Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 127
Nokbrar smásögur.
Skynsemistrúin.
Á veitingastað sátu þrír ungir menn og töluðu
saman. Segir pá einn þeirra: »Eg trúi því, sem eg
skil, því og engu öðru«. »Já, sama segi eg«, sögðu
báðir hinir.
Nálægt þeim sat gamall maður, sem heyrt hafði
tal þeirra. Hann flutti stól sinn nær þeim og segir:
»Má eg segja yður, ungu herrar, ferðasöguna mína í
dag«. því játuðu allir hinir. »Eg fór með járnbraut-
inni og sá nokkrar gæsir, sem voru að kroppa gras.
Trúið þér því?«
»Já«, sögðu allir þrír ungu mennirnir.
»Seinna sá eg nokkrar kýr og sauðkindur, sem
líka kroppuðu gras. Trúið þér því?«
»Já«, sögðu hinir.
»Og seinast sá eg hesta, sem bitu gras. Trúið
þér því?« »Já«, sögðu hinir.
»Eg sá að það voru fjaðrir á gæsunum, uli á
sauðkindunum og sterkt makka- og taglhár á hest-
unum. Trúið þér því?«
»Já, auðvitað trúum við því«, segja hinir.
»Gott er það, að þið trúið þessu, en getið þið nú
sagt mér: Hvernig stendur á þvi, að nokkuð af gras-
inu, sem gæsirnar átu, verður að fjöðrum og nokkuð
af samskonar grasi, sem sauðkindurnar átu, verður
að fínum hárum, sem í einu orði er ull. Og nokkuð
af grasinu sem kýrnar átu, verður að stuttum, þéttum
hárum. Og dálítið af grasinu, sem hesturinn át verð-
d*- að löngum og sterkum hárum í makka og tagli
hans?« Hinir gátu engu svarað.og gengu sneyptir burt.
Lygin.
Eygin er ætíð skaðleg, hvort sem hún er sögð
(77)