Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 82
á árinu, en heima fyrir hjá þeim var viö marga mæð-
una að stríða. Fyrst og fremst gömlu landpláguna
par í landi, atkvæðakonurnar, sem gerðu á pessu ári
meiri óspektir en nokkru sinni áður, brendu og
skemdu eignir fyrir margar miljónir og létu menn
engan frið hafa. Pá var einnig stöðugt stímabrak út
af heimastjórn írlands. Hótuðu Ulsterbúar uppreist
og öllu illu, ef hún kæmist á, og létu hið ófriðlegasta.
Og loks voru par í landi stöðugar verkmanna-óeirðir,
sem oftast stöfuðu af verkföllum, og purfti stundum
að grípa til hervalds til að bæla pær niður. Ofan á
petta bættust námuslys mikil og ýms önnur áföll.
Nokkrir dagsettir atburðir fara hér á eftir, teknir
eftir útlendum tímaritum.
Jan. 4. Ráðuneytið í Portúgal segir af sér.
— 6. Sprengingarslys á franska herskipinu »Masséna«
við Toulon. 9 menn farast.
— 7. Orusta við Mogador í Marokkó, milli Spánverja
og Marokkómanna.
— 11. Millerand, nafnkunnur franskur hermálaráð-
herra, segir af sér.
— 13. Járnbrautarslys skamt frá Birmingham á Eng-
landi. 3 menn farast. — S. d. Nýkosið Stórping
Norðraanna kemur saman.
—• 16. Fólksflutningaskipið »Veronese« strandar við
Portúgal. 43 menn farast. — S. d. Þing Svía kem-
ur saman.
— 17. Poincaré kosinn forseti Frakklands.
— 18. Franska ráðuneytið segir afsér. — S. d. Grísk-
um og tyrkneskum herílotum lendir saman við
eyjuna Tenedos í Egíahafi.
— 21. Briand myndar nýtt ráðuneyti á Frakklandi.
— 25. Flugmaðurinn Bielovucic ílýgur yíir AIpaQöll-
in á 28 mínútum.
— 29. Friðarsamningatilraunir milli Tyrkja og Balk-
anríkjanna fara út um púfur.
Eebr. 3. Vopnahlé slitið milli Tyrkja og Balkanríkj.
(32)