Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004
Fréttir DV
Löggan vernd-
ar Clinton
Sérsveit Ríkislög-
reglustjóra er með
viðbúnað vegna
komu Clinton-hjón-
anna til landsins á
morgun. Það er
hlutverk Ríkislög-
reglustjóra að hafa
umsjón með öryggi
erlendra þjóðarleiðtoga og
annarra fyrirmenna sem
flokkast undir „very
important persons". Sér-
sveitin hefur um skeið und-
irbúið komu Bills og Hillary
Clinton og felur síðan öðr-
um lögregluembættum að
gæta öryggis á ákveðnum
svæðum. Karl Steinar Vals-
son hjá lögreglunni í
Reykjavík segir að hlutverk
Reykjavíkurlögreglunnar sé
að vera nokkurs konar und-
irverktaki hjá Ríkislögreglu-
stjóra í svona verkefnum.
Þrír ungir múrarar lentu í slagsmálum við lögregluþjóna á leik íslands og Ítalíu í
síðustu viku. Þeir segja lögregluna hafa beitt þá óþarfa ofbeldi en Bjarni Björgvin
Vilhjálmsson, 17 ára, er enn með höndina í fatla. Hann var fluttur með sjúkrabíl á
bráðamóttökuna eftir átökin á vellinum.
Fluttur á spítala eltir
átök við lögreglu
Kristján arf-
taki Halldórs
„Ég hef fallist á að taka
þeirri áskorun," segir Krist-
ján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur og nágrenn-
is, þegar hann er spurður
um hvort hann sækist eftir
að taka við af Halldóri
Björnssyni sem formaður
Starfsgreinasambandsins.
Halldór hefur lýst yfir að
hann ætli að hætta. Starfs-
greinasambandið er fjöl-
mennasta sambandið inn-
an ASÍ. Kristján segist ekki
gera ráð fyrir því að sinna
formennskunni í fullu starfi
heldur halda starfi sínu
áfram suður með sjó.
Þannig verða áherslubreyt-
ingar hjá Starfsgreinasam-
bandinu og meg-
inþunginn af dag-
legu starfi mun
hvíla á Skúla
Thoroddsen
ffam-
kvæmda-
stjóra.
Rólegt hjá
löggunni
Lítið var að gera hjá lög-
reglunni úti á landi um
helgina og
virðast
lands-
byggðar-
menn hafa
skellt sér til
Reykjavíkur
á Menningarnótt. Á ísafirði
fór fram hátíð alþýðunnar
og voru þar minniháttar
stympingar sem ekki voru
kærðar. Lögreglan á Sauð-
árkróki sagði Sauðkræk-
linga lifandi og óbarða og
sömuleiðis var rólegt á Ak-
ureyri. Tveir voru grunaðir
um ölvun við akstur á Egils-
stöðum í fyrrinótt sem þyk-
ir nokkuð mikið þar á bæ.
Ein nauðgun var kærð í
Reykjavík í gærnótt og er
málið í rannsókn.
„Við vorum beittir óþarfa ofbeldi," segir Bjarni Björgvin Vil-
hjálmsson, 17 ára múrari. Hann og tveir félagar hans, Birgir og
Loftur, voru teknir höndum af lögreglunni á landsleik íslands og
Ítalíu í síðustu viku. Þeir bera lögreglunni ekki góða söguna;
segja hana hafa beitt þá óþarfa ofbeldi og saka hana um vald-
níðslu.
„Þetta byrjaði á því að við vorum
að slást í stæðinu," segir Bjarni
Björgvin. „Við vorum allir frekar
drukknir og Birgir hafði tekið bjór
af mér og ég var ekki nógu sáttur og
svo kom löggan að okkur og þá
sauð upp úr.“
Feitar löggur
Birgir, sem er elstur í hópnum,
18 ára, játar því að þeir félagar hafi
hrópað ókvæðisorð að lögreglunni.
Þeir sögðu til dæmis við eina löggu
að hún væri yfir kjörþyngd og mið-
ur fagur en segir það hafa verið eft-
ir að lögreglan veittist að þeim.
„Svo þegar leiknum var lokið
ákváðum við að stytta okkur leið
með því að hoppa niður með kant-
inum,“ segirBjarni. „Skyndilega var
Loftur f átökum viö lögregluna Fór
einna verst út úr átökunum affélögunum
þremur.
„Hann er allur marinn
og rispaður í andlitinu
og meö áverka á
hálsi, Það var óhugn-
anlegt að horfa upp á
þetta."
hópur af lögreglumönnum kominn
á okkur og hentu okkur í jörðina."
Bjarni er ennþá með höndina í
fatla en yngsti drengurinn í hópn-
um, Loftur Birgisson 16 ára, er enn
verr farinn. Myndir af lögreglu-
mönnum sem keyra hann í jörðina
og þrýsta á höfuð hans með hnján-
um hafa birst á netinu.
„Loftur fór verst út úr þessu,"
segir Bjarni. „Hann er allur marinn
og rispaður í andlitinu og með
áverka á hálsi. Það var óhugnanlegt
að horfa upp á þetta."
Grétu í lögreglubílnum
Lögreglan sakaði Bjarna og Birgi
um að hafa ætlað að storma inn á
völlinn. Þetta segja þeir félagar vera
alrangt. Þeir hafi ekki einu sinni
stigið á hlaupabrautina fyrr en þeir
voru leiddir í járnum út í lögreglubíl
skammt frá.
