Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 10.JÚLÍ2004
Helgarblað DV
"W" ón Sæmundur Auðarson er án
i efa ein af helstu vonarstjörn-
I um íslenskxar myndlistar um
M þessar mundir. Frá því að Jón
mskrifaðist úr myndlistarskóla hef-
ur hann öðru hvoru komið með
einstaka verk sem oftar en ekki
hafa vakið gríðarlega athygli.
Skemmst er að minnast innsetn-
ingar hans á vetrarhátíðinni, „Ljós í
myrkri" árið 2002 þar sem hann
varpaði fossi á tjald sem hann hafði
strengt á Morgunblaðshúsið í Aðal-
stræti. Verkið er að margra áliti eitt
tilkomumesta útiverk sem sett hef-
ur verið upp í Reykjavik. Þar færði
Jón á mjög sannfærandi hátt kraft-
mikla náttúruna inn í hringiðu
miðborgarinnar. Myndlist Jóns Sæ-
mundar einkennist af sterkum, oft
einföldum, hugmyndum sem ailar
sameinast í hugmyndinnni um
dauðann.
Líf Jóns Sæmundar hefur verið
ævintýri líkast þar sem dagleg ná-
lægð hans við dauðann er sú upp-
spretta þangað sem hann sækir sér
vökva lífssins sem iist hans nærist á.
Jón Sæmundur hefur aldrei verið
eins sterkur í list sinni og nú. Við-
brögðin láta ekki á sér standa, áhug-
inn og orðstírinn hefur nú borist út
fyrir landsteinana. Það verður þann-
ig spennandi að fylgjast með ferli
Jóns Sæmundar sem á fullt erindi í
fremstu röð.
Það eru komin rúm tíu ár
síðan Jón Sæmundur Auðarson
greindist með HlV-veiruna.
Síðan þá hefur Jón látið
mikið til sín taka á sviði
myndlistarinnar og nú er svo
komið að hann er talinn ein
af vonarstjörnum okkar á því
sviði. Jón opnaði búðina
Dead þar sem hann selur föt
og aðra muni undir merkinu
Dead en það er á góðri leið
með að verða heitasta
tískuvörumerkið á landinu.
Og reyndar víðar því erlendar
poppstjörnur flykkjast í
búðina og kaupa af
eigandanum. Jón gefur ekki
mikið fyrir þetta enda lítur
hann á búðina og vörurnar
sem innsetningu. Allt er líka
í blóma í einkalífinu því Jón
og unnusta hans eignuðust
tvíbura ekki alls fyrir löngu
sem erfðu ekki erfiðan
sjúkdóm föður síns.
Lélegur í íþróttum - myndlist-
in kallaði
„Ég hef aJJtaf verið að fikta við
myndlist, pabbi var náttúrulega
listmálari, Björn Björnholt, hann1
er hálfur Dani en af prússneskum
aðalsættum í hina ættina. Hann
fluttist til Svíþjóðar rétt áður en ég
fæddist þannig að ég ólst upp föður-
laus hjá móður minni. Við bjuggum á
Brávallagötunni á svona hálfgerðu
ættaróðali,“ segir Jón Sæmundur
þegar við höfum komið okkur fyrir á
vinnustofu hans.
„Ég varð fyrst meðvitaður um
listáhugann þegar ég var sjö eða átta
ára. Þá er ég að þvælast uppi á háa-
lofti þegar ég flnn pensla, eiginlega
vinnu ___ _____
stofu föður míns
sem hann hafði skilið eftir þarna átta
árum áður. Ég fór að pæla helling í
myndlist og þegar ég var tíu ára tók ég
þátt í samkeppni um veggspjald fyrir
„Hungraðan heim“, ég tók gamalt
plakat frá þeim og gerði annað eins,
svona efúrmynd af plakatinu þeirra.
Flestum að óvörrnn vann ég keppn-
ina og í kjölfarið skráir mamma mig í
myndlistarskóla. Ég hafði alltaf teikn-
að mikið og var settur með eldri
krökkum sem meikuðu ekki smágutt-
ann og lögðu mig eiginlega í einelti
þannig að ég hætti og stundaði mína
myndlist heima með sjálfum mér.
