Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 103
Páll Jónsson hreppstjóri á Stóruvöllum í Bárðar-
dal á tvo hrúta, sem vógu lömb 117 og 120 pd., en
ársgamlir 167 pd. hver, báðir jafnþungir.
Slátnrfélag Suðnrlamls
slátraði haustið 1913 40,400 sauðkindum í Reykjavík
°g 20,300 í Borgarnesi eða samtals 60,700. — Aulc
Þessa var slátrað í íshúsinu og hjá kaupmönnum í
Reykjavík 14,200 fj ár. Þetta sauðíjárdráp i Rvík var í
'uesta lagi, eins og víðast sunnan- og vestanlands,
sem var afleiðing ómunalegs ópurkasumars og þar_
afleiðandi skemdra heyja. En þegar veturinn er lið-
inn og vorið komið, munu þó margir óska, að þeir
hefðu slátrað fleiru næstliðið haust.
Lánheiðnir til Ræktnnarsjóðs
yoru árið 1912 samtals 97 og krónu upphæðin 85,772.
^ar af mun hafa verið lánað til jarðabóta 55,100 kr.
°g ábýliskaupa 4,900 kr.
Rán til girðingae/niskaupa úr Viðlagasjóði voru
samtals 6,000 kr. til 24 manna.
Sláttnvélum
Qölgar árlega, sem betur fer. Árið 1913 komu 40 sláttu-
\elar til Iandsins, þar af flestar til Suðurlandsins. —
Norðanlands og austan er alt of skamt komið með
notkun sláltuvéla. í Eyjafirði munu þær ekki vera
fleiri en fjórar og álíka margar í Skagafirði. En í
báðum héruðunum eru margir bæir, þar sem nota
'nætti sláttuvélar til mikils hagnaðar. Reynslan hér
sunnanlands sannar það fullkomlega.
Til landsins munu nú vera komnar 120 sláttu-
vélar. Par af í Rangárvallasýslu 35, Arnessýslu 25
og Vestur-Skaftafellssýslu 15.
(53)