Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Page 33
DV Sport
LAUGARDAGUR 10.JÚLÍ2004 33 ■
hér heima. Heldur hann að þessi
skrif muni hafa áhrif á hvemig þeir
komi fram við
hann?
,Ég
vona ekki
en það er
aldrei að
vita. Ég
"nna að
þetta
Akureyringurinn Orri Freyr Óskarsson, sem leikur með
Grindavík í Landsbankadeildinni, gæti átt yfir höfði sér
refsingu frá Knattspyrnusambandi fslands eftir að upp komst
um svokallaða bloggsíðu sem hann hélt úti. Á síðunni lét Orri
móðan mása um menn og málefni og dró hvergi undan. Svo
grófur er Orri á köfium að mörgum finnst nóg um. Fljótlega
eftir að upp komst um málið strokaði Orri allt út af síðunni.
„Ég hreinlega veit það ekki. Það
er engin meining á bak við þetta.
Þetta er bara rugl,“ sagði Orri er
blaðamaður spurði hann að því
hvað hann hefði verið að spá.
„Ég hef aldrei á ævinni kvartað
yfir dómurum í íjölmiðlum og
þetta var bara á stað þar sem
enginn átti að sjá þetta," sagði Orri
en var hann ekkert að meina það
sem hann skrifaði? „Ég var ekkert
að meina þetta. Þetta var bara bull
sem maður skrifaði sér til
afþreyingar."
En hyggst Orri gera eitthvað til
þess að laga sinn hlut í málinu?
„Ég biðst bara afsökunar á
þessum skrifum. Ég sé að
sjálfsögðu eftir þessu. Þetta átti nú
ekkert að vera svona,“ sagði Orri en
hvernig átti þetta þá eiginlega að
vera? „Ég veit það ekki. Það var h'til
hugsun á bak við þetta. Maður
byrjaði bara á lyklaborðinu og hélt
áfram. Ég var reiður. Mér datt
ekki í hug að þetta kæmist út. Ef
svo væri hefði maður ekkert
verið að þessu."
Nú skrifar Orri
nokkuð harkalega um
dómara og fleiri sem
koma að boltanum
verði fljótt að jafna sig,“ sagði Orri
en sér hann eftir þessu?
„Já, maður gerir það að
sjálfsögðu. Þetta er alveg hroðalegt.
Eg veit ekkert hvað ég á að gera.
Maður reynir bara að gera eins h'tið
mál úr þessu og hægt er fyrst það er
búið að negla mann svona. En ég
vona að það verði engir eftirmálar
af þessu," sagði Orri Freyr
Óskarsson.
Ekki er víst að sú ósk Orra verði
uppfyllt því framkvæmdastjóra
Knattspyrnusambandsins, Geir
Þortsteinssyni, var ekki skemmt er
blaðamaður spurði hann út í
máhð.
„Ég er búinn að skoða þetta og
ég er ekki ánægður með þetta,“
sagði Geir en hann hefur vald til
þess að skjóta málinu til
aganefndar KSI og svo gæti farið að
hann geri það. „Ég mun velta þessu
fyrir mér,“ sagði Geir nokkuð
þungur. „Mér finnst sorglegt fyrir
þennan leikmann að slflct skuh
hafa komið ffá honum."
Jónas Þórhahsson, formaður
knattspyrnudeildar Grinda-
vflair, segir að búið sé að taka á
málinu hjá stjóm
Grindavíkur.
„Við töluðum við hann á
fimmtudagskvöldið þegar
þetta komst upp. Hann baðst
afsökunar á þessu og
strokaði aht út af síðunni
hjá sér. Þetta mál er afgreitt
hér innahúss hjá okkur,“
sagði Jónas Þórhahsson.
henry@dv.is
Orri um Þorvald Örlygsson
„Það sem er minnisstæðast úr
þessum leik er enginn annar en
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA-
manna. ÞVlLiKUR DRULLUHALI OG
AUMINGI. Hann grenjaði allan leikinn
og var með skítkast út í allt og alla í
staðinn fyrir að reyna að kenna
þessu liði hvernig eigi að spila
boltanum á mili sín þá vælir hann
allan tímann út í dómarann og
línuvörðinn. Skil ekki hvernig hann
kemst alltaf upp með þetta og á
endanum þegar hann var hreinlega
orðinn uppþornaður eftir allt vælið
þá rak dómarinn
Óðin út af fyrir nánast —
ekki neitt. Það ætti nú að senda
svona menn til Sierra Leone i
þrælahald í nokkra mánuði.
Þorvaldur hættu þessu djöfulsins
væli alltaf."
Orri um Zeljko Zankovic
„Renndi f Grindavík áðan þar sem
við tókum æfingu dauðans enn og
aftur og núna fengum við að spretta f
50 mfnútur og var ég alveg búinn
eftir það skiljanlega. Það mætti halda
að maður væri að undirbúa sig fyrir
landsmótið í frjálsum því maður
hefur ekki séð fótbolta f allan vetur
heldur bara endalaus hlaup og
styrktaræfingar að hætti júgganna...