„Þar var okkur kastað á gólfið,
hver ofan á annan," segir Bjarni.
„Loftur kom svo inn skömmu síðar
og við vorum látnir liggja ofan á
hver öðrum alla leið niður á stöð
þar sem við vorum dregnir út úr
bílnum handjárnaðir fyrir aftan
bak."
Bjarni Björgvin og Birgir félagi hans Segja lögregluna hafa beitt sig óþarfa ofbeldi.
Á lögreglustöðinni var þeim
komið fyrir í fangaklefa og svo flutt-
ir í yfirheyrslu. Bjarni var hins vegar
illa meiddur eftir átökin og því
fluttur á spítala. Hann viðurkennir
að hafa grátið í lögreglubflnum.
„Sársaukinn var svo mikill," seg-
ir hann.
Brutu fánalögin
Hvorki Bjarni né Loftur eiga yfir
höfði sér kæru vegna málsins. Birg-
ir múrari verður hins vegar kærður
fyrir að hafa brotið fánalögin.
„Ég var með íslenskan fána úr
gerviefni vafinn um hálsinn," segir
Birgir. „Miðað við að allir voru í föt-
um í fánalitunum, með fána á kinn-
um og húfum finnst mér þetta fá-
ránlegt. Þetta sýnir það að lögregl-
an fór fram úr sjálfri sér. Að eina
sem hún geti gert er að kæra mig
fyrir að brjóta fánalögin."
Strákarnir þrír ætla ekki að fara
með málið lengra en vildu að saga
þeirra kæmi fram.
„Staðreyndin er sú,“ segja strák-
arnir, „að löggan beitti óþarfa of-
beldi og valdníðslu."
simon@dv.is
Menningardagur og -nótt
Svarthöfði klæddi sig upp á laug-
ardaginn, pússaði hjálminn og
smeygði sér í nýju hörbuxurnar sem
kona hans hafði keypt handa hon-
um á einni sumarútsölunni. Svart-
höfði setti blóm í hnappagatið,
mokkasíurnar á lappirnar og arkaði
af stað. Sólin var hátt á himni
snemma dags. Nú skyldi menningin
skoðuð. Það var Menningarnótt og
Svarthöfði var í stuði.
Hann gekk fram á kófsveitta
maraþonhlaupara og hugsaði
augnablik um að þarna hefði hann
einu sinni verið. Ungur og sprækur.
Hann man hvernig hann stakk af
Svarthöfði
hina í hlaupinu. Gamlar konur og
lítil börn máttu vara sig. Það var
nefnilega keppnisskap í Svarthöfða.
Hann hafði ólympíuhugsjónina að
engu í sínu skemmtiskokki. Ef fólk
var fyrir, þurfti hann að stjaka því til
hliðar til að komast leiðar sinnar.
Hann stökk áfram eins og horfinn
góðhestur og fagnaði ógurlega þegar
hann kom í mark.
Þetta var áður fyrr. í ár ákvað
Svarthöfði að gefa unga fólkinu
tækifæri í maraþonhlaupinu. Hann
Hvernig hefur þú það?
hefþaö bara ágætt í augnablikinu segir Stefán Máni rithöfundur. Er að leggja lokahönd á
sem kemur út fyrir jólin. Annars hefég verið duglegur við að stunda sjósund slð-
ustu daga. Ég og félagi minn ætlum að synda I Breiðafirði í vikunni. Við syndum yfírleitt naktir
í sjónum og reynum þvl að fara á tíma sem fjölskyldufólk er ekki að þvælast I fjörunni. Ég er
dellumaður og þetta er nýjasta dellan.“
ætlaði að njóta menningarinnar.
Hann spásseraði um bæinn og
heilsaði upp á fólk. Svarthöfði fékk
sér ís. Svo fékk hann sér kandífloss.
Það finnst honum alltaf jafri erfitt.
Gríman var orðin öll útkámuð.
Hann lét þetta ekkert á sig fá. Hann
skoðaði gjömingalist í listasafni,
hlustaði á tilraunamúsfk í Hafnar-
húsinu, hlustaði á lögreglukórinn
við Hlemm og naut sín algjörlega við
að hlusta á Jónsa á Ingólfstorgi.
Merkilegt hvað drengurinn hefur
mikla orku, hugsaði Svarthöfði.
Eftir flugeldasýninguna fylgdi
Svarthöfði mannhafinu af Hafiiar-
bakkanum. Þetta hafa örugglega
verið þrjú til fjögur hundmð þúsund
manns þarna, hugsaði Svarthöfði
með sér. Ekki minna. Þetta var eins
og eitt risastórt partí. Hann var glað-
ur þegar hann sá strætóinn. Þar hitti
hann fullt af fólki sem hann hefur
ekki hitt lengi í strætó. Gamlir kunn-
ingjar sem hafa frekar spókað sig á
jeppum. Svarthöfði kann vel við sig í
stórum, gulum Volvo. Hann hafði
gaman af strætóferðinni, þótt hún
tæki sinn tíma. Hann strídcfl bílstjór-
anum með því að biðja um skipti-
miða. Þegar Svarthöfði kom heim
höfðu bæði buxur og hjálmur látið á
sjá. En Svarthöfði var glaður. Hann
hafði kynnst íslensku menningunni,
hlustað á Bubba og Bjögga, borðað
kandífloss og verið pínku fullur í
strætó.
Svarthöfði