Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir J j ^ y.K/ ~* mk Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafnar því alfarið að hann hlusti aðeins á einsleit sjónarmið kliku næsta sér og ákvarðanir hans séu ekki i takt við skoð- anir flokksmanna. Ódrengilegt að ráðast á unga og duglega menn „Mér finnst sjálfsagt að ræða um forystu flokksins og ánægjulegt ef fólk býður sig fram til forystu. Hitt er svo annað að frá því að ég varð formaður flokksins hafa konur gegnt fleiri emb- ættum í ríkisstjórn í sextán ár en í öll- um öðrum flokkum samanlagt í sögu lýðveldisins. Ég get því ekki tekið undir að ég sem formaður flokksins hafi ekki haft fullan skiling á jafnrétt- ismálum," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra spurður um hvort það valdi honum ekki áhyggjum ef konur taki sig til og bjóði ffam gegn forystunni á næsta flokksþingi. Halldór bendir á það hafi verið rík krafa innan flokksins að hann tæki þátt í ríkisstjórn og það hafi einfald- lega þýtt að það þyrfti að fækka ráð- herrum. „Mér finnst það afskaplega ódrengilegt að vera að ráðast á unga, duglega og efnilega menn eins og minn aðstoðarmann og Áma Magn- ússon í stað þess að tala við mig beint. Ég hef náið samstarf við alla ráðherra flokksins og að sjálfsögðu við minn aðstoðarmann. Það liggur í augum uppi. Ef aðilar innan flokksins hafa eitthvað við mín störf að athuga á það að beinast gegn mér en ekki öðrum," segir Halldór. Halldór neitar því alfarið að hann hlusti aðeins á ungu mennina og leggi ekki eyru við það sem aðrir hafa fram að færa. „Ég tek mínar sjálf- stæðu ákvarðanir og hef fulia burði til þess. Það er mín skylda að hafa fullt samráð við þingflokkinn. Það gerði ég og ræddi við hvern og einn þingmann einslega áður en tillaga mín var borin ffam. Þingflokkurinn tekur ákvörðun og hann kvað upp um það í lýðræðis- legri kosningu hverjir yrðu áffam- haldandi ráðherrar í ríkisstjóm. Síðan geta menn verið ósáttir við niður- stöðuna en hún er eigi að síður lýð- ræðisleg," segir Halldór. bergljot@dv.is NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2004 Símenntun er án vafa oft það forskot sem ræður úrslitum við ráðningu starfsfólks. Ert þú tilbúin(n) til að takast á við nýja tíma? Ólafur Sveinbjörnsson Matreiðslumaður & markaðsfulltrúi „Þrisvar sinnum í viku fjáresti ég í frítíma mínum með Sölu- & markaðsnámi hjá NTV. Bæði ég og fjölkyldan munum njóta þess um ókomna framtíð!" Anna María Sigurðardóttir - Bókari hjá SÍF „Eftir bókhaldsnámið hjá NTV opnuðust mér nýjar dyr og ég hætti vinnu minni sem fiskmatsmaður. í dag starfa ég við bókhald hjá SÍF. * MARKVISST STARFSNÁM OG NÁMSBRAUTIR MEÐ VINNU Markmið okkar hefur alltaf verið að bjóða upp á hnitmiðuð námskeið þar sem jafnrík áhersla er lögð á að styrkja einstaklinginn og að þjálfa hann í verki og sjálfstæðum vinnubrögðum. - Skrifstofu- og tölvunám <258 stundir) - Fjármál og rekstur d32stundir) - Sölu- og markaðsnám <264 stundir) - Skrifstofunám & hönnun (4i4stundir> - Sölunám & hönnun (420stundir) - Skrifstofu- og rekstrarnám (462 stundir) - Sölu-, markaðs- og rekstrarnám <396 stundio MARGMIÐLUN OG GRAFÍK Frá stofnun skólans hefur verið lagður mikill metnaður í að vera í forustu á sviði kennslu í grafík og margmiðlun. Þessi námskeið eru frábær undirbúningur fyrir þá sem hyggja á frekara nám eða vilja starfa á sviði margmiðlunar og/eða gerð kynningarefnis. - Auglýsingatækni (i56stundir> - Photoshop Expert »6 stundio - AutoCad & 3D StudioMax (180 stundir) - Vefsíðugerð 1 -2 & 3 (210 stundir) BÓKHALDSSNÁM / bókhaldsnámi NTV er lögð áhersla á að kenna vel öll grunnhugtökin og vinnubrögð við bókhald. Síðan er kennt á Navision tölvubókhaldskerfið sem er mjög víða notað. - Grunnnám í bókhaldi oossmndir) -Tölvubókhald - framhald (24stundir) - Navision viðbótarnám (sjá www.ntv.is) SÉRHÆFT DIPLOMA NÁM & FORRITUN NTV hefur frá stofnun skólans 1997 lagt mikla áherslu á sérhæft nám, sem tengt er alþjóðlegum prófum, og hefur námið verið í stöðugri þróun enda markmiðið að mæta þörfinni þar sem hún er mest fyrir störf á þessu sviði. -Tölvuviðgerðir (72smndir> - MCP XP netstjórnun (126 stundir) - MCSA 2003 netstjórnun (150 stundir) - LINUX (240 stundir) - Kerfisstjórinn ooa stundin - C#, ADO.NET og ASP.NET forritun (240 stundir) ALMENNT TÖLVUNÁM OG STYTTRA NÁM Tölvan er stór og ört vaxandi þáttur í daglegu lífi fólks og í rekstri fyrirtækja. Því er símenntun einstaklingsins oft það forskot sem ræður úrslitum við ráðningu starfsfólks. -TÖK tölvunám rao stundio - Tölvunám fyrir byrjendur <6o stundio - Photoshop fyrstu skrefin & stafrænar myndavélar oo stundir) -Tölvunám eldri borgara (30stundir) -Tölvunám eldri borgara frh. <30stundir) - Myndbandavinnsla með Adobe Premiere <36 stundir) UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á WWW.NTV.IS * ,s*ens*cuI Við höfum nú þegar uppfært allt okkar námsefni fyrir Windows XP og Office 2003 hugbúnaðarpakkann fyrir hið íslenska umhverfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.