Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Fréttehf.
Útgefandl:
Gunnar Smári Egilsson
Rltstjórar
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
ReynirTraustason
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslng-
ar: auglysingar@dv.is. - Drelflng:
dreifing@dv.is
Setnlng og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
norræn
goð
1 Hvað hét kona Óðins?
2 Hver var sjávarguð-
inn?
3 Hvað hétu börn hans?
4 Hvað hét kona Loka?
5 Hvað hétu synir Óðins
og konu hans?
Svör neðst á síðunni
Land til sölu í
alheiminum
Þessi vefur er aðsetur
höfuðstöðva sendiráðs
tunglsins á jörðinni, en
sendifulltrúar tunglsins
virðast einnig reka vefsíður
íÁstralíu, á Bretlandseyj-
um, í Skandinavíu, Þýska-
Vefsíðan
www.lunarembassy.com
landi, Frakklandi, Japan og
á Nýja-Sjálandi. Vefur þessi
er ætlaður öllum áhuga-
mönnum um óravíddir al-
heimsins og þar geta menn
brugðið sér til tunglsins í
boði CNN, keypt landskika
í alheiminum og skráð sig
og landskikann opinber-
lega. Sendiráðið hrósar sér
af því að vera sú alheims
landssöluskrifstofa sem
býður lægsta verð á landi
og segir rúmlega tvær millj-
ónir jarðarbúa þegar á skrá.
Málið
Allur ketill í eld
Orðtakið merkir aö einhver
verður forviða og ráöalaus.
Pottar hétu katlar á fyrri
öldum og á þeim var hald
líkt og á skúringafötum
okkar. Ketillinn vguM
hengdurá króka
sem settir voru yfir
eldinn og varhægtaö
hækka og lækka ketilinn
yfireldinum á meðan verið
var að sjóða matinn. Fólki
brá illa þegar ketill féll i eld-
inn og alltsem íhonum var
eyðilagðist - og eldurinn
slokknaði.
1. Frigg. 2. Njörður. 3. Freyr og Freyja. 4.
Sigyn. 5. Baldur, Höður, Váli, Týr og Þór.
Hugsa þarf menningarnóttina
upp á nýtt
Menningarnótt Reykjavíkur var
haldin á laugardag og gerist nú
___ reyndar rangnefni því dagskráin
er farin að byrja æ fyrr um daginn en
stendur ekki nema fram undir miðnætti
þegar við erum vönust því að telja varla
komna almennilega nótt.
En það er kannski eina ráðið til að
bjarga hluta af þeirri menningu sem nótt-
in er kennd við því kvöldið er að minnsta
kosti á góðri leið að hætta að teljast nokk-
urt menningarfyrirbæri að marki.
Menningarnóttin er orðin rokktónleik-
ar, fyllerí og manngrúi, að minnsta kosti
þegar líða tekur á kvöldið.
Þetta var dálítið fallegt fyrirbæri þegar
það hófst en nú er menningarnóttin orðin
að þeim þjóðhátíðardegi sem 17. júní hef-
ur lítt eða ekki verið undanfarið. Einhvern
veginn öll stemmning dottin úr honum.
Ég fór og rápaði svolítið um bæinn í
fyrradag en sá litla menningu. Ég veit ég
hefði getað leitað hana uppi en þess hefði
ég ekki átt að þurfa, fínnst mér. Hún hefði
átt að blasa við mér. Það eina sem hrópaði
á mann voru nokkrar rokkhljómsveitir að
spila hér og þar.
Og rokkhljómleikar Rásar 2 við höfnina
að kvöldinu eru vitleysa. Fyrir gamlan
hund eins og mig var að vísu voða gaman
að sjá Egó þrusa í gegnum Fjöllin hafa
vakað og það allt í fyrrakvöld, en þessir
tónleikar eru að verða til þess að allt
kvöldið - einmitt þegar allt mögulegt
skemmtilegt og óvænt á að vera að gerast
út um borg og bý - þá snýst allt bara um
þessa tónleika.
Hugsa þetta upp á nýtt. Mannfjöldinn
kann einn og sér að gera að verkum að við
fínnum vel fyrir því að búa í borg en ekki
ofvöxnu sveitaþorpi en manngrúinn einn
gerir þetta ekki að menningarhátíð.
