Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Side 48
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5505000 • Kaffi Austurstræti hefur skipt um eigend- ur. Kráin hefur lengi verið þekkt sem athvarf þeirra sem drekka mest og lengst og í raun ver- ið arftaki Keisarans sál- uga við Hlemm. Eigendaskiptin munu hafa farið fram í kyrrþey og fyrir reksturinn greitt með einni milljón í peningum og íbúð á Seífossi... • Greindum frá því hér fyrir nokkmm dögum að 16 körfu- boltum í eigu KR hefði verið stolið úr bíl Inga Þórs Steinþórs- sonar landsliðsþjálfara í körfu- bolta. Ingi Þórhafði af þessu áhyggjur enda sá hann fram á ^ að bera tjónið sjálfur og punga út hátt í 200 þúsund krónum. Eftir að fréttin birtist hafði bens- ínstöðin Orkan samband við Inga Þór og tilkynnti honum að fyrirtækið hefði ákveðið að Tvöfalt sex! kaupa 16 körfubolta og bæta honum þannig skaðann. Landsliðþjálf- arinn er í sjöund himni og veit nú hvar hann kaupir bensín í framtíð- inni... • Heldur fór illa í GuðnaÁgústsson landbúnaðarráðherra að fá ekki að flytja opnunarræðuna á Landsmóti hestamanna á Hellu á dögunum. Óskýrð óánægja einhverra hrossa- bænda í kjördæmi Guðna mun hafa valdið því að Þorgerður Katrín Ígjp Gunnarsdóttir mennta- Bt’ málaráðherra var feng- ^ in til að flytja ræðuna þótt hún sé aðeins ráð- - : ; herra íþróttamála en Guðni sem kunnugt er ■1 ráðherra hrossa. Fyrir bragðið hefur Guðni sett öll mál hrossabænda í frysti í ráðuneyti sínu, skipar ekki í stjórnir og nefhd- ir og útflutningur á hrossum gengur ekki eins greiðlega og áður. Menn ættu ekki að styggja húsbónda sinn... Tíminn líður Bryndís 66 m í gær Bryndís Schram varð 66 ára f gær. f tilefni dagsins bauð Jón Baldvin ást h'fs síns út að borða á fínan restaur- ant í Helsinki. Á meðan gætti starfs- fólkið sendiráðsins og ritarar þeirra hjóna voru á einu máli: „Hver myndi trúa því að Bryndís væri orðin 66?“ Tónninn gaf til kynna að Bryndís ætti hlýjan stað í hjörtum þeirra. „Bryndís er stór kona f margvíslegri merkingu," segir Ingibjörg Sólrún og sendir afmæliskveðjur til Finnlands. „Hún er með stórt hjarta, stórt skap og í henni er ekki til smásálarháttur eða smáborgaraskapur. Þess vegna er hún stór." Helgi Hjörvar man ! líka tímana tvenna, í eigin lífi og Bryndísar: „Ég var húsgangur eitt Á baldnu með Eiríki Jónssyni sumar hjá henni vestur á ísafirði þar sem ég lék fótbolta við Glúm son hennar. Bryndís var elskuleg, opin og einlæg og er enn.“ Þrátt fyrir elsku sína og einlægni hefur Bryndís ekki farið varhluta af þeirri grimmd sem fylgt getur pólitík- inni. Þótt hún hafi aðeins staðið á hliðarlínunni mestan partinn. And- stæðingamir geta þó ekki annað en dáðst að henni líka. Eða eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson orðar það: „Geislandi falleg og lífsglöð, handsmá og hýreyg og heitir Bryndís." Baltasar Kormákur tekur undir með öðrum þegar hann lýsir Bryn- dísi Schram sem yndislegri mann- eskju og glæsilegri í alla staði. Og hann veit sem er að eitt sinn var Bryndís leikkona: „Hún gæti enn komið til greina í öll hlutverk hjá mér.“ Og eldri kynslóðin hefur engu gleymt: „Þegar ég heyri á Bryn- dísi minnst dettur mér aldrei annað í hug en fegurðardrottning," segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hann var í Tívolí þegar Bryn- dís var valin fegursta kona á íslandi. Tíminn h'ður en sumt breytist aldrei. r*r Organized promotions kynnir MIÐASAiAN HEFST KL 9 001ÐAGIOLLUM VERSLUNUM SKIFUNNAR BT AKUREYRIOG BT EGILSSTOÐUM xxx Rottweiier Geno Sydal DJ Rampage teat. O.N.E WQlnU FOOTWEAR RtjK^y »“895

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.