Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Side 37
ÖV Fréttir LAUGARDAGUR 10.JÚLÍ2004 37 -• Nýliðar Víkinga hafa unnið þrjá leiki í röð í Landsbankadeild karla. Varnar- maðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðsson tryggði þeim 1-0 sigur á Grindavík með sínu þriðja marki í síðustu íjórum leikjum. Þrjú mörk í fjórum leikjum Varnar- maðurinn Grétar Sigurðsson hefurskorað þrjú mörk fyrir Vikinga i siðustu fjórum ieikjum I Landsbankadeiidinni. Hér á myndinni fagnar hann sigurmarki sínu i Grindavlk. DV-mynd Valli Víkingar upp úr lall- ssetinu í íyrsta sinn Víkingar eru á mikilli siglingu þessa dagana og á fimmtudags- kvöldið unnu þeir sinn þriðja leik í röð, nú á sannfærandi hátt gegn Grindvíkingum, 1-0, í Víkinni. Með sigrinum komust þeir upp fyrir Grindavíkurliðið í stigatöflunn og nýliðarnir úr Fossvoginum eru því ekki í fallsæti í fyrsta sinn í sumar. Leikurinn var lengst af tilþrifalít- ill og hvorugt liðið sýndi merkilega hluti fram á við. Víkingar geta borið höfuðið hátt eftir leikinn sérstaklega í ljósi þess að hafa leikið manni færri síðasta hálftímann eftir að Sölva Geir Ottesen var vísað af leikvelli. Frammistaða Grindvíkinga hlýt- ur að valda þeim sjálfum verulegum vonbrigðum en liðið var með ein- dæmum baráttulaust og hug- myndasnautt. Vfldngar vom alltaf lfldegri í fýrri hálfleik, þeir vom meira með boltann en eins og stundum áður í sumar var lítið bit í sókninni og kantarnir voru ekki að nýtast sem skyldi. Það gerðist nákvæmlega ekkert í sókninni hjá Grindvúdngum öðru- vísi en að Grétar Hjartarson fengi boltann en hann var í strangri gæslu lflct og félagi hans, Sinisa Kekic, sem fann sig ekki í baráttunni á miðj- unni. Það benti fátt til þess að mark kæmi í fyrri hálfleik en Vfldngar em jafnan hættulegir í föstum leikatrið- um og eina mark leiksins kom á 39. mínútu þegar Grétar Sigurðsson skallaði knöttinn í mark Grindvík- inga. Momir Mileta kom inn í lið Grindvfldnga í hálfleik og Kekic var færður í sína hefðbundnu stöðu í framlínunni. Það hafði jákvæð áhrif á liðið fyrst um sinn en fljótlega fjar- aði leikur liðsins út og tókst Grind- vfldngum í raun aldrei að ná upp al- mennilegri pressu að marki Vfldnga, ekki einu sinni eftir að Vfldngar misstu Sölva af velli með annað gult spjald á 63. mínútu. Víkingar voru nær því að bæta við öðm marki og ekkert reyndi á Martin Trancik í marki Víkinga þar til í blálokin þegar hann varði ömgg- lega skot Grétars Hjartarsonar úr aukaspyrnu. Vflcingar léku þennan leik af skynsemi og það var ekki að sjá óðagot í þeirra leik eins og stund- um hefur verið í sumar. Menn sýndu mikið öryggi í öllum aðgerðum á eigin vallarhelmingi og ef Vfldngar halda því áfram eiga þeir góða möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Grétar Sigurðsson var í lykilhlutverki, var ekki áberandi í fyrri hálfleik en skoraði fallegt mark og stjórnaði varnarleik sinna manna af stakri prýði í seinni hálfleik. Vilhjálmur Vilhjálmsson var arki- tektinn að flestum sókna Vflcinga og Haukur Úlfarsson var mjög dugleg- ur. Grindvfldngar þurfa að hugsa sinn gang eftir þennan leik og fleiri leiki að undanförnu þar sem þeir hafa ekki verið sannfærandi. Það vantar hugmyndarflcari menn á miðjuna og vörnin er óörugg. Paul McShane var besti maður Grindvflc- inga að þessu sinni en flestir aðrir vom nokkuð frá sínu besta. „Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem við tökum þetta bara á bar- Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu í fullum gangi. Lukkulegar