Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 82

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 82
sem þeim er til skaða. þá ákvörðun er eins hægt að gjöra á 5 mínútum eins og á 5 árum. Meðan jeg beið eptir morgun-og miðdagsmat mínum, skrif- aði jeg á hverjum degi nokkur orð; þetta varð með tímanum að nokkuð stórri bók, sem nú er lesin af mörgum, ef til vill ein- hvequm til gagns«. Jón Barford sagði: Níska er talin löstur, en þó er ein undantekning, menn eiga að vera nískir á tímanum, því það er dyggð. Ef jeg hefði ekki opt þurft að eyða tíma til þess að tala við leiðinlegt fólk, sem engan gagnlegan ásetning hafði, eða bíða eptir mönnum, sem höfðu mælt mjer mót og komu^of seint_, af því þeir kunnu ekki að meta tímann, þá væri jeg búinn að vinna miklu meira til gagns enn jeg hef gjört. þó menn inissi peninga, og jafnvel heilsuna, þá geta menn öpt fengið hvorttveggja aptur, en tíma, sem menn hafa eytt til ónýtis geta menn aldrei fengið aptur, því menn eldast með hvequm degi og geta ekki orðið ungir aptur. Auður auðmannsins er gull og demantar, auður hvers manns er tíminn, sje hann vel notaðnr. Hann skiptist í mínútur eins og auður auðmannsins í krónur. Fari hann illa með krónurnar og þú með mínútumar, þá verðið þið báðir fátækir. Gamli og ungi vin. Settu ekki of lágt verð á 5 mínútur. Á ekki lengri tíma getur þú eyþilagt mannorð þitt og lífið, hvort það verður stutt eða langt. Á jafnlöngum tíma getur þú lagt grundvöll framtíðar þinnar, og ráðið það af, sem mörgum getur orðið til góðs. »Margt smátt gjörir eitt stórt«. Vatnsdroparnir mynda sjóinn og sandkornin yfirborð jarðarinnar. t. o. Skemmtivísur eptir Pál Ölafsson. Kátlegt efni komið er kveða held jeg um það verði gefið hef jeg húfu af mjer honum Jóni í Bakkagerði; það hann húfu þáði mína þykir mikla dirfsku sýna. þessi dirfska sjerhver sjer sómir ekki að fijettist hjeðan hann að beri húfu af mjer við heyjatöku og fjósasleðann, bláa, sem jeg bar á þingi þá barðist jeg fyrir almenningi. Mæti jeg þessum manni á ferð á rnannfundum þó langtum fremur mínu höfði er minnkun gerð meir en hundrað krónum nemur, og hjer tekur hann aldrei ofan og er þó máluð hjá mjer stofan. Hver sem minni húfu nær helzt af öllu þó með góðu fjórðungskút í kaupið fær kaffi og sikur, troðna skjóðu; enda helming eigna minna allt skal fyrir sómann vinna.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.