Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 65
radíum; en í einu pundi eru 500 grömm. Það er því
skiljanlegt, að radíum er dýrt efni — milligrammiö
kostar hér um bil 100 mörlc. (Milligramm er þúsund-
asti partur úr grammi).
Við þessar radíumrannsóknir fann frú Curie ann-
að nýtt frumefni, sem hún nefndi pólóníum — í höf-
uðið á ættlandi sínu. Pólóníum heíir svipaðan geisla-
kraft og radíum, en missir hann eftir nokkurn tima-
F’að var nú ekki að furða, þótt mönnum þætti
radíumgeislarnir næsta einkennilegir, ekki sizt ef
menn báru þá saman við aðra þekta geisla t. d. Ijós-
geislana.
Það er nú fyrst, að geislar þessir bera mjög litla
’hrtu, en annað mál er það, að þeir geta lcomið öðr-
um hlutum til að lýsa í myrkri eins og t. d. demanti
°g rúbín o. fl. efnum. Eitt þessara efna heitir barí-
umplatínucyanúr, sem ber sterka birtu, ef það verð-
ur á vegi geislanna. Petta er að vissu leyti heppilegt,
m. a. til að varast svik og pretti radíum-salanna.
Í’ví er sem sé svo varið, að mjög erfitt er að fá radí-
um keypt. Pað fæsi að eins frá einni námu í Aust-
urríki og er haldið í geysiháu verði — sem að fram-
an er getið — enda er það líka óhætt, þar eð sam-
kepnin er engin. Radíum það, sem unnið er í Aust-
Urríki, er sent til Lundúna til hreinsunar. Pegar því
er lokið, er það látið í hylki úr lakki og alúmíníum
°g alt vandlega lóðað og lokað. En enginn sér, hvort
radium er í þessum hylkjum eða ekki, nema fram-
leiðandinn. Menn verða því alt af að kaupa radíum
óséð. Eg hefi um skeið verið við radíumlækningar
erlendis, en aldrei séð radíum, aldrei séð nema áhrif
þess á sjúklingana og áhrif þess á ofannefnt efni —
karíumplatínucyanúr — sem ber birtu, þegar radi-
umgeislarnir lenda á því. Hér er því ekki hægt að
hafa svik í frammi og selja radiumhylkin tóm.
Radíumgeislarnir kastast ekki aftur eins og t. d.
Ijósgeislar, sem skella á hvítan eða sléttan flöt og
(15)