Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004 27 m www.sombioin.is SÝND kl. 5.50, 8 og B.L14 SÝND kl. 5.45 og 7.30 M/iSLENSKU TAU - REGnBOGinn DDDolby /ÐD/.. Thx SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is www.laugarasbio.is Ragnheiður Gröndal söngkona hefur gert víðreist í sumar, bæði landfræðilega og tónlistarlega. Hún segir sumarið hafa verið frábært og er þegar farin að hlakka til vetrarins þegar hún gefur út sólóplötu. „Þetta er búið að vera frábært sumar," segir Ragnheiður Gröndal söngkona. „í byrjun sumars söng ég með djassbandi ásamt bróður mín- um, honum Hauki. Við spiluðum á litlum og kósí stöðum í bænum og síðan á djasshátíð á Egilsstöðum. Svo fór ég í tíu daga tónleikaferðalag um landið með hljómsveitinni Black Coffee. Við spilum blús og djass, og tónlist eífir mig. Þá fór ég í ferð með hljómsveitinni Schpilkas sem sam- anstendur af þremur Dönum og þremur íslendingum. Við spilum klezmer, sem er þjóðlagatónlist Gyð- inga og einnig ýmsa tónlist ff á Aust- ur-Evrópu.“ Ragnheiður er aðeins 19 ára göm- ul og hefur þegar lokið við fyrstu sex stigin í söng- og píanónámi og gefið út djassplötu fyrir síðustu jól sem seldist mjög vel. Hún læmr sér ekki nægja að syngja djass, blús og klez- mer-tónlist heldur hefur hún líka verið að syngja með hljómsveitinni Ske sem hefur getið sér góðan orðstír, bæði hér á landi sem erlend- is. „Ég fór líka til Bretlands í sumar með Ske. Við spiluðum á allskonar stöðum. Ske er allt öðmvísi en hinar hljómsveitirnar sem ég hef sungið með. Þeir spila rosalega flotta og skemmtilega popp- og rokktónlist." Ragnheiður segist sjálf mest hlusta á djass og góðar söngkonur. „Joni Mitchell er voðalega mikið á fóninum sem stendur, annars hlusta ég bara á það sem mér finnst flott hverju sinni.“ Það er margt spennandi fram- undan hjá Ragnheiði, meðal annars sólóplata um jólin sem mun inni- halda ljúf vetrar- og jólaljóð, og plata með Ske. Hún segir að henni finnist frábært að geta unnið við tónlist og vonast til að geta gert það áfram í framtíðinni samhliða því að mennta sig enn frekar á sviðinu. „Ég vil bara halda áfram að syngja og semja tón- list, ég er samt ekkert með neina sér- staka poppstjörnudrauma." Tökur á himnaferð Balta- sars Kormáks hefjast á næstu dögum en á föstu- dag mátti sjá leik- stjórann og sam- starfsmenn hans gera sér glaðan dag á Kaffibamum áður en törnin hefst. Nýi íbúinn í Þingholtunum, JuMa Stiles, kvikmyndastj arna frá Amer- íku, virtist skemmta sér kon- unglega á nýja hverfisbarn- um sínum á fslandi. Þar vom einnig litla Dís-stjarnan Alfrún ömólfsdóttir ásamt Hveriir voru hvar gamla góða Pétri Pan, Friðriki Friðrikssyni leikara, en þau eru par. Nokkur hluti af rúmlega 100 þúsund gestum á Menn- ingarnótt, komu auðvitað við á ölstofum og skemmtistöð- um borgarinnar að skála fyrir velheppnaðri hátíð, slá taktinn og sumir stigu dans. Á Geirfuglaballinu í Iðnó, sást til þingmanns- ins Hjálmars Ámasonar meðal ballgesta, en þar voru líka Steingrímur Ólafsson kynningarfuU- trúi og ekki síður Ottó Tynes tónlistarmaður. Val- ur Gunnarsson ritstjóri og Grapevine-gengi hans voru svo í grenjandi og öskrandi stuði á De Palace. Að lokn- um vel heppnuðum tón- leikum Rásar 2 á Miðbakka, skeiltu strákarnir f Leaves sér rakleiðis á Sirkus. Þar voru þá fyrir allar þær fýrirsætur landsins sem starfa í útlöndum og eru heima í sumarfríi og ekki lét Andrea Róberts- dóttír sig vanta heldur. Jónsi í Sigurrós heiðraði þann stað líka með nær- veru sinni. Á Ölstofunni og Vegamótum var mjög margt um manninn. Búið var að sameina staðina og girða portið af. Þar var Simmi og Jói í góðum fíling ásamt Guömundi Stein- grímssyni, harmonikuleikara Ske. Klukkan tíu í gærmorgun voru hinir skemmtanasjúku enn á ferð um miðborg Reykja- víkur en f görðum og á túnum hringuðu þeir sig sem ekki náðu heim áður en óminnishegrinn hafði betur. Tálog blekkingar Æfingar standa nú yfir í Borg- arleikhúsinu á frægu verki eftir Harold Pinter sem heitir Betrayal og lýsir í öfugri tímaröð ástarsam- bandi karls og giftrar konu, en hinn kokkáiaði eiginmaður og elskhugi konunnar eru bestu vinir og að auki rithöfundur og útgef- andi. Munu þeir Felix Bergsson og Ingvar Sigurðsson leika karl- mennina í þríhymingnum en Jó- hanna Vigdís eiginkomma. Verkið vakti mikla athygli þegar það var frumsýnt fyrir nær þremur ára- tugum sökum þess að það lýsti á opinskáan hátt sambandi leik- skáldsins við fræga sjónvarps- konu. Þótt það sé oftast talið með áhrifameiri síðari verkum skálds- ins þá er það talið afar erfitt í þýðingu, en ekki hefur frést hver leysir þá þraut í Sogamýrinni. Það er fyriirtæki Baltasars Kormáks sem stendur að leiksýningunni í samstarfi við Leikfé- lag Reykjavíkur og mun einnig standa til að flytja verkið á sviði norðanlands í samvinnuvið Leikfélag Akur- eyrar. Þávekur það ekki síður athygli að Edda Heiðrún Back- man leikstýr- ir. Madonna góðvið Britney Madonna hefur eytt mörg hundruð þúsundum króna til að kaupa sjaldgæfa bók frá 12. öld um Kabbalah-trúna fyrir vinkonu sína Brimey Spears. Brimey ku hafa orðið hrifin af trúnni eftir að Madoima kynnti hana fyrir henni. „Madonna hefur alltaf litið eftir Brimey, þegar Britney átti erfitt fyrr á áiinu notaði Madonna Kabbalah-trúna til að hjálpa henni. Brimey var hæstánægð með bókina, hún hefur lesið hana spjaldanna á milli og er hugfiang- in af henni," sagði heimildarmað- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.