Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Side 80
Skýrsla um búnaðarástandið á íslandi á ýmsum tímum
Nautgripir Hross Sauðije Geitur
Arið 1703 35,860 26,909 278,994 818
1770 31,179 32,538 378,677 755
- 1804 20,325 26,524 218,818 750
- 1826-1830. 25,752 34,945 455,947 D
— 1849 25,523 37,557 619,092 850
- 1866-1869. 18,918 32,910 538,328 252
- 1889 18,526 28,524 577,136 55
Kálfar folöld og lömb eru hjer meðtalin. Á þessu 187 ára
tímabili (1703—1889) var nautpeningur mestur árið 1703 og
sauðfje flest 1849, en 1804, um aldamötaharðindin, var fæst af
hrossum og sauðfje. petta er auðkennt með stærra letri; árið 1888
var auk þess fæst af nautgripum o: 16,989; árið 1853—55 var
flest af hrossum, þan voru að meðaltali 40,424.
Af þessu litla yfirliti má sjá að ekki er af miklum framför-
um að raupa í landbúnaði og efnahag. Fyrir liðugri öld, árið
1770, var 12,653 nautgripum fleira enn 1889, túnrækt því til
muna meiri þá en nú, auk þess voru hrossin 4,014 fleiri og geit-
ur 700. Sauðfje er aptur á móti liðugum þriðjungi fleira eða
198,459. Sjávarútvegur og aðbúnaður er að mörgu leiti talsvert
betri nú enn þá; en þó þurfa landsmenn mikið að herða á sjer,
ef þeir með sönnu eiga að geta talað hátt um miklar framfarir.
Skuld Islands við danska ríkissjóðinn var 1. jan. árið 1889
— 332,087 kr.; 1. jan. 1890 — 258,555 kr., og 1. jan. 1891 —
144,990 kr. þannig hefur landsjóður minnkað skuld sína á tveim
ármn um 187,097 kr. þetta ætti að vera til huggunan fyrir þá,
sem hræddir eru um, að landsbánkinn setji landssjóðinn í óbotn-
andi skuldir og gjöra landið gjaldþrota.
Dauðahegning.
Fangelsisstjórinn í Kristjansstad, Schneider að nafni,
hefur nýlega ritað um dauðahegninguna og ritar hann, meðal
annars, á þessa leið: «Er dauðahegningin nauðsynleg eða gagnleg?
Jeg held hún sje hvorugt. Menn segja að hún hræði aðra frá
morðverkum, en það gjörir hún varla. Jeg hef talað við marga
glæpamenn, sem hafa sagt mjer, að á meðan þeir voru að fremja
glæpinn, hafi þeim ekki dottið hegningin í hng; það eru líka
dæmi til þess, að áhorfendur hafa gengið frá aftökustaðnum til
morðverka.
En þótt dauðahegningin hræddi menn frá inorðverkum, þá
kemur það til álita, hvort þjóðQelagið hafi ijett til þess að svipta
(66)