Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 140
skurðinn yflr land, sem liggur marga metra yfir sjáv-
armál. Þar sem Suez-skurðurinn liggur er sendið
flatlendi með smá-stöðuvötnum. En þar á móti þurfti
að leggja Panama-skurðinn á parti gegnum fjalllendi,
svo að á einum stað varð að sprengja skarð gegn-
um heilt fjall, sem var ógurlega mikið verk, pegar
þar við bættist, að mikið af pvi, sem úr fjallinu kom,
var flutt með járnbrautum langa leið í stíflugarða
kringum skipgengt stöðuvatn, sem var búið til par,
sem landið var lægst.
Vatnið og mest af skurðinum liggur 28 m. yflr
sjávarmál, svo að skipin, sem fara eftir honum,verða
að fara upp stiga eða vatnströppur.
Af kostnaðinum við nefnda fimm skurði sést, að
Panama-skurðurinn er lang stærsta tröllaverkið, sem
gert hefir verið, enda er gagnið, sem hann mun gera
fyrir verzlun heimsins, talið óreiknanlegt. Á vestur-
strönd Ameriku eru mikil lönd og mjög frjósöm, en
eru sum lítið bj^gð enn pá vegna pess, að erfitt og
kostnaðarsamt hefir verið að koma afurðunum á
heimsmarkaðinn. En þegar Panama-skurðurinu verð-
ur opnaður til skipaferða, sem ráðgert er að verði
1. Jan. 1915, þá styttist leiðin til Evrópu nálægt 9000
kílóm. í samanburði við pað, að sigla með vestur-
ströndinni suður fyrir suðurodda Ameríku.
Pótt Bandaríkin séu nú pví nær að ljúka við
Panama-skurðinn, þá er þó hvorki verki né fjárfram-
lagi lokið enn pá, pví að nú eru pau byrjuð á nýju
tröllslegu verki, sem á að verða ósigrandi hafnarvígi
við báða enda skurðarins til pess að verja hann á
hernaðartímum fyrir óvinaher; ef Japanar að vestan
vilja banna skipaferðir um skurðinn eður skemma
hann, og sömuleiðis ef Evrópumenn gera herhlaup
að austan.
Pótt fé það, sem gengið hefir til bygginga pess-
ara fimm skurða sé afarmikið, pá er það þó minna
(90)