Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Qupperneq 29
CAVOUR og GARIBALDI.
Eptir Hannes Hafstein.
fessir tveir þjóBskörungar Ítalíu hafa mest allra manna
unnib a& því, a& endurfæ&a land sitt. A&ur en þeir unnu
Hfstarf sitt, varítalfa ekki fö&urlandltala. þetta fagra og forn-
knnna land, sem haf&i veri& vagga þeirrar þjóðar, er stjórn-
a&i heiminum, og sem haföi »ali& svo margan hauk og
örnu«, haf&i snemma or&i& bráö útlendra ránsmanna og
gripdeildaseggja, sem lög&u hver sinn hluta undir sig, og
kúgu&u hver sinn partinn. Haf&i því smám saman þjó&ar-
lífinu hnignað og einingartilfinningin horfið, ekki sfzt þar e&
Ítalía var öllum löndum fremur í járngreipum svartasta
prestaveldis, sem ætí& hefur haft þau áhrif, a& hindra allar
frjálsar hugsanir og binda alþý&una í poka vanþekkingar,
brekleysis og ni&urlægingar, svo a& hún skilur ekki hvað
am fer, og lætur kúga sig me& kristilegri þolinmæ&i. En
.jjó&akúgarinn mikli, Napoleon fyrsti, var& þar, eins og svo
víða annarsta&ar, óvart til a& vekja þa& sem hann vildi
drepa, þjó&ernistilfinninguna. Herir hans brutust yfir
landiö, og hann mynda&i þar »konungsríki& Italíu« sem
reyndar var að eins eitt útlendingsríkiö frá, en menn
hans breiddu ósjálfrátt út í þjó&ina frelsishugmyndir hinna
frönsku spekinga, þær hugmyndir, sem höf&u or&ið til a&
vekja byltinguna miklu, og sem eru mæ&ur alls frelsis nú
á dögum. þótt ríki Frakka væri útlent, sáu ítalir þar fyrir
sjer betri stjórn, enn þeir áttu a& venjast, og löngunin um
innlenda þjó&stjórn kvikna&i upp í hjörtunum. Eptir
Vínarsamningana 1815 fengu Austurríldsmenn, oddvitar
“helga fjelagsins«, þessa illræmda, skinhelga kúgunar-
fjelags, beinlínis e&a óbeinlínis öll völd í Italíu, og kúg-
un þeirra var fram úr öllu hófi. Með heimskuíegasta
ofstæki reyndu þeir sem valdið höf&u a& uppræta öll
frækorn, sem Frakkar höf&u sá&, en þar kom fram sem
optar, að öxin getur ekki höggviB sundur andann, nje dýflissan
haldið hugsununum; frelsisneistarnir fóru a& brenna því
Ijósari logum, því meiri grimmd sem beitt var vi& frelsis-
mennina. Leynisamsærin voru kúguð og risu upp aptur
og voru kúguö aptur, en krafan um einingu Ítalíu var