæfingar meðan
hann gat. Og hann talaði óhikað fyr-
ir brottflutningi lengst af og beitti
ýmsum meðulum í ræðum sem
hann hélt yfir „þegnunum". Þar á
meðal hótunum. í einni ræðu kvart-
aði hann yfir því að einhverjir væru
að breiða út gróusögur um hvað yrði
um þá sem fluttir voru burt og sagði:
„Eina ferðina enn eru þorparar að
breiða út sögusagnir ... ég vildi helst
myrða þá! Sögurnar sem nú ganga
eru 100% lygi ... Ekkert slæmt mun
koma fyrir fólk sem gengur til verks
af góðum hug.“ í annarri ræðu við-
urkenndi hann blygðunarlaust að
taka þátt í því með Þjóðverjum að
velja þá sem fluttir voru brott: „Ég
lét flytja burt ákveðin öfl hér í gettó-
inu sem voru eins og blæðandi pest-
arsár..." Og í enn annarri ræðu: „Ég
mun nema burt vandræðamennina
... „ og „Ég vildi með mestu ánægju
losa okkur við nokkur þúsund ein-
staklinga úr neðanjarðarhreyfing-
unni..." Og enn sagði hann: „Hættið
að braska með mat! Hættið undir-
róðri! Munið eftir því næst þegar far-
ið verður fram á fleiri til brottflutn-
ings! Ég mun setja öll sníkjudýr á
listann!"
Og í ræðu sem hann flutti í gettó-
inu í Varsjá, þangað sem honum var
leyft að fara til að reyna að fá lækna
þaðan til að koma til Lodz, sagði
hann meðal annars: „Einræði er ekki
ljótt orð. Með einræði öðlaðist ég
virðingu Þjóðverja fyrir vinnu
mína." og „Gettóið mitt er dáh'tið
konungsriki."
Ræðan um börnin
Allt árið 1941 og langt fram á
1942 vom þúsundir manna reglu-
lega fluttir burt frá Lodz. Allra fyrstir
vom reyndar Sígaunarnir. Allan tím-
ann krafðist Rumkowski algerrar
undirge&ii frá íbúum gettósins við
hverju því sem Þjóðverjar fóru fram
á. Hann hélt því reyndar stöðugt
fram að hann væri stöðugt að biðja
íbúunum griða og vissulega er margt
sem bendir til þess að honum hafi
iðulega tekist að fá þann fjölda sem
flytja skyldi brott minnkaðan nokk-
uð. En hins vegar urðu æ meira
hjáróma fullyrðingar hans um að
glæsilegt líf biði þeirra sem fluttir
væru burt og þegar kom fram í sept-
ember 1942 vissu allir sem vildu vita
að leið þeirra sem fluttir voru til
Chelmno lá beint í gasklefana, eða
gasbílana. Og þá kom skipun um að
flytja burt alla þá sem eftir vom og
ekki töldust vinnufærir - sjúklinga,
gamalt fólk, og börnin. Og Rumk-
owski hélt þann 4. september þá
ræðu sem hér er birt á opnunni og
þykir nöturlegasta heimildin sem til
er um hvemig fór fyrir þeim Gyðing-
um sem reyndu að hafa samvinnu
við þýsku nasistana.
Kóngurinn endaði í gasklef-
unum
Þrátt fyrir ægileg harmkvæli for-
eldranna sem Rumkowski bað um
börnin voru þau auðvitað flutt burt
og „lögreglusveitir" Rumkowskis
höfðu eftirlit með brottflutningn-
um. Eftir það hættu flutningarnir
reyndar að mestu í tvö ár, enda var
þá aðeins fullorðið verkafólk eftir í
Lodz og Þjóðverjar áttu í þvílíkum
vandræðum í stríðinu að þeir sáu
að þeir máttu ekki missa hið dýr-
mæta vinnuafl sem Rumkowski
bauð þeim upp á. Og Gyðingarnir í
Lodz héldu áfram að framleiða her-
gögn fyrir Þjóðverja langt fram á
árið 1944. Allan þann tíma færðust
konungastælar Rumkowskis
stöðugt í aukana og hann var jafn-
vel farinn að ganga með eins konar
kórónu á höfðinu. í hinu ömurlega
ríki sínu.
í júní 1944 hófust aftur flutningar
á þeim Gyðingum sem eftir voru í
Lodz í gasklefana, fyrst til Chelmno
en síðan til Auschwitz. Heinrich
Himmler yfirmaður SS hafði þá fyr-
irskipað að gettóinu skyldi eytt. í
ágúst voru síðustu Gyðingarnir flutt-
ir til Auschwitz og myrtir. í einni
allra síðustu ferðinni voru Chaim
Rumkowski og fjölskylda hans.
Raunsæismaður?
Framferði Rumkowskis meðan
hann „ríkti" í Lodz vekur fjölmargar
siðferðilegar spurningar. Hann hélt
því ævinlega fram statt og stöðugt
að honum væri nauðugur einn kost-
ur að hafa samvinnu við Þjóðverja ef
honum ætti að auðnast að bjarga að
minnsta kosti einhverjum íbúanna.
Svo þeir em til sem halda því fram
að hann hafi fyrst og fremst verið
raunsæismaður. Þótt hann hafi að
vísu gengið alltof langt. En einhvern
tíma mun hann hafa látið svo um
mælt að allt sitt starf miðaði að því
að af þeim rúmu 250 þúsundum
sem troðið var í gettóið í Lodz skyldu
tíu þúsund fá að lifa af. Svo þannig
séð vissi hann vel hvað hann var að
gera. En þetta ætlunarverk tókst
honum reyndar ekki. Af öllum íbú-
um gettósins í Lodz lifðu aðeins 877
af.
Þýsk gœða hönnun - Solo sófar
Ótrúlegt verð
XL STÓLL
VERÐ NU 47.800 KR.
TVÖ MISM. ÁKLÆÐI ■■ 4 UTIR
3JA SÆTA SÓFI
VERÐ AÐUR 827800 KR.
VERÐ NÚ 59.700 KR.
TVÖ MISM. ÁKLÆÐI - 4 UTIR
4JA SÆTA SÓFI
VERD ÁÐUR 89.900 KR.
VERÐ NÚ 64.800 KR.
TVÖ MISM. ÁKLÆÐI ■ 4 LTTIR
Visa og Euro
RaðgreiOslur
Verðdœmi
3ja + 2ja sæta sófar= 107.500 KR.
Bjóóum einnig upp á úrvai af
svefnsófum og hœgindastólum
Opnunartími:
Föstudagur: 14-19
Laugardagur: 11-16
Sunnudagur: 11-16