Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 62
sem flestum í sömu gröfina. Graí'ararnir eru ekki að
í'ást um það, þó að fáeinir kunni að vera lifandi með-
al hinna dauðu; í grafirnar er þeim hent, hvort sem
þeir eru lifandi eða dauðir, og siðan mokað yfir.
Stundum eru alls engar grafir teknar, heldur er lík-
unum fleygt saman í kös á bersvæði og síðan orþinn
moldarhaugur yfir. í næstu rigningu skolast moldin .
ofan af kösinni og nárinn sólstiknar að ofan, en rotn-
ar hið neðra. Úr þessum rotnunarkösum gjósa pest-
irnar upp: taugaveiki, kólera og svarti dauði, og sjá
f'yrir lífi þeirra, sera komist hafa undan kúlunum.
Purfa menn nú þuluna lengri?
Petta er nú það, sem sungið er iof og dýrð í
bókmentum alfra þjóða, líka okkar Islendinga. I rím-
um, sögum og hetjuljóðum eru orusturnar viðfrægð-
ar. Þær eru björtustu blys veraldarsögunnar, blysin,
sem eru látin lýsa okkur leiðina frá fornöld til nú-
tiðar. En undir þeim blysum liggur petta og annað
þaðan af svívirðilegra og andstyggilegra, svo sem rán,
barnamorð, nauðganir, hungursneyð og fleira og
fleira, sem enginn maður endist til að lýsa. Hversu
margir skyldu hugsa út í það, hvílík hamingja það
er íslandi, að vera laust við varnarskyldu og hafa
aldrei haft neitt af ófriði að segja, síðan innanlands-
óeirðir lögðust niður.
Pegar sú tíð kemur, að vopn verða lögð niður
um heim allan og menn læra það, að útkljá deilu-
mál þjóðanna á annan hátt en með blóðsúthelling-
um, verður margra ágætra manna minst, sem varið
hafa fé og fjöri til að berjast fyrir þessu raáli, með-
an það enn mætti ekki öðru en hæðni og fyrirlitn-
ingu. Meðal þeirra nafna, sem þá verður minst með
lotningu og þakklæti, verður ekki hvað sízt nafnið:
Bertha von Suttner. G. M.
(12)