Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004 Fréttir TSV Menningarnótt var haldin í Reykjavík á laugardaginn. Ýmislegt forvitnilegt var í boði og fjölbreytnin var mikil. Yfir hundrað þúsund manns söfnuðust saman á hafnarbakkanum og má segja að hljómsveitin Egó hafi hrifið fólkið sem beið eftir flugeldasýningu sem er eitt aðaláhugamál íslendinga. íslendingar söfnuðust saman á laugardaginn í miðbæ Reykjavíkur og drukku í sig rammíslenskan ktiltúr. Sumir drukku þó eitthvað annað en menningu því sólbrunninn róni lá í gráköflóttum fötum á Austurvelli og virtist ætla að hvfla sig á öllum látun- um. Skömmu síðar komu hjónin af Bessastöðum tvö röltandi eftir Austur- strætinu og Dorrit velti fyrir sér hvort hún ætti að fá sér gasblöðru, það voru nefnilega allir á Menningamótt. Flest- ir gátu fundið eitthvað sem kveikti áhuga hjá þeim, hvort sem það var samankrumpuð bjórdós á Nýlista- safninu eða trúnó með næsta manni á torgi tiifinninga. Hljómsveitir landsins kepptust við að „lúkka" sem best og gamall maður málaði myndir með kaffi fyrir utan Rauðhettu og Úlfinn. Fær sér smók Sló taktinn í viðardrumb. Fjölbreytt dagskrá var á Menning- arnótt í miðborginni. Candyfloss og ein með öllu Einhverjir tóku sér pásu í miðri menningunni og horfðu á enska bolt- ann með grillaðan hamborgara og kokteilsósu. Listasafn Reykjavíkur ið- aði af raftónlist drengjanna í Ghostigi- Bjork Spilaði með Ghostigital í Listasafni Reykjavikur og vakti það mikla lukku. Unglingadrykkja töluvert var um drykkju hjá unga fóikinu og var erfitt að náí gegnum símakerfið fyrir álaginu. Skeggjaður Rúdolf Skemmti fólki á Aust- urvelli með allskyns kúnstum. yv-WBfa %*, ■ m , ^ jflP' m Hoppað I París Börnin gátu fundiö margt skemmtilegt f miðborginni á Menningarnótt. Flestir gátu fundið eitthvað sem kveikti áhuga hjá þeim, hvort sem það var samankrumpuð bjórdós á Nýlista- safninu eða trúnó með næsta manni á torgi tilfinninga. Appelsfnugular nunnur Þærvoru giaðar og spiluðu í Bankastrætinu rétt fyrirofan Bjarna töframann. þar sem þeir spiluðu í tíu klukkutíma. Gestir ráku upp stór augu þegar Björk okkar Guðmundsdóttir sett- ist við hljómborð í smá tíma og gaf strákunum tóninn. Megas og Súkkat spiluðu mega- sukk við tjömina og hestamenn leyfðu krökkunum að setjast á bak. Framboðið af menningunni er svo mikið að ómögu- legt er að sjá allt sem í boði er og því er mjög mikilvægt að velja úr. Þetta er allt spumingin um að velja og hafna. Þvílíkt Egó Mannliafið náði hámarki á hafnar- bakkanum á tónleikum Egó sem töldu svo niður í flugeldasýningu sem var hin prýðilegasta. Foreldrar með börn- in sín, kærustupar í flíspeysum og blindfullir unglingar sungu Kyrrlátt kvöld við fjörðinn með hjálp kóngsins sem aldrei hefur verið betri. Þvflíkur kraftur og stemning í einu bandi. Hljóðfæraleikarar á heimsmælikvarða og sköllóttur boxáhugamaður er eitt- hvað sem getur ekki klikkað. Fólkið sem stóð við hliðina á Ingólfi söng jafn mikið með lögunum og krakkarn- ir sem vom að „slamma“ við tærnar á Bubba. Flugeldasýningin stóð í níu mínútur og vom 22 starfsmenn Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík sem sáu um herlegheitin. „Menningamótt árið 2000 og afmæli Kringlunnar 1999 vom stærri sýningar en þessi en hún heppnaðist mjög vel og planið gekk upp. Við getum ekki verið annað en mjög kát með þetta," sagði Víðir Reynisson einn af skipuleggjendum sýningarinnar. Svo þarf fólk að komast heim „Allur sá mannljöldi sem safnaðist saman í Vonarstræti gerði ákveðna stíflu. Svo þegar höggið kom eftir flug- eldasýninguna varð þetta svolítið erfitt," segir Steindór Steinþórsson deildarstjóri Strætó. Hann segir Strætó hafa raðað upp 50 bflum sem hafi svo gengið erfiðlega að koma úr bænum. „Það vom smábflar og mannmergð sem vom að torvelda okkur aðkom- una. Suðurgatan var opnuð fyrir okkur en íslendingar em bara þannig að þeir fara ekki alltaf eftir reglum. Einn og einn var pirraður en flestir vom þó bara með bros á vör,“ segir Steindór en búið var að flytja síðustu hræðum- ar heim um korter yfir eitt. Þó vom ekki allir á þeim buxunum að fara heim á þessum tímapunkti. A ð berja mann og annan „Undir morgun er fólk kannski búið að drekka í töluverðan tíma og fer að vera með stæla. Þá blossar upp vík- ingablóðið og menn fara að betja mann og annan. Það var svolítið um slagsmál en engar alvarlegar líkams- meiðingar og ekkert alvarlegt sem við vitum af ennþá,“ segir Geir Jón Þóris- son yfirlögregluþjónn. Hann segir þessa helgi alltaf vera erfiða hjá lög- reglunni því krakkar séu að klára sum- arvinnu og vilji fagna því. „Það var ein nauðgun kærð til lögreglu sem er mjög alvarlegt mál. Ef það koma upp nauðganir héma í Reykjavík þá er það oft í tengslum við helgamar. í öllu þessu mannhafi er þetta ekki mikið en því miður einni of mikið." Geir Jón segir þessa nótt vera svip- aða stóm helgunum áður fýrr og lög- reglan sé að eiga við fólk langt fram undir hádegi. Hann leggur áherslu á að nóttin sjálf sé ekki hluti af menn- ingamótt því formlegri dagskrá ljúki þar fýrir miðnætti. „Við viljum alveg aðskilja þetta við Menningamótt, þó nafnið á þeirri hátíð sé nokkuð öfug- mælt, því það er engin nótt þar inni,“ segir Geir Jón. Þegar sólin kemur upp fara flestir að reyna að koma sér heim. Pappír og pulsubréf hylja götur bæjarins og leigubflaröðin slagar hátt upp í Gaypride-gönguna, í lengd. Ætli ég labbi ekki bara heim. breki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.