Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR I0. JÚLÍ2004
Fréttir DV
v Framarar léku sinn áttunda leik 1 röð án þess að vinna sigur í Landsbankadeild karla þegar þeir
heimsóttu Keflvíkinga í fyrrakvöld. Liðin skildu jöfn, 1-1, en þremur dögum áður vann Keflavík
bikarleik liðanna 1-0. Nýráðinn þjálfari, Ólafur H. Kristjánsson, á enn eftir að stjórna liðinu í leik en
hann er erlendis að klára þjálfaragráðu en er þegar farinn að breyta hlutunum í Safamýrinni.
Framarar að vinna
með nýia leikaðferð
Keflvíkingar og Framarar skfldu jafnir, 1-1, í Reykjanesbæ á
fimmtudagskvöld í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í tví-
skiptum leik. Fyrri hálfleikur var ágætlega spflaður af beggja
hálfu en sá síðari var hundleiðinlegur þar sem afskaplega fátt
bar tfl tíðinda. Undirritaður sá einnig leik liðanna í bikarkeppn-
inni í vikunni, þar sem Keflvíkingar sigruðu, og hreinlega lá á
bæn að þessi leikur yrði ekki endurtekning á þeirri hryflflegu
hörmung. Það gekk eftir í fyrri hálfleik en ekki í þeim síðari -
bæði liðin bættu sig samt sem áður mjög mikið.
Það var sótt á báða bóga í fyrri
hálfleik þótt heimamenn hefðu ver-
ið öllu meira með boltann og skapað
sér fleiri færi. Boltinn gekk ágætlega
manna á milli og Keflvíkingar voru
fljótari að uppskera. Mark Þórarins
gladdi augu manna og gaf auknar
vonir fyrir heimamenn.
Þeir voru líka Iíklegri að bæta við
* og það lá eiginlega keflvískt mark í
loftinu og það hefði farið langt með
að tryggja sigurinn. Þeim varð þó
ekki kápan úr klæðinu því Framarar
jöíhuðu mjög óvænt 17 mínútum
eftir mark Þórarins. Eftir langt inn-
kast Kristjáns Haukssonar skoraði
Jón Gunnar Gunnarsson með
lúmsku viðstöðulausu skoti sem
Ólafur Gottskálksson, markvörður
Bídastrákanna, átti litla sem enga
möguleika á að verja.
Því miður var allt annað uppi á
teningnum í síðari hálfleik - bæði lið
hættu að spila einhvern fótbolta af
viti - slappleikinn tók við af hress-
leikanum og það var engu líkara en
leikmenn beggja liða hefðu í sam-
einingu hlustað á slökunartónlist
eftir Friðrik Karlsson í leikhléinu.
Það eina sem gerðist fréttnæmt í
hálfleiknum var brottrekstur Ragn-
ars Árnasonar á 69. mínútu en þá
fékk hann að líta sitt annað gula
spjald.
Keflvíkingar hresstust ekkert við
brottreksturinn og sanngjarnt jafn-
tefli staðreynd.
Allt annað og miklu betra
Ingvar Þór Olason, fyrirliði Safa-
mýrarpilta, var nokkuð sáttur með
uppskeruna og hafði þetta að segja í
stuttu spjalli við DV Sport að leik
loknum:
„Þetta var allt annað og miklu
betra en í síðasta leik, baráttan
miklu meiri og bara allt annar brag-
ur á þessu hjá okkur. Við erum að
vinna með nýja leikaðferð og slíkt
tekur alltaf sinn tíma og ég er bara
mjög ánægður með hvað við vorum
að gera í þessum leik. Eftir að við
misstum Ragnar (Árnason) út af þá
bökkuðum við töluvert og þetta
áfall þjappaði okkur bara betur
saman og þetta var fínt stig. Andinn
í liðinu er fínn og menn líta á björtu
hliðarnar - við vorum dottnir tals-
vert mikið niður og það þurfti ein-
faldlega að gera einhverja breyt-
ingu og ég held að tímasetningin á
þjálfaraskiptunum hafi verið góð og
þessi leikur var, að ég held, góð
byrjun á nýju tímabili," sagði bar-
„Svo duttum við því
miður niður á það plan
í síðari hálfleik að fara
að kýla alltofmikið
fram og hætta að spila
okkar bolta og þá
gengur þetta ekkert
hjá okkur. Það hentar
okkur best að halda
boltanum niðri."
áttuhundurinn Ingvar Þór Ólason.
Markaskorari Keflvíkinga, Þórarinn
Brynjar Kristjánsson, oft nefndur
bjargvætturinn, var ekki ánægður
með leik sinna manna:
Hundfúll
„Ég er alveg hundfúll efdr þenn-
an leik - við áttum að vinna þennan
leik og ég tel okkur hafa verið miklu
betri, aUavega í fyrri hálfleik. Svo
duttum við því miður niður á það
plan í síðari hálfleUc að fara að kýla
alltof mikið fram og hætta að spUa
okkar bolta og þá gengur þetta ekk-
ert hjá okkur. Það hentar okkur best
að halda boltanum niðri og spUa
honum hratt út á vængina og gefa
fyrirgjafir í lappirnar á framherjun-
um. Þannig vorum við að spUa £
byrjun móts og þá gekk okkur vel og
ég hreinlega veit ekki af hverju okk-
ur hefur ekki tekist að halda því
áfram. Það er aUavega eitthvað að
hjá okkur og við verðum að fara að
gíra okkur niður og láta boltann
ganga betur. Ég hef fuUa trú á að við
getum leyst úr okkar vanda en það
þarf að fara að gerast fljótt," sagði
Þórarinn Brynjar Kristjánsson í sam-
taU við DV Sport í leikslok.
