Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Side 75

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Side 75
Svo fjekl; Maren peningana. Kistan var smíðuð. Og nú lá Kristíana úti í hlöðunni og beið, því fyr en næstkomandi sunnudag var þó ekki hægt að koma henni í jörðina. Maren fór til prestsins, djáknans og hringjarans. Ollum þeirra varð hún að borga peninga, það var ekkert hægt að segja móti því, þetta urðu aðrir lílca að gjöra. En skemmtilegt var það ekki, því nú varð hún að sleppa öllum vonum um vaðmáls- kjólinn, sem hún hafði verið að hugsa um að fá sjer undir veturinn. En þegar Rasmus fór að tala utan að því hveijum þau ættu að bjóða í veizluna, þá fór nú að síga í Maren. — Hvort hann hjeldi að hún mundi grafa peninga upp úr þessum fáu heðum í kartöflugarðinum þeirra. J)að væri með naumindum að hún gæti keypt 2 pund af svínasteik handa þeim sjálfum, og svo væri hann að tala um að bjóða fólki í veizluna. — Veizluna! — Hvort hann vissi ekki að þau væru fátæklingar. Hann yrði sjálfur að gjöra svo vel að aka Kristíönu upp að kirkjunni. Hann gæti fengið lánaðan vagn hjá smiðnum. * 5f: cfc # Rasmus fjekk vagninn, og um laugardagskvöldið ók hann og smiðurinn kistunni af stað. það vildi nú svo vel til að þeir þurftu hvort sem var, að sækja dálítið af heyi, sem lá skammt frá kirkjunni. * ^ * Kristíana var grafin á sunnudaginn, þegar búið var að embætta. Ekki var verið að hafa mikið við jarðarförina þá; foreldr- arnir voru fátæklingsgarmar, svo presturinn hafði varla fengið meira enn 2 krónur. Hann fór um það snotrum orðum, hvað það gæti stundum verið örðugt að bijótast fram úr vandræðunum hjer í lífinu, en ef við lærðum að beygja bakið undir kross mót- lætinganna og bera það með þolinmæði, sem drottinn sendi oss, þá gætum víð verið viss um að launin kæmu af sjálfu sjer í öðru lífi. Og meira var ekki hægt að ætlast til fyrir tvær krónur. Rasmus sat og ijerí fram og aptur í stólnum, og neri höndunum niður eptir grábláu vaðmálsbuxunum sinum. Tóbaks- tuggunni, sern liann hafði upp í sjer, sneri hann við á hveiju augnablild. Honum fannst vera svo gróflega mikill lögnr í þessu tóbaki. Maren snýtti sjer hvað eptir annað, og hærra og hærra. Á endanum var ekki orðinn eptir þur díll á vasaklútnum hennar. Svo snýtti hún sjer þá með fingrunum og þurkaði sjer með þumalfingrinum og handarbakinu. Úti á kirkjugarðinum var allt búið á svipstundu. Prest- urinn ætlaði að fara til kaupstaðarins til þess að gefa sama hjón. * tfc cfc — Á heimleiðinni skrapp Maren inn til smiðsins. Hana langaði til að spyija hvort hann og konan hans vildu ekki stinga inn hjá þeim höfðinu í kvöld, klukkan svo'sem 12—1, hún hafði keypt hjá slátraranum 2 pund af góðri svínasteik hjerna á dögunum, þegar hún var að tala við prestinn. (ei)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.