Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 31
DV Siðast en ekki síst
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004 31
Miðstýrt valfrelsi?
Umræður um skólamál eru
markaðar af nokkurri þverstæðu:
annars vegar eru uppi kröfur um
aukna miðstýringu og hins vegar um
aukið valfrelsi foreldra og nemenda.
Það merkilega er að þessar kröfur
eru oft settar fram af sama fólkinu.
Samræmd próf tröllríða skólakerf-
inu og munu innan skamms ná til
stúdentsprófanna líkt og grtmnskól-
ans. Framhaldsskólanemendur fara
ekki lengur í hverfisskóla, heldur
velja þeir sér skóla sem velur sér
nemendur. Framhaldskólarnir þurfa
því ekki aðeins að hugsa um það
hvernig þeir mennti ungmenni,
heldur einnig hvernig þeir markaðs-
setji sig og auglýsi. Á sama tíma eru
hugmyndir um valfrelsi í grunnskól-
anum til umræðu og áhugaverðum
hugmyndum í þá áttina verið
hrundið í framkvæmd í Garðabæ.
Miðstýringarárátta
Miðstýringaráráttan er gjaman
klædd í falleg föt og kölluð gæða-
stjórmm eða trygging fyrir því að
skólarnir miðli þekkingu og sinni
þannig hlutverki sínu. í raun verður
þessi miðstýring ekki kölluð annað
en tíska og eins og önnur tíska er
hún alþjóðleg. Samræmd próf hafa
verið tekin upp á Norðurlöndunum,
jafnvel á sama tíma og grunnskól-
arnir vom færðir til sveitarfélaganna
til að auka fjölbreytni og sveigjan-
leika. Á Bretlandi vom laun kennara
jafnvel tengd við niðurstöður í sam-
ræmdum prófum, svona til að gefa
kennurum aukinn hvata við kennsl-
Birgir Hermannsson
skrifar um skólamál,
miðstýringu og aukið
valfrelsi foreldra
skólabarna á Islandi.
una! Þetta leiddi auðvitað til svindls
og hneykslismála. í Bandaríkjunum
vom menntamál eitt helsta mál
Bush forseta og fékk hann í gegn
aukin völd menntamálaráðuneytis-
ins í Washington til að refsa skólum
og jafnvel loka þeim ef þeir sinntu
ekki hlutverki sínu. Þetta má bera
saman við eitt helsta baráttumál
skoðanabræðra Bush á stjórnarár-
um Reagans fyrir tuttugu ámm, en
þá vildu þeir loka menntamálaráðu-
neytinu í Washington og láta sveit-
arstjórnum og fylkisstjómum eftir
menntamálin.
Hverskonar val?
Lfldega má rekja þessa tísku til
ótta upplýsts miðstéttarfólk við að
börnin þeirra hljóti ekki nægjanlega
góða menntun á tímtrm vaxandi
samkeppni og alþjóðavæðingar. Því
á með öllum ráðum að tryggja að
börnin kunni eitthvað að skóla-
göngu lokinni. Þetta sama upplýsta
fólk vill auðvitað lflca eiga þess kost
að velja skóla og taka þannig meiri
ábyrgð á menntun barna sinna. Val-
frelsi í skólamálum er þó tvíbent.
Jafhrétti og jöfnuður gætu orðið
fórnarlömbin og einnig getur val-
Líklega má rekja þess tísku til ótta upplýsts
miðstéttarfólk við að börnin þeirra hljóti ekki
nægjanlega góða menntun á tímum vaxandi
samkeppni og alþjóðavæðingar.
frelsi af þessu taginu komið niður á
menntun og möguleikum þeirra
barna sem lenda í skólum sem bein-
h'nis vinna gegn valfrelsi (t.d. skólar
sértrúarhópa). Fram hjá þessum
annmörkum má þó komast, enda
getur valfrelsi aukið sveigjanleika og
fjölbreytni í skólastarfi. Eg hef meiri
áhyggjur af yfirborðskenndri um-
ræðu um vadfrelsi í skólamálum.
Fólk velur sér ekki skóla fyrir börnin
sín lflct og bfl eða aðrar neysluvörur,
enda eru skólar félagslegar stofrian-
ir. Þar eiga börnin sína vini og taka
út sinn félagsþroska ekki síður en að
læra eitt og annað gagnlegt.
Hvað er menntun?
Sjálfsagt verður þessi alþjóðlega
tíska að fá að fjara út eins og önnur
tíska. Samræmd próf hafa þau áhrif
að steypa skólunum í sama farið,
enda beina skólamir sér að því sem
prófað er úr og draga úr annarri
starfsemi. Einnig eykst áherslan á
það sem auðvelt er að prófa úr á
kostnað þess sem erfiðara er að
meta í samræmdum prófum. Fyrst
um sinn er fólk ánægt með breyting-
arnar, en áður en yfir líkur munu
jafrit kennarar sem foreldrar risa
upp gegn miðstýringunni og krefjast
frjálslegra skólastarfs. Val um skóla
skiptir þannig minna máli en al-
mennar hugmyndir um skólastarf.
Hvað er menntun? Sann-
arlega meira en niðurstaðan úr sam-
ræmdu prófi.
Hvarvarstu
17. j
,/ .
Upplifði náttúru-
undrið með fjöld-
anum
„Ég var stödd í Listasafni Reykja-
vflcur í Hafnarhúsi og var með
Krumma minn, hálfs árs, í poka á
maganum. Þangað vorum við kom-
in bæði til að hlýða í fýrsta sinn á
söng Ásgerðar Júníusdóttur messó-
sópran. Hún byrjaði á ljóði eftir
Magneu Matthíasdóttur minnir mig
og svo reið hann yfir. Þessi flotti
jarðskjálfti. Ég kreistí Krumma í
fanginu á mér og mjólkin spýttist úr
brjóstunum yfir okknr bæði svo við
urðum rennblaut. Svo sagði einhver
Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra að
þetta væri liðið hjá og Ásgerður hélt
áfram að syngja. Það var magnað að
upplifa þetta náttúruundur með
fjöldanum sem þama var saman
kominn."
Didda, skáld og
kvikmyndaleikari.
Þegar kiukkan var u.þ.b. 15.40 á
þjóðhátíðardegi íslendinga árið
2000 reið jarðskjálfti yfir Suðurland.
Hann reyndist vera af stærðinni 6,5
á Richter og eiga upptök sín í ofan-
verðum Holtum í Rangárvallasýslu.
Tveim mínútum síðar varð annar
sem mældist 5,7 og
fylgdu þeim
smærri
eftirskjálftar.
Enginn fórst í
um, meiðsli á
voru
teljandi
eignatjón
var töluvert.
NYFUNDNALANDI
lÍHlf
jBROWN
(l^PsEVEN DECiDES 0? 'líNK
/
Laugardaishöi/ 28. ágúst 2004
ásamt 17 manna hljómsveit
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA ER Á EFTIRFARANDI STÖÐUM:
HARD ROCK CAFÉ KRINGLUNNI
PENNINN - EYMUNDSSON ÁAKUREYRI
PENNINN Á AKRANESI
OG TONLIST.IS
Mi
ITV
J>
TÓNLIST.IS