KEFLAVÍK-FRAM 1-1
9. umferð - Keflavíkurvöllur - 8. júll
Dómari: Jóhannes Valgeirsson (4).
Ahorfandur: 646 Gæði leiks: 3.
Gul spjöld: Keflavík: Magnús (60.),
Þórarinn (66.), Ólafur (var (74.) - Fram:
Andri Fannar(27.), Eggert (31.),
Ragnar (34. og 69.), Gunnar (90.).
Rauð spjöld: Ragnar (69., fyrir 2 gul).
Mörk
1 -0 Þórarinn Kristjánsson 22.
skotúrteig Magnús
1-1 Jón GunnarGunnarsson 39.
skot úr teig Kristján innkast
Leikmenn Keflavíkur:
Ólafur Gottskálksson 3
Guðjón Antoníusson 3
Haraldur Guðmundsson 3
Ólafur (var Jónsson 4
Stefán Gíslason 3
Hólmar Örn Rúnarsson 2
Jónas Guðni Sævarsson 4
Zoran Daníel Ljubicic 3
Guðmundur Steinarsson 2
(63., Hörður Sveinsson 2)
Magnús Þorsteinsson 2
(63., Scott Ramsey 2)
Þórarinn Kristjánsson 4
Leikmenn Fram:
Gunnar Sigurðsson 4
Andrés Jónsson 3
Eggert Stefánsson 3
Kristján Hauksson 3
Ragnar Árnason 4
Fróði Benjaminsen 3
Ingvar Þór Ólason 4
Jón Gunnar Gunnarsson 4
(52., Baldur Þór Bjarnason 3)
Ómar Hákonarson 3
Andri Fannar Ottósson 2
(71., Daði Guðmundsson 2)
Rikharður Daðason 4
Tölfræðin:
Skot (á mark): 19-10 (5-4)
Varin skot: Ólafur 3 - Gunnar 4.
Horn: 7-4 Rangstöðun 6-5
Aukaspyrnur fengnar: 16-21.
BESTUR Á VELLINUM:
Jónas Guðni Sævarsson, Keflavík
Fallegt mark Þórarinn Kristjánsson skoraði
fallegt mark fyrir Keflavik gegn Fram en það
dugði þó ekki til sigurs. DV-mynd E. Ól.
sms@dv.is
Otto Rehhagel ætlar að stjórna Evrópumeisturum Grikkja í undankeppni HM 2006
Otto vill ekki enda í hjólastól við hliðarlínuna
Otto Rehhagel hefur ákveðið
að halda áfram að þjálfa gríska
landsliðið og efna þar með
samning sinn við liðið sem var
til loka heimsmeistarakeppn-
innar 2006. Otto gerði eins og
kunnugt er Grikki að
Evrópumeisturum á
dögunum.
„Otto Rehhagel mun
efria samning sinn við
okkur," sagði Vassilis
Gagatsis, formaður
gríska
knattspymusambandsins í gær. „Það
kemur ekld annað tii greina. Við
buðum honum reyndar að
framlengja samninginn til 2008 en
hann vildi það ekki þar sem hann vill
ekki enda í hjólastól við
hliðarlínuna,“ bætd Gagatsis við í
léttum tón en Rehhagel er orðinn 65
ára og verður því 67 ára þegar
samningur hans rennur út eftir
heimsmeistarakeppnina 2006.
Rehhagel framlengdi samning
sinn við gríska sambandið skömmu
fyrir Evrópumótíð sögulega í
Portúgal þar sem Grikkir gerðu það
sem enginn taldi mögulegt og unnu
sitt fyrsta stórmót.
Rehhagel er orðinn guð í
Grikklandi og hefur meðal annars
verið boðið að gerast grískur
ríkisborgari. „Hann er einn af okkur.
Hann trúði á gríska knattspymu og
gaf liðinu vængi til að ná þessum
frábæra árangri. Allir Grikkir þakka
honum fyrir það sem hann gerði.
Hann las andstæðingana betur en
flestír og náði því allra besta út úr
landsliðinu okkar,“ sagði Gagatsis við
sama tækifæri.
Otto er nú í fríi í heimalandi sínu
Þýskalandi þar sem pressan er mikU á
knattspyrnusambandinu að finna
nýjan þjálfara fyrir landsliðið. Rudi
Völler sagði af sér eftir að liðið sat
eftir í riðlakeppni Evrópumótsins en
næst á dagkrá er heimsmeistara-
keppnin í Þýskalandi sem fram fer
þar eftir tvö ár. Þýska sambandið
hefur gefið það út að Otto Rehhagel
sé einn af þjálfurunum sem koma til
greina í starfið.
Það er ljóst að það er örugglega
freistandi fýrir hann að taka við þýska
liðinu á þessarri stundu enda erfitt að
sjá hann ná meira út úr gríska liðinu
sem er í riðli með Tyrklandi,
Danmörku, Úkraínu, Georgíu,
Albam'u og Kazakhstan í
undankeppni HM 2006. Enginn
draumariðill þar á ferðinni.