Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 80
yflr 4 mill. fullæfðir hermenn; alls hefirf>ýzkaland 7,200,000 land-
varnarskylda menn. þjóðverjar hafa og ágæt vopn, svo flokkur
þeirra er ekki árennilegur í hernaði, fyrir óvinina.
Englendingar eiga 60 stór herskip ur járni, 290 minni her-
skip og 150 Torpedóbáta. Sjóliðið er 62,000 manns. petta kost-
aði ríkið næstliðið ár 225 mill. kr.
*
* *
í London eru 15,000 lögreglumenn, sem hafa í árslaun
samtals 28 mill. kr. Auk þess eru 2,900 hermenn, sem hafa gæzlu
á hendi í bönkum, kirkjum, söfnum og á mannfundum. Svæði
það er gæzla allra þessara manna nær yfir er 688 enskar □ mílur,
og menn, sem á því lifa eru 5,365,000. ”
*
* *
íslendingar þeir sem flytja frá íslandi til Bandafylkjanna,
setjast flestir að i Minnisota, Wisconsin og Dakota. 1 þessum
þremur fylkjum eru 925 þús. Danir, Svíar og Norðmenn. í Banda-
fylkjunum eru alls 280 þús. Danir, 900 þús. Svíar og 650 þús.
Norðmenn.
*
* *
Sem sýnishorn af því hve Englendingar eta mikið af kjöti,
var árið 1887 auk þess ógrynni af nautpeningi, svínnm ogsauðije
sem er í Englandi sjálfu, innflutt af kjöti 3,025,700 hestburðir
(hestburður reiknaður 200 pd.) þaraf var nýtt kjöt 403,400 hestb.,
saltað nautakjöt 95,360 hestb., saltað svínakjöt 1,818,250 hestb.,
reykt svínakjöt 472,000 hestb., af ýmsu kjöti 20,600 hestb. og af
niðursoðnu kjöti 216,000 hestb. Svo er talið að þetta hafi kost-
að 391 mill. krónur.
Auk hins ofantalda var sama ár (1887) innflutt af lifandi
skepnum 219,220 uxar og naut fyrir 68,s mill. kr., 76,730 kýr og
kálfar fyrir 11,-, mill. kr.; 971,400 sauðkind. fyrir 29,a mill. kr. og
21,960 svín fyrir 1,4 milí. kr. petta er samtals 111 mill. kr. Sama
ár var og innflutt í England smjör fyrir 144,3 mill. kr., margarin-
smjör fyrir 69,o mill. kr., ostur fyrir 81 mill. kr. og egg fyrir
55.5 mill. kr. eður af þessum 4 matartegundum fyrir 350 mill. kr.
, * *
í París var slátrað árið 1887 til neyzlu í borginni sjálfri
300,000 uxum, 200,000 kálfum, 250,000 svínum og 1,800,000
sauðkindum.
Af nautpening hefir Frakkland nóg til eigin þarfa, en tals-
vert af sauðfje þarf að, kaupa þangað frá öðrum löndum, sem
mestmegnis kemur frá Italíu.
*
' * . . *
A Bretlandi voru árið 1887, 10,5 mill. nautgripir, 29,3
mill. sauðkindur, 3,i mill. svin og 14,4 alifuglar.
* * *
í Bandafylkjunum voru 1. jan. 1888, 13,s mill. hestar, 2,2
mill. asnar, 14,3 mill. mjólkurkýr, 34,4 milL annar nautpeningur,
43.5 mill. sauðkindur, 44,3 mill. svín.