Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 95
Ekki var verkinu langt komið, er það kom í ljós,
aö i'áðist hafði verið í það með dæmalausri léttúð
°g af dæmalausu fyrirhyggjuleysi. Kostnaðurinn
varð þegar svo langsamlega miklu meiri, en gert
hafði verið ráð fyrir. Meðal annars þurfti félagið að
kaupa járnbraut, sem lá meðfram hinum fyrirhugaða
skurði og gefa fjuúr hana 94 miijónir franka. Hitt
Var þó verst af öllu, að mikill fjöldi manna reri að
Því öllum árum, að auðga sjálfa sig af fé félagsins.
Innan skamms voru þessar 600 miljónir með öllu
Þrotnar og nú þurfti að fara að safna fé að nýju.
kesseps sýndi hér sem oftar dæmalausan dugnað, og
vegna þess trausts, sem menn höfðu á honum, tókst
enn þá að safna allmikilli fúlgu; þá þóttust menn
sem sé vera komnir að raun um það, að skurð-
nrinn hlyti að kosta minst 1200 miljónir franka. Nú
voru menn einnig komnir á þá skoðun, að breyta
Þyrfti hugmyndinni frá rótum. Fyrst hafði verið til
®tlast, að skurðurinn yrði jafn haffleti og rynni sjór
*nn í hann frá veraldarhöfunum til beggja handa, og
a Því hafði verið byrjað. Nú sáu menn, að slíkt var
°gerningur, svo að nú sneru menn sér að því að hafa
skurðinn stýfluskurð, þannig, að skipunum væri smá-
yit upp í hann, en mestur hluti hans lægi nokkuð
en hafflötur og sjávarvatn væri ekki í honum.
g nú gekk annar heimsfrægur verkfræðingur í þjón-
^stu félagsins. Það var Eiffel, sá er turninn mikli í
arís er við kendur. Bauðst hann til að ljúka skurð-
lnB® fyrir júlímánaðarlok 1890. En fé þurfti að safna
enn að nýju.
Rúmið leyfir ekki að rekja þessa raunalegu sögu,
sem er einhver hin lang-átakanlegasta fjárglæfrasaga,
upp hefir komið í heiminum, hefir orðið frönsku
PJoðinni til skaða og skapraunar og svift mörg
nndruð manna af beztu mönnum hennar æru og
uaannorði og enn þá fleiri aleigu sinni. Eg læt nægja
a geta þess lauslega, að aft endaði með skelfingu.
(45)