Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Síða 55

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Síða 55
10. Craigforth, enskt gnfuskip tekur um 200 vesturfara á Akureyrí. Með því fóru og vesturfarar af mörgum fieiri höfnum austanlands og norðan (samtals um 600). Alls fóru þetta sumar 1200 manns. Nóttina milli ins 12. og 13. varð vart við jarðskjálfta í Reykjav. I júlí. Sylphiden, verzlunarskip Einars kaupmanns Jóns- sonar á Eyrarbakka, strandar á Eyrarbakkahöfn. Seint í júlí. Drukknar bóndi úr þnstilfirði í Hafralónsá og nokkru seinna maður í Svarfaðardalsá. 1. ágútl. Voru hallærissamskot orðin 315,000 kr. hjá nefdn. í Kpmh. 115 þús. í sjoði. 2. Byijar in fyrsta sýning á Islandi fyrir land alt í Reykjavík. Stendur til 19. s. m. Skoðendur 1300—1400. 6. Landsyfirrjettard. í Kristmannsm. In ákærðu dæmd sýkn saka um fráfall lians. 19. Sylpliiden, gufuskip, kom með 4 —5000 tunnur af gjafakorni til Rkv. frá Kpmh. nefndinni; fór svo norður um land. 22. Jrjóðvinafjelagsfundur á alþingi. Eorseti Tr. Gunnarsson og varaforseti E. Briem endurkosnir. Forstöðunefnd: Björn Jónsson, Björn Ólsen og Grímur Thomsen. 23. Landshöfðingi veitir Einari alþingismanni í Nesi 200 kr. og Jóni Halldórssyni bónda á Laugabóli í ísafjarðarsýslu 120 kr. úr styrktarsjóði Kristjáns kon. 9. 24. Leiðarþing fyrir ICjósarsýslu haldið að Lágafelli. 26. Fórst sunnlennzkur kaupamaður fyrir norðan af slysum 27. Alþingi slitið. Hafði staðið 57 daga. þúngfundir í neðri deild 63; í efri deild 52; í sameinuðu þingi 3.; hafði haft til meðferðar 99 mál; samþykkt 33 lagafrumvörp og 19 þingáslykt. og tiilögur. Hákarla vertíð lokið. Jáetta sumar var áfbragðs afli, einkum á þilskip Eyf. 750 tn. lifrar mest á skip, á ísaf mest 417 tn. 31. Druknuðu 2 menn við Isafjarðardjúp. — Leiðarþing í Múlas. að Höfða á Völlum. 5. september. Lokið embættisprófi á prestaskólanum. (Jóhannes Sigfusson og Jónas Jónasson 1. einkunn; Halldór Jónsson, forvaldur Jakobsson, Arnór þorláksson, Bjarni þórarinsson og Lárus Jóhannesson 2. eink.) 9. Kom gnfuskipið Sophia með Nordenskjöld úr Grænlandsferð- inni; fór frá Rkv. 16. s. m. Inn 15. vav Nordenskjöld og. þeim fjelögum haldin veizla. 12. Brotnar kaupskipið Aktiv á Eyrarbakkaliöfn. — Brotnar annað kaupskip á þorlákshöfn. — Aðalfundur Gránuíjelagsins á Akureyri. Samþykkt að við- skipta-menn fjel. skuli framvegis greiða vexti at' skuldum við nýjár, sem væru meira en ‘U af því, er þeir hefðu lagt inn um sumarið. Pjelagið skyldi líka greiða vexti af því, er aðrir ættu inni i verzlun hjá því. Hlutatala var orðin 2,000=100,000 kr. og var ákveðið ekki að selja fleiri í bráð. 16. Prestvígðir: þorvaldur Jakobsson, Bjarni þórarinsson, Lárus Jóhannesson og Jónas Jónasson. 21.Varði Björn Ólsen skólakennari doktorsdispútatsíu sína við Kaupmannah. háskóla. (Um rúnir í íslenzkum fornritum.) (51)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.