Nema við séum þá sátt við að þetta
verði bara allsherjar útihátíð og fyller-
íssamkunda.
Illugi Jökulsson
Herra hæstvirhir fersætis-
ráðherra aflamarksk
MALEFNI.COM er vefsíða þar sem
fólk kemur fram undir dulnefni og
spjallar um hvaðeina milli himins og
jarðar. Þar er til dæmis einn þráður
sem snýst um fjölmiðla og þar hófst
rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt
sunnudags merkileg umræða um
„einelti fjölmiðla" og „fagleg vinnu-
brögð".
Málshefjandi kallar sig “Gmaria"
og sagði í sínu fyrsta bréfi:
„Það er nokkuð forvimilegt að
fylgjast með „þema“ hinna frjálsu
fjölmiðla nú í sambandi við skipti á
taumnum á hestinum við stjórnvöl-
inn í landsmálum..."
Áður en lengra er haldið er rétt að
fram komið að með skipti á taumn-
um á hestinum við stjómvölinn í
landsmálum virðist „Gmaria" eiga
við væntanleg forsætisráðherra-
skipti, því hún heldur áfram:
„Get ekki betur séð en að nú eigi
aldeilis að „gagnrýna" Framsóknar-
flokkinn með nær stöðugri umfjöll-
un um hann alls staðar alltént á
annarri hverri síðu."
ÞÁ SPYR EINHVER, sem kallar sig
„Cracch", hvað „Gmaria" eigi við og
hvort henni þyki óeðlilegt að fjallað
sé um væntanlegan forsætisráð-
„Ég kalla það einelti þegar til
dæmis persóna ráðamanna er
dregin sínkt [sic] og heilagt
fram með því að nota skírnar-
nafn í stað þess að ræða um
embætti sem viðkomandi
gegnir fyrst. Mér finnstþað
ófaglegt afhálfu þeirra sem
kalla sig fjölmiðlamenn.
Fyrst og fremst
herra eða átökin í Framsóknar-
flokknum? í svari hennar kemur
fram afar merkileg sjónarmið, þykir
okkur:
„Ég kalla það einelti þegar til
dæmis persóna ráðamanna er dreg-
in sínkt [sic] og heilagt fram með því
að nota skírnarnafn í stað þess að
ræða um embætti sem viðkomandi
gegnir fýrst. Mér finnst það ófaglegt
af hálfu þeirra sem kalla sig fjöl-
miðlamenn."
Sem sagt, það er „ófaglegt" að
segja „Davíð Oddsson sagði í dag en
„faglegt" að segja „forsætisráðherra
sagði í dag“. Þetta sjónarmið væri
náttúrlega fyrst og fremst hlægilegt
nema af því að þessi „Gmaria"
kveðst vera „kennslukona í fjöl-
miðlafræðum" sem við vonum
reyndar að sé tilraun til gamansemi
hjá henni en svona hátimbrað rugl
Ég skal fökking drepa þig það
sem þú átt eftir fökking ólifað
EKKIMUNUM VIÐIAUGNABLIKINU ná-
kvæmlega hvarí höfundarverki Williams
Shakespeares hún er, en þykjumst þess full-
vissir að hún sé einhvers staöar. Ræðan sem
vinur aöalhetjunnar helduryfír skúrknum i
verkinu, þar sem vinurinn dtelur skúrkinn
strangiega fyrir að reyna að táldraga sak-
lausa kærustu eða eiginkonu hetjunnar. Og
vinurinn kveður sterkt að orði þegar hann
nefnir sér votta á himni jafnt sem jörð þvl til
staðfestu að hann muni ekki unna sér hvlldar
fyrr en hann hefur unnið bug á tilraunum
skúrksins til að eyðileggja hina heitu og
hreinu ást hetjunnar á kærustu sinni, og
kveðskapurinn i orðumhans verður eins og
dynjandi foss sem fellur yfír ástarmorðingj-
ann; tilkomumikið orðskrúðið sýnir hversu
heitt vininum er I hamsi; hvert hans orð verð-
ur vængjaður egghvass hnlfur sem beinist að
illsku skrúksins - og hann hótar honum öllu
illu efhann láti ekki afaö ógna ástinni...