lokamínútur fyrir Brassa Heimsmeistarar Brasilíu- manna tryggðu sér 1-0 sigur á Chile á lokamínútunni í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríku- keppni landsliða. Heppnin var með liði Brasilíu sem er með hálfgert varalið í keppninni. Luis Fabiano skoraði sigurmarkið fyrir Brasilíu á síðustu sekúndunni með skalla efdr hornspyrnu á 90. mínútu. Fyrr í leiknum höfði Chilebúar misnotað vítaspyrnu sem þurfti að tvítaka. Fyrst skoraði Sebastian Gonzalez en félagar hans voru of fljótir inn í teiginn og því þurfti hann að endurtaka spyrnuna. Sú spyrna fór yfir markið og Brassar sluppu með skrekkinn einu sinni sem oftar í þessum fyrsta leik sínum. í hinum leik dagsins var það vítaspyrna á lokamínútum sem réði úrslitum en úr henni skoraði Julio dos Santos sigurmark Paragvæ í 1-0 sigri á Kosta Rflca sem átti lflct og Chile gegn Brasilíu engu minna í leiknum. Það var meiri stfll yfir nágrönnum þeirra í Argentínu sem unnu lið Ekvador, 6-1, í sínum fyrsta leik í fyrrakvöld. Xavier Saviola, leikmaður Barcelona á Spáni, áttunni. Það er frábær stemning í liðinu. Það skipti engu máli þótt við lékum manni færri, við þjöppuðum okkur saman. Við erum baráttulið og tökum bara á því. Við erum með þrjá mjög stóra menn í liðinu sem er mjög gott að finna og hitta á. Stund- um tekst það og stundum ekki,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, einn besti maður Víkinga í leikslok. hrm „Þetta varþríðji leik- urínn i röð þar sem við tökum þetta bara á baráttunni. Það skipti engu máli þótt við lékum manni færri." VÍKINGUR-GRINDAVIK 1- 9. umferö - Vlkingsvöllur - 8. Júlf Dómari: Gísli Hlynur Jóhannsson (3). Áhorfendur: 6S6 Gæði leiks: 2. Gul spjöld: Víkingur: Sölvi (45. og 63.), Kári (78.), Palmer (90.), Andri (90.) - Grindavik: Óli Stefán (37.). Rauð spjöld: Sölvi (63., fyrir 2 gul). Mörk 1 -0 Grétar Sígurðsson 37. skalli úr markteig Vilhjálmur Leikmenn Víkings: MartinTranclk 4 Höskuldur Eiríksson 2 (34., Andri Tómas Gunnarsson 2) Grétar Sigurðsson 5 Sölvi Geir Ottesen 3 Steinþór Gíslason 4 Viktor Bjarki Arnarson 1 (65., Richard Keogh 3) Kári Árnason 3 (82., Bjarni Hall -) VilhjálmurVilhjálmsson 4 Haukur Armin Úlfarsson 4 Daníel Hjaltason 2 Jermaine Palmer 3 Leikmenn Grindavíkur: Albert Sævarsson 2 Ray Anthony Jónsson 2 Óðinn Árnason 2 Óli Stefán Flóventsson 1 Eyþór Atli Einarsson 2 Gestur Gylfason 1 (61., Orri Freyr Óskarsson 1) Paul McShane 4 Guðmundur Andri Bjarnason 2 (74., Óskar Örn Hauksson 3) SinisaValdimarKekic 2 Grétar Hjartarson 3 Alfreð Jóhannsson 2 (45., Momir Mileta 2) Tölfræðin: Skot (ámark): 10-10 (8-3) Varin *kot:Trancík 3 - Albert 5. Horn: 3-2 Rangstöður: 6-5 Aukaspyrnurfengnar: 16-27. BESTUR Á VELLINUM: Grétar Sigurðsson, Víkingi Komið og prufið ál-kanóana hjá okkur upp við Hafravatn um helgina skoraði þrennu í leiknum. Suður-Ameríkukeppnin hefur farið vel af stað og þótt leikimir séu spilaðir seint á okkar tíma em beinu útsendingamar á Sýn hin besta skemmtun. Önnur umferð í riðlunum þremur verður í beinni um helgina, Argentínumenn spila við Mexíkóa í kvöld og Brasilíumenn taka á móti liði Kosta Rflca annað kvöld. í átta liða úrslitum spila tvö efstu liðin í hverjum riðli og svo þau tvö lið sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Alls taka 12 þjóðir þátt í keppninni að þessu sinni en Suður- Ameríkukeppnin fer nú fram í 41. sinn. Hún fór fyrst fram 1916. laugardag 11-14 og sunnudag 12-16 Sýningartilboð á kanóum sími: 893-5777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.