Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004
Fréttir DV
Unnur Stefánsdóttir, ein andófskvennanna Qörutíu í Framsókn-
arflokknum segir að til tals hafi komið að bjóða fram gegn for-
ystunni á flokksþingi í febrúar. Hún kallar aðförina gegn
ákveðnum einstaklingum innan flokksins hreint og klárt einelti.
„Við ræddum meðal annars um
að bjóða formanninum að velja sér
ráðgjafa úr þessum fjörutíu manna
hópi. Einn eða fleiri við hlið hinna
ráðgjafanna," segir Unnur Stefáns-
dóttir, ein þeirra Framsóknarkvenna
sem stóðu að fundi á laugardag þar
sem rætt var hvernig konur gætu
komist til meiri áhrifa innan flokks-
ins í kjölfar brottvikingar Sivjar Frið-
leifsdóttur úr ríkisstjórninni.
Unnur segir að rætt hafi verið um
flokksþingið í febrúar og játar að
upp hafl komið sú hugmynd að
bjóða fram konur til áhrifastaðna í
flokknum, gegn núverandi forystu.
Hún segir alveg ljóst að siðferðisvit-
undinni innan flokksins sé að hraka
með mönnum sem hugsi ekki um
annað en koma sjálfum sér áfram í
stað þess að hugsa um heildina.
Hún segir að ástandið í flokknum sé
orðið mjög alvarlegt. Ákveðnir ein-
staklingar sem séu fyrir framapotur-
unum sæti hreinlega einelti. „Þetta
kallast óbeint einelti þegar fólk er
útilokað og hunsað," segir Unnur og
neitar því ekki að líklegt sé að konur
undirbúi framboð gegn flokksforyst-
unni á flokksþinginu í febrúar. Til
þess hafi þær styrkinn.
Látum ekki óstjórnina ganga
lengur
Á fundinum var einnig rætt um
að konurnar þyrftu að markaðssetja
sig betur og unnið yrði að því. Þar
kom einnig fram að það eru ekki að-
eins konur sem eru óánægðar og
vilja breytingar, fjöldi karla hefur
sett sig í samband og vill vinna að
breytingum. „Það er mikill baráttu-
andi í okkur núna, svipaður og var
fyrir tuttugu árum þegar konum
fannst nóg komið og karlaveldið
orðið of mikið. Þá fóru bæði inn á
þing og í sveitarstjórnir, margar góð-
ar konur. Stemningin er frábær
meðal kvenna og þær ætla ekki að
láta þessa óstjórn innan flokksins
viðgangast mikið lengur.
Vilium að formaðurinn virði
okkar sjónarmið
Hildur Helga Gísladóttir í Fram-
sóknarfélagi Hafnarfjarðar sem var
ein þeirra fjörutíu kvenna sem skrif-
aði á listann tekur ekki eins djúpt í
árinni og Unnur. „Það hefur kraum-
að undir niðri mjög lengi og okkur
finnst full ástæða til þess að fram-
sóknarkonur fái tækifæri til ábyrgð-
arstarfa innan flokksins og ekki sí-
felit gengið fram hjá þeim. Þær eru
að sjálfsöðu jafn hæfar og karlarnir,"
segir Hildur og tekur fram að þær
séu ekki í þeim hugleiðingum núna
„Við erum ekki eingöngu að
berjast fyrir jafnrétti, heldur
réttiæti og viljum að lýð-
ræðislegar raddir fái að
njóta sín og formaðurinn
virði okkar sjónarmið.
að bjóða sig fram gegn ríkjandi for-
ystu. „Það er engin kona formaður í
kjördæmissambandi. Við erum ekki
eingöngu að berjast fyrir jafnrétti,
heldur réttlæti og viljum að lýðræð-
islegar raddir fái að njóta sín og for-
maðurinn virði okkar sjónar-
mið,“ segir hún og
leggur áherslu á
að meðal
þeirra sem
styðji þær í
baráttunni
sé fjöldi
karla.
berg-
ljot@dv.is
Unnur Stefánsdóttir Hun
er gamalreynd framsóknar-
maddamaoghefurstarfað
innan flokksins i yfit 20 •
Hún man ekki eftiröðru ems
ástandi ognúer innan
flokksins en teiur konurauð
veldlega geta rétt sinn hlut
með samstöðu.
.YýÚ
„Mer finnst það af-
skaplega ódrengi-
legt að vera að
ráðast á unga,
duglega og efni-
lega menn eins og
minn aðstoðar-
mann og Árna
Magnússon í stað
þess að tala við
mig beint."
Nýnasistar
minnast
Rudolfs Hess
Yfir hundrað manns, þar
af 79 nýnasistar, voru hand-
teknir í Wunsiedel í Þýska-
landi um helgina. Fófkið var
að minnast dauða Rudolfs
Hess, aðstoðarmanns Ad-
olfs Hitlers. f bænum sem
liggur norðarfega í Þýska-
landi er Rudolf grafinn og á
hverju ári safnast fjöldinn
allur af fólki til þess að
minnast hans. í ár voru hátt
í 4.000 nýnasistar mættir en
um 500 íbúar bæjarins tóku
þátt í mótmælum gegn
nýnasistunum. Bæjarfélagið
er mjög á móti þessum há-
tíðarhöldum og setti bann á
þau árið 2001.
Björn Ingi
neitar að
frambio genn foi
tjá sig
Björn Ingi
Hrafnsson, aðstoð-
armaður Halldórs
Ásgrímssonar utan-
ríkisráðherra neitar
alfarið að tjá sig um
dauðalistann svo-
kallaða sem hann er
sagður setja óþæga fram-
sóknarmenn á. í það
minnsta telja nokkrir ffam-
sóknarmenn sig vera á slfk-
um lista. í gær var haft eftir
Elsu B. Friðfinnsdóttur á
Bylgjunni að slíkur listi sé í
höndum Björns Inga og
stjórni hann alfarið hverjir
séu á þeim lista. Á listanum
er talið að séu meðal ann-
ars Jónína Bjartmarz, Sif
Friðleifsdóttir, Kristinn H.
Gunnarsson og kona hans
Elsa Friðfínnsdóttir.
Herinn
segir upp
Varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli hefur sagt upp
nokkrum starfsmönnum
frá og með næstu mánaða-
mótum. Kristján Gunnars-
son, formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Kefla-
víkur og nágrennis segir að
þótt ekki sé
þarna um
margt fólk að
ræða, sé lifandi
fólk á bakvið
þær kennitöl-
ur. „Varnarlið-
ið ætlar sér að
draga saman
og það þýðir fækkun á
starfsfólki. Þetta virðist
koma í smá skömmtum,"
segir Kristján. Hann segist
ekki hafa fengið neina
formlega tilkynningu um
hversu mörgum sé sagt
upp en það sé venjan.
Kristján segir að á næstu
mánuðum komi í ljós
hversu margir tapi vinn-
unni þegar niðurstaða á
forvali vegna afgreiðslu
fraktvéla, liggi fyrir.
Framsóknarkonu
Hvað liggur á?
Sfcií/i Steinn Vilbergsson boxari:„Nú erég niðrí boxklúbb að gera allt klárt fyrir veturínn.
Það liggur á að byrja að sprikla aftur og komast í form. Svo var égaðkaupa mér helvíti
flottan bfl. Sagði bara bless við sportbílinn. Búinn að missa ökuskírteinið allt ofoft svo ég
keypti mér bara jeppa."
UnH Z AS9rímSS
Uyrhansformennsku
konur setið lengur í