Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 12
7 2 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004
Fréttir DV
Egill aftur í
sjónvarpið
Egill Helgason
sjónvarpsmaður er
væntanlegur í loftið
að nýju upp úr
miðjum september.
Þáttur hans, Silfur
Egils, hefur verið
meðal vinsælustu
sjónvarpsþátta síð-
ustu árin en þar hefur hann
kallað til sín fólk til að ræða
það sem efst er á baugi í
þjóðfélagsmálunum. Egill
hefur sjálfur tekið sér frí í
sumar en segir ff á því á
heimasíðu sinni að þáttur-
inn sé væntanlegur á dag-
skrá að nýju í næsta mán-
uði, jafhvel með einhverj-
um breytingum. Hann ætl-
ar að upplýsa nánar um
þær síðar.
Byrjað að
skjóta gæs
Gæsaveiðitímabilið er
hafið. Helsta vandamál
veiðimanna um þessar
mundir er blíðviðrið. Veður
það sem best er fallið til
gæsaveiða er kuldi, vindur
og lágskýjað en í blíðviðr-
inu flýgur gæsin hærra.
Veiddar verða grágæsir og
heiðargæsir og er veiði-
mannahópurinn ekki mjög
stór á landinu. Flestir veiða
sér eingöngu til matar.
„Á Skaganum erýmislegtaö
gerast og Skagamenn eru alltaf
I sókn," segir Sveinn Kristins-
son forseti bæjarstjómar Akra-
ness. „Hér er mikil uppbygging,
hús þjóta upp en fólkinu fjölgar
ekki
Landsíminn
ems og
húsun-
um, sem er nokkur ráögáta.
Menn bíöa eftir auknum at-
vinnutækifærum á Grundar-
tangasvæöinu og hér í bænum.
Menningar- og listalífiö hefur
veriö meö miklum blóma en
okkur hefur ekki gengiö eins vel
I fótboltanum eins og viö hefö-
um viljaö, en þaö er ekki öll nótt
úti enn."
Jóna Birna Harðardóttir
Eins og sjá má er skotið sem
lenti í rúðunni I höfuðhæð, en
það stefndi beint að ibúanum.
DV-myndir Stefán Karlsson
Landsleik íslands og Ítalíu í knattspyrnu lauk meö hvelli í Hafnarfirði. Jóna Birna
Harðardóttir segist hafa setið í skotlínu óþekkts manns sem lét til skarar skríða á
undarlegu augnabliki.
Fengu skot í rúöuna nm lelð
eg leikurlnn vsr flautaDur aí
Undarlegt atvik varð í Hafnarfirði þegar dómarinn á Laugardals-
velli flautaði af knattspyrnulandsleik fslands og Ítalíu. Á sama
augnabliki og flautan gall við var skotið í rúðuna hjá Jónu Birnu
Harðardóttur.
„Við vorum að standa upp þegar
við heyrðum að skot small í rúðunni.
Þetta gerðist um leið og leikurinn
var flautaður af,“ segir Jóna Birna,
íbúi í fjölbýlishúsi á Háholti 12 í
Hafnarfirði, en óþekkt skot fór í rúð-
una heima hjá henni og syni hennar
á miðvikudagskvöldið þegar lands-
leik íslands og Ítalíu í knattspyrnu
lauk. Leikurinn fór 2 - 0 fyrir Island
og er rætt um einn stærsta knatt-
spymusigur í sögu landshðsins.
„Þetta er hið undarlegasta mál.
Kannski hefur einhver verið að
fagna leiknum. Við eigum allaveg-
ana enga óvini,“ segir Jóna.
Ljóst er að Jóna og maður henn-
ar voru ljónheppin. Skotið fór að-
eins í gegnum ytri rúðuna en
skemmdi þá innri. Jóna segir að
skotið hafi stefnt beint á sig. „Okkur
brá náttúrulega rosalega. Skotið var
í beinni línu frá þeim stað þar sem
við sátum og horfðum á sjónvarpið.
Við vitum ekkert hver þetta var eða
hvers vegna. Við urðum ekki vör við
neina úti á bílaplani, þar voru bara
fjórar litlar stelpur að leika sér,“ seg-
ir hún.
Jóna kveðst halda að skotið sé
eftir loftriffill, fyrst það fór ekki í
gegnum rúðuna. Hún áttar sig hins
„Þetta er hið undar-
legasta mál. Kannskl
hefur einhver verið að
fagna lelknum. Vlö
eigum allavegana
enga óvini."
vegar ekki á því hvaðan einhver
hefði getað skotið úr slíkum riffli
þannig að það drifi alla leið.
Lögreglan er litlu nær í málinu
en Jóna sjálf. Gísli Þorsteinsson,
lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, segir
að enginn sé grunaður í málinu og
málsatvik séu nokkuð óljós. „Það er
verið að vinna skýrslu um þetta,"
segir hann.
jontrausti@dv.is
Skemmd Lögreglan er engu nær um hvað
gerðist i Háholtinu í Hafnarfirði.
álpum t
Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar-
bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð
við skammtímabankalán. Þannig lækkaröu greiðslubyröina hjá þér og
eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í
fasteign.
Fasteigna- og framkvæmdalán Frjálsa fjárfestingarbankans eru einnig
hentug leið fyrir þá sem standa i húsbyggingum eða fasteignakaupum.
Í80
/q
\ 'O
\
___
R.ignheiður Þengilsdóttir
viðýkiptafræðingur er lán
lánafulltrúi á viðskiptasvíði.
Lan meö afngreiösluaðferð an verðbota