Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Síða 74

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Síða 74
upí og gaf honnm svo aptur embættið. Amandus er sagt að hafi dáið 661, níræður að aldri. 28. er Tveggja postula messa, þeirra Símons Zelóta og Júdaaar Thaddeusar, sem altaf fylgdust að eptir dauða Krists og sýnast að liafa verið einna linastir í sóknum allra postulanna. Um þá er saga til á íslenzku og prentuð í Postolasögum (1874). Eptir þeirri sögu boðuðu þeir trií á Persalandi og fengu a sitt mál jarl nokkurn voldugan þar í landi, sem Varardag hjet. Babýlonarkóngur varð þeim þó ekki sinnandi, því þar vóru tveir fjölkunnugir menn, Zaróes og Arfaxat, sem keptust á við þá lostulana. Svo lauk á endannm, að postularnir unnu sigur, en )ví urðn blótmenn svo reiðir, að þeir vágu þá og lærisvein >eirra, Símon Sennes, sem fylgt hafði þeim um hríð. Á íslandi er þessarra postula lítið getið að fornu, en þó er sagt í föstu- boði þorláks byskups, 1178, að fasta skuli sex dægra föstu, aðra fýrir aflra heilagra messu eða Símonsmessu, en aðra fyrir jól sem næst má jólum. Síðar er þessi dagur nefndur Símonsmessa, en ekki kendur við þá báða postulana, og svo mundi ef til vill ijett að að gera í almanakinu íslenzka. 29. er helgaður Narcisaus, sem var bjrskup í Jórsölum. það var guðhræddur maðurmjög, segirsagan, en heldur var hann óvin- sæll. þrjá óvildarmenn átti 'hann sjerstaklega, hvern öðrum voldugri, sem komu því að verkum, að liann varð að flýja af byskupsstóli og út í eyðimörk nokkra og vera þar mörg ár í senn. Narcissus var heiptrækinn maður og fyrirmælti óvinum sínum ákaflega, enda kom það fram við þá. Einn þeirra brann til kaldra kola, annar varð máttlaus alla ævi og þriðji sjónlaus með öllu. þá sýndist ráðlegast að fá hann aptur á hyskups- stólinn, og það var gert. Sagt er að hann hafi orðið 116 vetra gamall og gert margt hvert kraptaverkið á þeim tíma, eins og t. a. m. það að breyta tæru vatni í lýsi, og logaði vel á. 30. Absalon þessi, sem dagurinn er kendur við,er sá sem var sonur Davíðs kóngs, og er kunnur frá Biflíunni. Öngvir nema Danir og við Islendingar geta hans í almanaki sinu. 31. er í íslenzka almanakinu nefndur eptir Luther, vegna þess að þennan dag er talið að siðaskiptin byrji (1517). Hann á þó eiginlega ekki að standa í almanakinu. November kallar Guðbrandur byskup IMitíbarmánut/, og er það víst þýðing, því aldrei hefur það nafn náð hefð á íslandi og getur ekki hafa náð, því upp til sveita tíðkuðust gömlu mánaðanöfnin á þessum hluta ársins langt fram á 17. öld að minsta kosti, ef ekki iengur. Gamlir menn kölluðu þennan mánuð Gormánuð og slátruðu aldrei fyr en hann var byrjaður, og sögðu að þá væri fje meir innanholda en ella og betra að öllu til niðurlags. — Danir kalla og mánuðinn »sláturmánuð« (Slagte- máned) og Karlamagnns »haust- og veturmánuð« (Herbist- manoth, Wyndmaned). Nafnið er annars latínskt, eins og öll hin mánaðanöfnin, sem í almanakinu standa, og þetta var níundi mánuðurinn hjá Rómverjum (dregið af novem — níu). Mánuðinn helguðu þeir Díönu veiðigyðju, sem var stóreflisgyðja lijá þeim.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.