Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 150
Heilsaði (xóa grimmúðug, | grálynd líkt og Þorri;
Tildu þau með heiptarhug | hagsæld raska vorri.
Flóði snjóa láð varð læst, | lokað öllum haga,
stóð sú Gróu hríðin hæst, | hennar Ymbrudaga.
Öskudagsins bjarta brá | bætti úr vonargögnum;
þar hann bræður átján á, | eftir gömlum sögnum.
Þessi gamla spilaspá, | spilling valdið getur,
slíka daga, ef einhver á, | örugt trúnað setur.
Sveipaði Góa grund og mó, | gaddi og flóa þokum,
magnaðist snjóa megnið þó | meir sem dró að lokum.
Kunnur mengi kerlu þræll | kvaddi ódrengilega;
helzt til lengí’ óhappasæll; j hann mun enginn trega.
Heyjaþroti af harðindum | hnuggnir bændur kviðu,
eftir fljótum umskiftum | óskuðu þeir og biðu.
Einmánuður ygldi brár | arfi við að taka;
vildi hann græða sollin sár, | svifta landið klaka.
Fyrstu viku var hann þó | viðsjáll, reif upp skara;
litlar vonir bændum bjó | betri æfikjara.
Vetrarnorn og vorsins dís | vinna að fornu blóti;
önnur að Horni hrekur ís, | hin þar spornar móti.
Þegar blæs úr einni átt, | oft er skammvinn snerra,
gagnstæð æsing getur þrátt | gert hið illa verra.
Þetta styrkja reynslurök, | rás viðburða og alda,
ósamvirk að æsingstök | aldrei góðu valda.
Dymbilvika gerðist grimm, | greiddist lítt úr háska;
loksins þrutu dægur dimm | daginn þriðja páska.
Hætti að skelfa hal og snót | hrímgrá ísa-þoka.
Varaði hagstæð veðrabót | vetrar fram til loka.
Léttist fanna-kyngis kross, | kættist manna hugur.
Gott alt þannig gefur oss | Guð einn sann-máttugur.
Langt er frá eg lasti um of | liðið tímabilið.
Aðrir vorsins Ijóði lof | líkt og það á skilið.
Bæti Harpa svella-sár, | svæfi snarpa vinda,
kæti garpa, fjöldi fjár, | frævi varpa og rinda.
Húsavik á sumardaginn fyrsta 1914.
Ari Jochumsson.
(100)