Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 86

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 86
Oáleysi. Vinnukonan: Jeg hef heyrt sagt að yðnr vantí vinnnkonu, viljið þjer ekki taka mig«. Frúin: »Eigið þjer nokkurn kærastan. Vinnukonan: »Nei«. — Frúin: »Hvað heitir hann«. Vinnukonan: »Pjetur«. * * * Húsmóðirin: »Hvernig skemmtir þú þjer í kvöld á 1000 ára hátíðinni". Vinnukonan (ergileg af því að enginn dansaði við hana, eða sýridi henni aðra kurteysi): »Svei! það skal verða í sein- asta sinni, sem jeg kem á 1000 ára hátíð«. Húsm.: »Jeg held þú getir efnt það hróið mitt, þú lifir líklega ekk svo lengi». Vinnuk.: »Jeg held það geti skjeð, að maður lifi ekki alla sína æfi«. * sjt sic A: «Hverjir fara hezt með skynlausu skepnurnar». B: »Islendingar«. — A: »pví heldur þú það?« B: «Manstu eptir því að lögunum »um hegningu fyrir illa meðferð á skepnum« hafi verið beitt, eða nokkrum liegnt eptir þeim? Jeg man það.ekki, og hlítur það að koma af því, að meðferð á skepnum á íslandi er fyrirtaks góð. 5»: * Sigurður brennir: Hefði jeg aldrei farið úr Brenniási, þá væri jeg þar ennþá. * . . * * Jakob átti rauðan hest, lítinn vexti, sem var ákaflega hnot- gjarn. Hesturinn lauk svo æfi sinni, að hann hálsbrotnaði ofan á Jakobi einu sinni er hann datt. Jakob fjekk sjer þá annan hest stóran vexti, sem líka var mjög fótfúinn. Mánuði síðar kom hann með hestinn til seljandans og vildi skila honum aptur. Seljandi spyr hvernig í því standi. Jakob svaraði því, að hesturinn væri svo þungur. Seljandi kvaðst þó ekki hafa reynt það af klárnum að hann væri latur. »það var heldnr ekki það sem jeg átti við«, svaraði Jakob, »en hann er svo miklu þyngri ofan á mjer þegar hann dettur heldur en hann litli Rauður minn var«. * * * Nikulás í Hólkoti kom seint á hreppamót, og var þá búið að setja honum ómaga árlangt. Nikul. þóttist verða hart úti og færðist undan því að taka við þurfalingnum. Presturinn var í fátækranefnd og leitaði Nikulás til hans og vildi fá þessari ákvörðun breytt. Presturinn sagðist segja eins og Pílatus: »það sem jeg hef skrifað, það hefjeg skrifað* og verður þú að sættaþig við þetta. Nikulás svaraði: »Já, þetta sagði Pílatus, en gætið þjer að því prestur minn góður, hann varð sjer líka til bölfaðrar skammar fyrir það. T. d.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.