Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 53
2. f'ebrúm tók snjóílóð bæínn að Stekk í Njarðvík í Norðurinúía-
sýslu. 6 menn biðu bana af 9 heimilismönnum.
tí. Bókmenntatjelagsfundur í Kaupmannahöfn.
18. Hvolfdi báti af Seyðisfirði í roki. Einn maður drukknaði.
19. Námu samskot þau, er komin voru inn til harðærisnefnd-
arinnar í Kaupmannahöfn 299,000 kr.
20. Brann nýtt timburhús hjá Einari alþingismanni á Nesi í
Höfðahverfi.
í febrúar gefur og H. Th. A. Thomsen kaupmaður ýmsum
stofnunum í Reykjavík 2300 kr. í minningu þess, að hann
* hafði þá rekið þar verzlun sína í 25 ár.
Seint í febrúar fórst bátur með 4 mönnum úr fiskiróðri á
Snætjallaströnd.
1. marz. Fórst bátur frá Vík á Flateyjardal. 5 menn drukknuðu,
úngir og miklir dugandismenn; formaður Gunnar Guðmundsson.
9. Bókmenntafjelagsfundur í Reykjavík. Kosin nefnd til að íhuga
lagabreytingar og afnám Hafnardeildarinnar.
8. Kom gufuskipið Neptún til Reykjavíkur með kornmat og hey,
sem harðærissamskotanefndin sendi heim til íslands; það
flutti og gjafir til Vesturlands og Borðeyrar.
10. Brotnaði skip í lendingu á Eyrarbakka; 5 menn fórust af 10.
29. Fórust 2 skip úr þorlákshöfn. Frakkneskt fiskiskip bjargaði
mönnunum af öðru, en hin skipsliöfnin, 15 manns, týndist.
29. Brotnaði skip í Herdísarvík í lendingu. Menn komust allir af.
29. Varð piltur úti frá Hróarsholti í Villingaholtshrepp.
29. Varð kvennmaður úti frá Seli í Stokkseyrarhverfi.
'*30. Hilmar Finsen landshöfðingja veitt »Overpræsidents«embættið
í Kaupmannahöfn.
Snemma í marz sást eldur í Vatnajökli, og öskufall í
Öræfum svo sporrækt varð, hafði eldsins orðið vart áður 15. febr.
7. apríl. Pjetur Pjetursson biskup sæmdur kommandörkrossi Dbr.
manna afl.flokki; sjeraStefánþorvaldssonprófastur íStafholti, og
sjera Jón Hallsson prófastur í Glaumbæ gerðir riddarar af Dbgr.
H.Sigldi jaktin Jóhannes af Isafirði í hákarlalegu. Ekki hef'nr
spurzt til hennar síðan.
14. og næstu daga hljóp Skeiðará.
17. Aðalfundur síldarfjel. í Rkv. Upphæð hlutabrjefa orðin 53,000 kr.
í apríl fórust 2 hákarlaskip nyrðra: Elina (10 manns) og
Hermóður (11 manns).
1. mai. Gunnlaugur Eggertsson Briem, verzlunarst. í Reykjavik,
kosinn til þingmanns fyrir Skagafjarðarsýslu.
tí. Fór Hilmar Finsen Overpræsident á leið til Kmh. alfarinn frá
landshöfðingja-embættinu á íslandi.
8. Hæðstarjettardómur í laxafriðunarmálunum. Thomsen kaup-
maður sektaður í þvergirðingam. en sýknaður í rimlamálinu.
13. Hrapar drengur í Vestmannaeyjum tií dauðs. Faðir hans og
bróðir drukkna 16. júni við 5. mann.
14. Prestvígður Magnús Helgason (frá Birtingaholti í Hreppum).
17. Stofnað í Glasgow á Skotlandi »lð brezka og íslenzka fjelag«
Innstæða fjelagsins ákveðin 25,000 pund sterl. Umboðsmaður
fjelagsins á Islandi E. Gunnarsson.