Á unglingsárum þegar ég var
svona 13 ára þá veikist mamma og
var á spítala í langan tíma. Ég lenú á
hálfgerðum vergangi þangað til mér
var komið í fóstur hjá frænda mínum
í nokkra mánuði. Þetta voru mjög erf-
iðir tímar, ég var mikið einn og bar
þannig snemma ábyrgð á sjálfum
mér. Það var svo einhvern veginn ekki
til þess að bæta stöðuna að lenda í
mjög brútal einelú í skólanum, bæði
frá nemendum og kennurum. Ég var
ffekar lítill og lélegur í íþróttum, svo-
lítið seinþroska. Þetta varð úl þess að
ég ákvað að drífa mig til Bandaríkj-
anna til bróður míns sem var þar í
námi. Það gjörbreytti lífinu og sjálfs-
trausúð óx og ég kom tvíefldur aftur
heim eftir dvölina ytra,“ segir Jón.
Djammferð til LA - kom HIV-
smitaður til baka
„Ég fór fljóúega að vinna eftir að
ég kom heim og var í raun lítið að spá
í myndlist á þessum tíma, þangað til
að ég og félagi minn Börkur Hrafn
Víðisson sem nú er láúnn, ákváðum
að fara og ferðast um Evrópu. Við
enduðum svo í ísrael þar sem við
settumst að um tíma, sennilega
svona ár. Ég byrjaði aftur að teikna á
fullu á þessu ferðalagi, var með
skissubók og skissaði stöðugt. Þegar
ég kom heim var ég orðinn heltekinn
af myndlistarbakteríunni og fékk mér
vinnustofu og fór að mála á fullu og
hélt sýningu sem fékk þessa fínu
dóma, þótú bara nokkuð efnilegur,"
segir Jón Sæmundur þegar hann rifj-
ar upp ferðalagið í átt að toppnum,
þótt oft hafi blásið hart á móú.
„Ég hef alltaf haft þörf fyrir að
breyta til og kynnast einhverju nýju,
rannsaka heiminn, þannig kynnist
maður sínu eigin landi best og lærir
að meta uppsprettuna sem gefur
óendanlega möguleika til sköpunar
með innblæstri sínum. Ég fór til Los
Angeles árið 1992. Fór aðallega úl að
djamma og djúsa. Kynnast nýju um-
hverfi og skemmta mér. Þessi gjörn-
ingur hafði svo varanleg áhrif á tíf
mitt þar sem ég smitaðist af HIV-
veirunni meðan á dvölinni stóð þarna
úti. Ég vissi þó ekki að ég væri smitað-
ur fyrr en ári seinna þegar ég fór í tékk
héma heima.
Þetta gerist 1993 og á þeim tíma
var þetta ekkert annað en dauðadóm-
ur og mér var gerð grein fyrir því að ég
myndi lifa svona 3-4 ár. Það breyttist
náttúrlega allt við þetta og maður fór
að gera sér grein fyrir verðmæú lífsins
sem manni er gefið. Þrátt fyrir að fá
þessar hræðilegur fréttir vom þessir
tímar ekki alslæmir því ég eignaðist
yndislegt bam, hana Jútíonu Kristínu,
sem færði mér ljós inn í líf mitt að
nýju. Hún var getin áður en þessi
hræðilegi atburður kom upp og það
var þess vegna aldrei spurning um
það hvort hún væri smituð.
Maður verður náttúrlega að taka
ákvörðun þegar maður fær svona
fréttir og ég ákvað að snúa óttanum
við sjúkdóminn mér í hag og
^nýta óttann í listsköpun
. minni. Ég var alltaf
ákveðinn í því að lifa og
sigra dauðann sem ég
hef nú gert að listsköp-
un minni. Ég sótti um
'að komast inn í for-
námið í Mynd- og
Handíðarskóla íslands,
það tók tvær tilraunir
og komst ég svo inn í
fjöltæknideild sem ég
'sá strax að átú vel við
rmig. Ég vildi vinna með
. marga miðla og hef gert
það alla tíð síðan."
Listin og dauðinn
Efúr að Jón Sæmundur útskrifað-
ist úr Mynd- og Handíðaskólanum
fór hann strax í framhaldsnám í Glas-
gow í School of Art í Skoúandi. Hann
útskrifaðist með MFA (Master of fine
art) gráðu þaðan og var þá farinn að
vinna nánast alfarið með dauðann,