Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 132
í dag inn í sínar keisaralegu hallir með sig-
urhrósi sinna trúu og auðmjúku pegna.
Trúboðinn.
Hindúi einn, sem Abdur hét, hafði tekið kristna
trú og var að tala við landsmenn sína, sem heiðnir
voru. Peir gerðu háð og narr að hans ósýnilega guði
og sögðu: »Okkar guði getum við séð og þreifað á,
en hvaða gagn getur þú haft af þínum guði, sem þú
getur ekki séð og veist ekkert, hvernig er«.
Pá sagði A.: »Hafið þið séð tollheimtumenn?«
Hinir: »Já, marga og margoft«.
A.: »Hafið þið séð landshöfðingjann?«
Hinir: »Já, en örsjaldan«.
A.: »En hafið þið séð keisarann?«
Hinir: »Nei! En hvernig getur þú búist við, að
við fátækir og umkomulausir höfum ráð til þess að
geta séð sjálfan keisarann?«
A.: »Hvernig stendur þá á þvi, að þið vegsamið
keisarann og hlýðið hans boðum, sem þið þó getið
ekki séð. Við, sem erum fátækir og lágt settir í menn-
ingarstiganum, sjáum daglega okkar jafningja, en stór-
mennin sjáum við sjaldan eða aldrei.
Ykkar guði getum við séð næstum á hverju götu-
horni, af því að þeir eru svo smáir; en minn guð býr á
himnum, af því að hann er svo stór, og þess vegna get-
um við ekki séð hann. Hann er ómælanlega stór,
en við erum í samanburði við hann ómælanlega
smáir«.
Eilífðin er löng.
Prestur svertingja var að gera trúbræðrum sin-
um skiljanlegt, hve löng eilífðin væri og sagði: »Hugs-
ið yður, mínir kæru bræður, að smátitlingur tæki í
nef sitt einn dropa úr Kyrrahafinu við vesturströnd
Ameríku og flygi svo með hann í Atlantshafið við
vesturströnd Evrópu, og svo héldi hann því áfram
(82)