Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 156
Fyrsta árið, sem Coghill var hér, lærði hann öll íslenzk
blótsyrði og notaði þau við öll tækií'æri, þvi að lítið annað kunni
hann í islenzku, t. d. lcallaði hann ætið einn prest »séra Andskotaa.
* ★
*■
Mörg ár eru liðin síðan, að uppboð var á Grund
í Eyjafirði. Veður var kalt og mikið drukkið af ó-
dýru brennivíni. Pá kostaði potturinn 16 skildinga.
Meðal mannfjöldans voru tveir menn, sem hétu Jakob
og Árni; sá fyrri var mikill fyrir sér og sterkur, en
hinn vesalmenni að burðum. Óvart stígur Árni of-
an á hund, svo að hann skrækti. Tekur þá Jakob í
treyjukraga Árna, reiðir svipuna og segir: »Ertu að
meiða hundinn minn, bölvaður?« Árni brauzt um
og ætlar að losa sig, en gat ekki; segir hann þá í
dauðans vandræðum: »Jæja, berðu mig þá, hevítið
þitt, en komdu hvergi við mig«. Úr þessu varð al-
mennur blátur, svo að Árni slapp frá högginu.
Tímarnir breglast.
Pegar foríeður vora vantaði fé, þá drápu þeir
nokkra ríka kaupmenn og fóru svo með peninga
þeirra. En nú hertaka hermennirnir dætur kaup-
mannanna með ást og giftast þeim svo, svo fá þeir
mikinn heimanmund og ná þannig í peningana, sem
þá vantaði.
★ *
Verjandi þess ákærða sagði fyrir réttinum: »Eg
vil vekja athygli hinna háu dómara á því, að sá á-
kærði er fæddur á fæðingarstofnun, og því er óvíst
um faðerni hans. í það minsta er ekki hægt að full-
yrða, að hann sé ekki sonur einhvers hinna háu dóm-
ara. Þess vegna væri varlegra að sýkna manninn
eða hafa dóminn mjög vægan«.
* -k
*
A. : »Hefirðu frétt, að hann Pétur X. er kominn
í hegningarhúsið?«
B. : »Nei. Hver er orsökin?«
A.: »Hann hnerraði«.
(106)