Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004 3 DV Fyrst og fremst í sama hljóðveri og Led Zeppelin Hljómar árið 1968 Erlingur, Gunnar, Shady, Rúnar og Engilbert með nýju plötuna. Gamla myndin þetta skiptíð er frá árinu 1968. Hún var tekin af því tilefni að hljómsveitin Hljómar frá Keflavík var að gefa út sína aðra 12 laga plötu. „Þetta er seinni 12 laga plata Hljóma. Við tókum hana og þá fyrri upp í London, það var ekki gert yfirleitt á þessum tfna. Landið var ekki orðið stereóvætt og flestar plötur teknar upp í mónó héma á íslandi. Það þóttí stöðu- tákn að vera með góðar græjur í húsinu hjá sér." segir Gunnar Þórðarson, einn allra afkasta- mestí lagahöfúndur fslands. ,Á plötunni vom lög eins og Er hann birtíst, Ástarsaga, Lífsgleði og fleiri. Shady Owens var í hljóm- sveitinni þá. Þetta var eina skiptíð sem hún söng á plötu með okkur. Við tókum hana upp í hljóðveri sem hét Olympic studios. Við vorum í minna stúdíóinu í húsinu. í því stærra var hljómsveit sem hét Led Zeppelin að taka upp plötu. Við hitt- um þá h'tíð þar sem þeir tóku aðallega upp á nótt- unni.“ Gunnar segir að plötur hafi ekki selst eins og nú á þessum tíma. „Platan seldist í 4000 eintökum. Það þóttí algert met á þeim tíma. Við vorum stærsta hljóm- sveitin á landinu." Hljómar em enn að í óbreyttri mynd fyrir utan Shady sem býr í Englandi. Þeir gáfú út plötu í fyrra og em nú að taka upp aðra. „Það komu tvö lög frá okkur út á safiidisk í sumar og þau verða á plötunni. Við erum núna að taka upp restína af henni." Aðspurður um hvort þeir séu betri í dag en nokkm sinni fyrr segir Gunnar, hógvær og yfirvegaður að vanda: „Við erum ágæt- ir en það er annarra dæma um það hvernig við stöndumst sam- anburð við fyrri afiek." Spurning dagsins Skemtilegast á Menningarnótt? Grilluðu naut fyrir utan gluggann minn „Ég hefaldrei tekið þátt í Menningarnótt fyrr en á laugardag. Ég fórí Nýlistasafnið um daginn og hlýddi m.a. á Nýlókórinn sem mér fannst spes og skemmtilegur. Ég býí miðbænum og hafði líka mjög gaman afþegar heilt naut var steikt hér fyrir framan gluggann minn." Maríus Sverrisson söngvari „Það eina sem égtókþáttí auðvitað! Kór- verkMagnúsar Pálssonarog Kristins Harðars- sonarsemviðí Nýlókórnum fluttum í nýjum húsakynnum Ný- listasafnsins við Laugaveg. Það var ótrúlegt að taka þátt í þvi Ragnhildur Stefánsdóttir myndlistarkona „Mérþótti óskaplega gam- an að sjá og heyra Egó á Miðbakkanum. Égvarbara krakkiþegar þeirhættuog átti ekki von á að fá að mæta á tónleika með þeim yfirleitt. Og flugeldasýningin á eftir var stór- glæsileg." Sindri Freysson rithöfundur „Ég held að það hafi verið flug- eldasýningin í lokin, hún bar eiginlega af. Annars fannst mérfrábærtað vera niðri í bæ með öllu þessu fólki og njóta ólíkra viðburða um allan miðbæ- inn. Maðurgat gengið úr einni tónlistarstefnunni í aðra en mér finnst alltaf skemmtilegast þegar flugeldasýningin byrjar." Laufey Brá Jónsdóttir leikkona „Ég sá nú ekki mjögmargten ætliþaðhafí ekki verið flug- eldasýningin I restina.Svovar núekkertsér- staklega leiðinlegt að sjá og heyra Egóaftur." Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi Seinnipart laugardags voru 40 til 50 þúsund manns Imiðbænum að njóta menningarnætur en yfir 100 þúsund manns horfðu á flugeldasýninguna við Miðbakka um klukkan 23.Aldrei hafa svo margir verið samankomnir í miðbæ Reykjavíkur, næstum allar götur í miðbænum voru lokaðar fyrir bílaumferð en eftir mið- nætti var mikill erill hjá lögreglu. Karlar hylja andlit sín, ekki konur f vesturhluta Saharaauðnarinnar í Afr- fku norðanverðri búa um 300 þúsund túarekar; {Alsfr, suðaustur Marokkó, Lf- bfu, Malf og Nfgerfu. Ættbálkarnir tala fjölmargar mállýskur tamacheq-tung- unnar en hún þróaðist úr máli berba fyrir margt löngu. Letur túarekanna, tif- inagh, er keimlfkt þvf ritmáli sem forð- um tfðkaðist um gjörvalla Norður-Afr- fku. Túarekar eru hirðingjar og byggja efnahag sinn á þvf en samfélag þeirra Fólkið í heiminum ber enn nokkur merki fyrri stéttarskipt- ingar; aðall, frjálsir menn og þrælar. Forðum fóru aðalssynir fremstir meðal strfðsmanna túareka, nú rækta þeir úlf- aida en leiguliðar hirða um geitur þeirra og sauðfé. Þjónar þeirra og fyrrum þeldökkir þrælar stunda önnur nauðsyn- leg störf, svo sem akuryrkju og heimilis- rekstur. Heimili sfn gera víðförlir hirðingjarnir af geitaskinni skreyttu mislitum leir sem þeir hengja á stólpa úr bambusviði. Menning túareka ber flakki þeirra um aldir nokkur merki, Heródótus sagnarit- ari kallaði þá garamanta forðum en þeir ganga líka undir heitinu Bláu mennirnir, því karlar bera taguelmust, fagurbláa túrbana og sér aðeins f augun. En þótt flestir túarekar séu múslimar bera konur þeirra ekki blæjur. Þessi staðreynd hefur vafist nokkuð fyrir mönnum, vitað er að körlum af ótal þjóðum f Sahara er meinilla við að bera munn sinn og tenn- ur fyrir konum og ókunnugum en ekki má heldur gleyma hversu þægilegt er að sveipa andlit sitt kiútum á ferð um enda- lausa sanda Norður-Afrfku. Túarekakonur njóta töluverðs frelsis, virðingar og ábyrgðar f samfélag- inu. Þær koma munnlegri sagna- og sönghefðinni milli kynslóða og móður- ættin er f hávegum höfð, ekki föðurætt- in. Stjórnvöld um vesturhluta Sahara þvera og endilanga hafa lagt fast að túa- rekum að velja sér fastan bústað og að- lagast meirihlutanum á hverjum stað. En túarekarnir streitast á móti og sfðustu ár hefur áhugi ferðamanna á auðnum Sa- hara aukið möguleika þeirra á að við- halda fornum Iffsháttum sfnum f sand- auðnum Norður-Afrfku. EKKERT STYUKIH VJN - ÁTTUBÖND EINS VBL OG FULLVISSA ANNARS UM AD HANNSÉHINUM FREMRI. HONOIlliíiliBAI2AG, i HANSKUH íhjhol UNDUH OO BIAOAMADUH 1700 Þeir eru bræður Listfræðingurinn ~ tónskáldið Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Atli Ingólfsson tónskáld eru bræður. Þeir eru synir hjónanna Ingólfs Aöalsteinssonar frá Miðdöium, fyrrum framkvæmdastjóra Hitaveitu Suðurnesja, og konu hans Ingibjargar Ólafs- dóttur húsmóður frá Vopnafirði. Aðal- steinn hefur verið drjúgur við að semja Ijóð og skrifa bækur og greinar um ýmsa íslenska listamenn.Atli er í hópi efnilegri tónskálda afyngri kynslóðinni. Geymslu- jgm og dekkjahillur www.isold.is í bflskúrinn, geymsluna, heimilið og -fyrirtækið Þessar hillur geta allir sett saman. Skrúfufrítt og smellt saman. Nethyl 3-3a -110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 5673609 _____________________________/ kr.7.700.- viðbótareining kr. 5.586-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.