Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Page 75
Allra merkasta liofið hennar var í Efbsos í Litluasín. fiað var
425 feta langt og 122 feta breitt, og alt eptir því. Dvergar á
bitnm vóru ekki færri en um tólfrætt hundrað, og hafði hver
kóngur lagt nóg í kostnaðinn við að láta smíða einn dverg.
Maður lijet Herostratos, sem brendi hofið, og þótti ilt verk, sem
von var, en öngvum mun síður varð hann kunnur fyrir þetta.
< áll postuli kom til Efesosborgar og stofnaði þar söfnuð, en
hagkvæmast þótti honum að hafa sig þaðan og skrifa heldur til
samaðarins, sem hann hafði myndað þar, því bæjarmenn trúðn á
Díiinu. Jiess vegna eru til brjefin til Efesosborgarmanna,
GÓÐ EÁÐ.
— Blekblettir nást bezt úr ljerepti með því, að drepa blettin-
um niður í brædda tólg, og síðan þvo tólgina burt i heitu vatni.
— Kaffi- og súkkulaðblettir nást vel úr, með því að þvo
þá sem fyrst úr brennivíni.
— Skeiðar, gafflar og aðrir lilutir úr silfri og nýsilfri, hreinsast
'Tel í vatni, sem jarðepli hafa verið soðin í.
— Til þess að ullarfot hlaupi sem minnst í þvotti, verður að
þvo þau úr svo heitu vatni, sem þvottakonan þolir; síðast má
skola úr þeim í köldu vatni.
— Vörn gegn því að hvít ullarföt gulni með aldrinum, er
að láta lítið eitt af salmíakspírítns í þvottavatnið. Sjeu þau orðin gul,
er reynandi að láta þau liggje 1 sólarhring, áður þau eru þvegin,
í volgu sápuvatni með dálitln af salmíakspiritus í.
— Dúkur og fatnaðnr, sem litaður er í óegta lit, lætur síður litinn,
ef hann er þveginn úr vatni sem brytjuð, hrá jarðepli hafa legið í.
— Ef dálítið af álúni er látið saman við »Anilín«lit, þegar
litað er, verður hann bæði endingarbetri og fegurri.
— Jiegar sterkar vínvörur hellast niður á »póleraðar» eða
“lakkeraðar« hyrzlur og borð, koma hvítleitir blettrr, sem ekki er
gott að ná af, en það er þó hægt með því einfalda meðali, að
dreyfa vindlaösku yfir blettinn og núa hann svo með ljereptsklút,
vætt,um í vatni eða steinolíu.
— Gott ráð við frostbólgu í höndum, er að þvo þær 6—8
kvöld í röð um háttatíma úr vel volgu vatni, sem álún er uppleyst
1 > sem svarar */« pd. álúns í 2 ptt. af vatni. Einnig hefur það
°it reynst vel, að þvo frostbólgu með volgu brennivíni, eðaaðnúa
vandlega frostbólguhnútana með tanínpúlveri,
— þegar maður mer fingur eða hönd, minkar verkurinn, ef
hendinni er strax lialdið niðri í svo heitu vatni, sem ýtrast er þolandi.
— Kítti í sprungur á hestahófum er þannig tilbúið: Gutta-
Percha er skorið í smá stykki og bleytt í heitu vatni; siðanerþað
hrætt í tinuðnm skaftpotti við hægan eld, */s á móti */» af steyttum
Ammoniakharpix, þar til þetta mauk er orðið líkt á lit súkkulaði;
síðan er það látið kólna og geymt. Jiegar á að brúkakíttið, verður
að velgja það, svo það verði svo mjúkt, að því verði drepið með
volgum hníf inn í hófsprunguna, og skal áður vandlega hreinsa
úr henni öll óhrcinindi. Kíttið verður svo hart og fast í hófnum
að hæt.tulaust má reka nagla í það, ef slíkt er nauðsynlegt.