OG 5VO FRAMVEGIS. Þótt viö munum sem
sagt ekki hvarþessi ræða er niðurkomin.þá
þykjumst við þess fullviss að hún sé þarna
William
Shakespeare
Ungur maður
flutti einræðu
eftirhannl
húsasundi I
Reykjavík seint á
menningarnótt
- þýddaá nú-
tima íslensku.
einhvers staðar I
flykkinu sem alltaf
blasir fyrst við aföllum bókum I bókaskáp
blaðsins: The Complete Works ofWilliam
Shakespeare. Og reyndar furða að við get-
um ekki I augnablikinu rifjað upp hvarþessi
kjarnyrta magnaöa einræöa er, svo mikið
sem við notum bókina.
EN ÞVl DATT OKKUR ÞETTAIHUG um hálf-
fímmleytið I gærmorgun rumskuðum við á
heimili okkar I miðbæ Reykjavík við hávær
hróp úr nálægu porti og þar reyndist vera
ungur maður I hlutverki vinarins að flytja
þessa ræðu Shakespeares I farslmann sinn.
Skúrkurinn var greinitega viðmælandi hans,
hjónadjöfullinn eða spillirinn hins sakiausa
kærustupars. Nema hvað, ungi maðurinn -
sem ögn virtist undir áhrifum áfengis - hafði
þýtt þessa vinarræðu á nútlma-íslensku, og
hún hljóðaði svo, og við vlkjum ekki stafkrók
frd ræðunni sem pilturinn héit hér um nótt-
ina og svo hdtt að I tilfínningaofsa slnum og
innblásinni tryggð lét hann einu gilda þótt
allt hverfíð heyrði:
"SKO, EF ÞÚ FÖKKING heldur fökking áfram
að reyna að fökking komast upp á milli
þeirra, þá fökking skal ég sko fökking drepa
þig, efþú fökking sendir eitt fökking SMS til
hennar i viðbót, þá fökking skal ég sko koma
bara núna og fökking drepa þig, þetta eru
fökking vinir minir, og þú skalt fökking láta
láta hana I fökking friði, þarna fökking helvít-
is fökking asninn þinn, ég skal fökking drepa
þig það sem þúátt eftir fökking ólifað, fökk-
ing fávitinn þinn..."
Og svona áfram, fökking lengi.
sé ekki kennt í raun og veru á ein-
hverri fjölmiðlabrautinni.
GMARIfl HÉLT SV0 ÁFRAM í sama dúr,
aðspurð, þótt mjög væri nóttu tekið
að halla, og sagði „faglegt" að setja
embættistitil á undan nafni ráða-
manns - til dæmis „forsætisráðherra
Jón Jónsson" - alveg öndvert við all-
ar íslenskar málvenjur en „best er
hins vegar" að nota einungis emb-
ættistitilinn. Altso nefria helst aldrei
nafn ráðherrans. Það gangi ekki að
tala um „Jón Jónsson sem hafi þetta
eða hitt ... því þá er verið að ræða
persónu mannsins sem hlutgerving í
þessu efni."
HÉR V0RUM VIÐ alveg búin að tapa
þræðinum, ef svo má að orði kom-
ast, en umræður um þetta mikils-
verða mál héldu áfram fram eftir
nóttu. „GMaria" bætti um betur og
taldi að þetta ætti ekki aðeins að
gilda um ráðherra heldur „alla fag-
lega umfjöllun af hálfu fjölmiðla" og
því til dæmis líka um lækna sem þá
skulu ævinlega nefndir með fullu
starfsheiti í fjölmiðlum en helst
aldrei með nafni. “Zobi" segir þá:
„Mér finnst það hinn argasti
dónaskapur ef fullar upplýsingar
koma ekki með nafrú vors tUvonandi
forsætisráðherra. Því ætti auðvitað
að kalla hann „Hr. hæstvirtur forsæt-
isráðherra Halldór Ásgrímsson Afla-
markskóngur"."
Og ræddu málverjar svo dálitla
stund í morgunsárið hvort það ætti
þá að vera stórt eða lítið „a" í „afla-
markskóngur". En því miður lét
„Gmaria" ekki meira í sér heyra um
málið. Hún hefur líklega verið farin
að sofa.