Hann er bara ekki að fatta það að
það er alit of mikið álag á okkur að
æfa 9 sinnum í viku. Við erum ekki
atvinnumenn herra sankovic!!!...
Á hádegisæfingunni lét þjálfarinn
okkur spila fótbolta berfættir, þvílíkt
rugl. Allir að drepast f löppunum
enda boltarnir grjótharðir og svo var
Ifka skítakuldi en maður sagði ekki
neitt því maður er að reyna að fá smá
frf um helgina...
Það var
haldinn 70
mfnútna krfsufundur
f Grindavík f dag um gengi liðsins í
sumar en árangurinn er langt undir
væntingum bæði leikmanna og
stjórnarmanna. Við komum fram með
ýmsar tillögur sem Zelkó harðneitaði
að taka tillit til og held ég að rassinn
á honum sé að verða ansi heitur um
þessar mundir."
Orri um Jóhannes Valgeirsson
„Hver ól þennan hálfvita í heiminn.
Hann ætti að skammast sín. Það hefði
alveg mátt missa hann f gólfið þegar
hann var krakki...við erum brjálaðir
yfir þessum vitleysing. Hann hefur
sleikt mörg rassgöt til þess að fá
þetta uefa skfrteini þvf hann bara
kann hreinlega ekki að dæma. Hann
er sprunginn eftir 20 mínútur f
leikjum og svo dregur hann bara
lappirnar það sem eftir er. Ég held að
KSf ætti að fara að endurskoða þessi
dómaramál. Það er
ekki nóg að senda
þá í vikufyllerí til Spánar
og kalla þetta æfingarbúðir fyrir
tímabilið. Það þarf að opna þessa
umræðu."
Orri um æfingu hjá
C „Vará æfingu fdag ogsauð
llí l| lUdVIK þatallt upp úr. Óðinn tók eitt
af sfnum brjálæðisköstum og
reyndi að drepa einn júggaræfil en það mistókst hjá
honum. Var f staðinn sendur í sturtu."
Orri um Blönduós
„Þvfiíkt löggubæli þama á þessum
ógeðslega stað. Þetta er hraðahindrun sem
ætti að jafna við jörðu og ekki bætir úr skák
að Villi Vill er sýslumaður þarna. Hann
toppar þetta heilalausa bæjarfélag."
Vinningar í sumahappdrætti
Sjálfsbjargar 2004
Dregið var 30. júní 2004
Nissan Almera 5 dyra kr. 1.940.000
66253 70111
Ferðatölva Fujisu-Siemens lifebook E4010 v kr.
239.900
24569 45861 88554 94274 94399
Ferðavinningur (leiguflug) með Úrval-útsýn kr.
160.000
936 13404 18504 22262 33367 45463
51601 71777 84898 91075 1813 13511
19230 22452 37519 46127 51818 74379
85282 101418 9123 17282 20218 24414
40408 47583 63248 76329 88386 102413
9257 18017 22108 26216 41360 50797
69128 78466 89265 105588
Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni kr. 40.000
93 9494 18228 27398 38244 48801
57115 66863 75012 81643 88697 101217
95 9856 18289 30220 38446 48866
57864 67317 75187 82011 92175 101292
824 10657 18758 31348 38598 49059
58708 67583 77656 82012 92525 101363
1076 12664 18796 31412 40035 49296
58860 69238 77669 82638 92853 101408
1613 13134 18839 31504 41376 49564
59012 70325 78087 82648 93529 101594
2404 13727 18846 31725 41589 52104
59299 71256 78127 83295 94225 101889
3072 13831 19289 32211 42103 52118
61398 71349 78175 83573 95549 102241
3532 14317 23526 33208 44072 52504
61566 71560 78358 83821 95731 102787
3876 14722 23951 33532 45135 52692
62013 71677 78627 83841 96990 103542
3939 15233 24141 34614 45558 53269
62574 71808 78810 84122 97759 105038
4410 15591 24284 34812 45677 53657
62576 72003 78976 84562 97951 105433
4905 16143 24539 35431 46844 53940
63730 72210 79930 84695 97970 5776
16900 24755 37187 47746 54315 64280
72285 80208 84889 98781 5914 17132
25467 37246 48008 54851 65409 72447
80515 87540 100069 7627 17484 25837
37497 48207 55640 65444 73106 80631
87588 100089 8816 17753 25960 37520
48291 56466 66001 73409 81462 87599
100605 9148 18213 26263 37725 48660
56700 66293 74469 81566 88662 100995
Þökkum veittan stuðning.
Sjálfsbjörgr, landssamband fatíaðra, Hátúni 12,
105 Reykjavík s: 5 500 300