Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 54
öll höfuð-mentamál heimsins og á Þýzkalandi hefir
hún verið gefin út 38 sinnum á hér um bil 30 árum.
Eg ætla pví að segja lesendum almanaksins ofurlítið
af þeirri bók.
Aðalhetja sögunnar er austurrísk kona, sem heitir
Marta. Hún er látin segja æfisögu sína á gamals
aldri, og styðjast við dagbækur sínar frá ýmsum köfl-
um æfinnar. Hún er af háum stigum, greifadóttir —
eins og skáldkonan sjálf—alin upp við alt pað yndi,
sem auður og tign geta veitt. Faðir hennar er gam-
all hermaður, yfirforingi, og hermaður með lífi og
sál, steinblindaður af ljóma og dýrð hermenskunnar
og hernaðarins. Dóttirin drekkur þessar lífsskoðanir
í sig með móðurmjólkinni. Allar æskuhugsjónir henn-
ar snúast um hermensku og vopnafrægð. Alexander,
Hannibal, Caesar og Napoleon verða hennar uppá-
haldsmenn. Jómfrúin af Orleans verður dýrðlingur-
inn hennar. Daga og nætur dreymir hana dýrðar-
drauma í vöku og svefni um skjaldmeyjarfrægð og
orustu-æfintýri. Alt af hljómar í eyrunum á henni
hermenskuhrósið og ekkert heillar hana eins og ein-
kennisbúningar hermannanna. Á fyrsta dansleiknum,
sem hún kemur á, verður hún ástfangin af herfor-
ingja og hann af henni. Hann er af aðli og henni
pví samboðinn. Hann biður hennar og fær jáyrði.
Pá er hún 18 ára gömul. Pau giftast svo sem ári
siðar og eignast einn dreng. Pá kemur ófriðurinn
milli Austurríkismanna og ítala. Maðurinn hennar
hefir ekki ró í beinum sínum, nema hann komist í
stríðið til að vinna sér til frama og upphefðar, og
faðir hennar hvetur hann fast til pess. Hún tekur
sér pað afar-nærri, að verða að sjá af honum, en
um pað tjáir ekki að fást. Hernaðar-ákafinn rífur
hann á stað frá henni og barninu. — Hún sér hann
aldrei framar. Hann fellur við Sólferinó (24. júní 1859).
Nú situr hún syrgjandi eftir, tvítug að aldri, með
drenginn sinn föðurlausan, og nú vaknar hjá henni
(4)