Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 88
þótt fiskiverð væri svona óvanalega lagt græddu kaupmenn
samt ekkert, varð árið því í versta lagi, bæði fyrir seljendur og
kaupendur.
Olía eða lýsi í sjáfarháska.
• Sorglegur viðburður var þetta« segja menn, þegar frjett
kemur um það, að skip eða bátur hafi farizt með allri áhöfn. 1
marga tugi ára hefur þar við setið á íslandi; lítið eða ekkert
hefur verið gjört til að afstýra hættunni, eða bæta fyrir þeim, er
eptir lifa, en nú virðist svo, sem áhugi manna sje farinn að vakna
í þessu efni, og er það mjög gleðilegt.
í hveq'u útlendu blaði, sem flytur fijettir um sjáfarútveg og
sjóferðir, er iðuglega skýrt frá því, að þeim eða þeim skipstjóra
hafi tekist að bjarga skipi og mönnum í hafróti, með því að láta
olíu drjúpa á sjóinn.
Skipstjórnarfræðisfjelag nokkurt í pýzkalandi bauð nýlega að
veita þeim verðlaun, er semdu bezt rit um notkuu og árangur
af olíu í sjáfarháska.
Skipstjóri af herskpi, og annar af kaupfari, unnu báðir verð-
launin. peir höfðu týnt saman allar þær frásagnir, sem þeir
fundu eptir áreiðanlega menn, um afleiðingar þær sem olían hefði
gjört, þegar henni var helt á sjóinn í ofviðri, og hver aðferð hveij-
um einum hafði reynzt bezt. pessi tvö rit eru nokkuð stórar bækur,
og voru nýlega gefnar út bæði í Hamborg og Berlín.
Stjórnarráðið í Bandaríkjunum hefir látið rannsaka hveijar
afleiðingar olían gjörði í stórsjó.
Verzlunarráðið í Englandi heflr einnig látið ransaka þetta
og síðan gefið út, eptir marg ítrekaðar ransóknir, sjófarendum til
athugnnar og leiðbeiningar, svolátandi skýrslu:
»1. Mjög lítil af olíu getur sefað sjóinn, varnað sjóbroti ogkomið
í veg fyrir manntjón, einkum á smábátum, þegar hún er ijett
notuð.
2. Olían gjörir meiri verkun þar sem dýpið er talsvert, en á
grynningum þar sem brotsjóar eru.
3. |>yngsta og feitasta olían gjörir mest gagn, öll fita af dýrum
er góð. Steinolíu má nota þegar ekki er annað betra fyrir hendi.
4. Olían gjörir gagn hvort heldur skipið er á ferð, eða rekur
fyrir vindi eða liggur kyrt við stjóra, þegar skipið liggur kyrt
eða rekur fyrir vindi þarf ekki mikið af olíunni.
ö. jpegar sjórinn er kaldur breiðist olían ekki eins fljótt yfir
vatnsskorpnna, einsog þegar hlýtt er í sjónum, þó ber minna
á þessu þegar olían er fitumikil.
€. Jiegar menn vilja reyna að bjarga skipi með olíu í sjáfarháska,
hefir það reynzt bezt, að hengja litla segldúksþoka sem taka
4 potta af olíu (eða lýsi) við skipshliðina þannig að pokinn
liggi í vatnsskorpunni. Göt. skal stinga á hann með seglnál
svo auðveldar sje fyrir olíuna að renna _úr honum. þegar
skipið siglir undan vindi á að hengja olíupoka á bæði borð.
(sn)