Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 39
XXXVII
gengur jafnan undir í vestri 5 stundum eptir að hann hef-
ur verið í hádegisstað. Júpíter heldur sig því nær allan
árshringinn í Vatnsberamerki, og reikar meðal stjarnanna
I Jþví merki frá því um miðjan júlí þangað til um miðjan
nóvember í vesturátt, en annars í austurátt.
Satúrnns sést í ársbyrjun um miðnættisbil hátt á lopti
I suðri, og er á lopti alla nóttina. Hann sést áfram I
suðri: I öndverðum febrúar kl. 9 e. m., um miðjan marz
kl. 7 e. m., og gengur jafnan undir 10 stundum eptir að
hann hefur verið í hádegisstað. Um miðjan maí gengur
hann undir um miðnætti og hverfur í ljósaskiptunum. 28.
júní reikar hann á bak við sólina yfir á morgunhimininn,
°g kemur þar um miðjan ágúst upp um miðnætti, en úr
því æ fyr og fyr, svo að hann í árslokin er á lopti alla
nóttina. Satúrnus heldur sig allan árshringinn í Tvíbura-
merki, og reikar meðal stjarnanna í því merki frá því I
ofanverðum febrúar og þangað til í ofanverðum október í
austurátt, en annars I vesturátt. 10. september er Satúrnus
I grennd við Marz.
Úranus og Neptúuus sjást ekki með berum augum.
Uranus heldur sig allan árshringinn í Steingeitarmerki, er
7. ágúst gegnt sólu og er þá um miðnætti í suðri, ein 9
stig fyrir ofan sjóndeildarhring. Neptúnus heldur sig all-
an árshringinn í Krabbamerki, er 19. janúar gegnt sólu
og er þá um miðnætti í suðri, 45 stig fyrir ofan sjón-
deildarhring.
Gangur tungls og sólai- íi ítslandi.
I þriðja dálki hvers mánaðar og í töflunni á bls.
XXXII er sýnt, hvað klukkan er eptir íslenzkum meðal-
Úma, þegar tunglið og sólin eru í hádegisstað í Reykjavík.
En vilji menn vita, hvað klukkan sé eptir íslenzkum með-
altíma, þegar tunglið eða sólin er í hádegisstað á öðrum
stöðum á íslandi, þá verða menn að gera svo nefnda
nlsngdar leiðrétting" á Reykjavíkurtölunni. Verður hún
~r- 4 mínútur fyrir hvert lengdarstig, sem staðurinn liggur
austar en Reykjavík, og + 4 m. fyrir hvert lengdarstig,
sem staðurinn liggur vestar en Reykjavík, t. d. á Seyðis-
firði -f- 32 m., á Akureyri -5- 16 m., á ísafirði + 5 m. 24.
janúar er tunglið t. d. I hádegisstað í Reykjavík kl. 7.25J
0. m.; sama kveldið er það þá í hádegisstað á Seyðisfirði
kl. 6.53', á Akureyri kl. 7.9', á Isafirði kl. 7.30', allt eptir
íslenzkum meðaltlma.
A þeim tölum, sem sýna sólarupprás og sólarlag, verða